Bjarni: Þýðir ekkert að vera með hausinn í jörðinni í Dalnum Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júlí 2016 20:48 Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Anton Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV var vitaskuld ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins eftir sigur á FH. „Þetta er frábært, alveg meiriháttur. Stuðningurinn hér, sólin og Dalurinn þetta hjálpast allt að. Það var frábær stemmning og sérstaklega í liðinu í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni sigurreifur í samtali við Vísi að leik loknum. ÍBV þurfti að gera breytingu á sínu liði strax eftir rúmar tíu mínútur þegar varnarmaðurinn og fyrirliðinn Avni Pepa meiddist. „Það gekk ótrúlega vel og kom mjög á óvart hvað við vorum vel spilandi til baka. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfeik með ákveðna hluti og fáum svo markið sem hleypir þessu í svolítið annan leik. Svo var frábær dugnaður og áræðni í seinni hálfleik sem skóp það að við héldum þessu marki,“ bætti Bjarni við. Nú er Þjóðhátíð framundan og ekki annað hægt að segja en að hún hafi byrjað fyrir Eyjamenn á Hásteinsvelli í kvöld. „Það verður aðeins að leyfa sér smá og leyfa drengjunum aðeins að fíla þetta. En þeir vita alveg hvað er í vændum á næstu dögum. Það þýðir ekkert að vera með hausinn í jörðinni í Dalnum, menn verða að vera glaðir þar.“ Úrslitaleikur ÍBV og Vals fer fram á Laugardalsvelli þann 13.ágúst. Bjarni sagði liðið hafa farið erfiða leið í úrslitin. „Hann leggst vel í mig. Þetta er búin að vera svakaleg leið í þennan úrslitaleik. Við erum búnir að slá út Stjörnuna og Breiðablik á útivelli og fengum sannarlega að hafa fyrir því í fyrsta leik gegn Hugin hér á heimavelli. Þetta er leið í erfiðari kantinum en þú verður stundum að fara þessa leið,“ sagði Bjarni Jóhannsson að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV var vitaskuld ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins eftir sigur á FH. „Þetta er frábært, alveg meiriháttur. Stuðningurinn hér, sólin og Dalurinn þetta hjálpast allt að. Það var frábær stemmning og sérstaklega í liðinu í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni sigurreifur í samtali við Vísi að leik loknum. ÍBV þurfti að gera breytingu á sínu liði strax eftir rúmar tíu mínútur þegar varnarmaðurinn og fyrirliðinn Avni Pepa meiddist. „Það gekk ótrúlega vel og kom mjög á óvart hvað við vorum vel spilandi til baka. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfeik með ákveðna hluti og fáum svo markið sem hleypir þessu í svolítið annan leik. Svo var frábær dugnaður og áræðni í seinni hálfleik sem skóp það að við héldum þessu marki,“ bætti Bjarni við. Nú er Þjóðhátíð framundan og ekki annað hægt að segja en að hún hafi byrjað fyrir Eyjamenn á Hásteinsvelli í kvöld. „Það verður aðeins að leyfa sér smá og leyfa drengjunum aðeins að fíla þetta. En þeir vita alveg hvað er í vændum á næstu dögum. Það þýðir ekkert að vera með hausinn í jörðinni í Dalnum, menn verða að vera glaðir þar.“ Úrslitaleikur ÍBV og Vals fer fram á Laugardalsvelli þann 13.ágúst. Bjarni sagði liðið hafa farið erfiða leið í úrslitin. „Hann leggst vel í mig. Þetta er búin að vera svakaleg leið í þennan úrslitaleik. Við erum búnir að slá út Stjörnuna og Breiðablik á útivelli og fengum sannarlega að hafa fyrir því í fyrsta leik gegn Hugin hér á heimavelli. Þetta er leið í erfiðari kantinum en þú verður stundum að fara þessa leið,“ sagði Bjarni Jóhannsson að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira