Nusra front slítur sig frá al-Qaeda Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2016 16:28 Abo Mohammad al-Jolani, leiðtogi Jabhat Fateh al-Cham er hér fyrir miðju. Vísir Vígahópurinn Jabhat al-Nusra, eða Nusra Front, hefur slitið sig frá al-Qaeda. Nusra Front hefur undanfarin ár barist í Sýrlandi sem deild al-Qaeda þar í landi. Samtökin Jabhat Fateh al-Cham, sem þýðir í raun „hernám Sýrlands“ verða nú stofnuð í stað Nusra. Forsvarsmenn Nusra hafa fundað undanfarna daga um stöðu þeirra gagnvart al-Qaeda en undanfarin ár hefur dregið verulega úr hnattrænum umsvifum hryðjuverkasamtakanna. Al-Qaeda er með deildir víða um hnöttinn, eins og í Sýrlandi, Jemen, Afríku, Indlandi og víðar. Ekki er ólíklegt að ákvörðunin Nusra Front um að slíta sig frá samtökunum muni leiða til annarra deilda að gera slíkt hið sama. Sérfræðingar virðast margir hverjir telja að ákvörðunin sé að mestu til sýnis og að Jabhat Fateh al-Cham muni áfram hlýða skipunum Ayman al Zawahiri, leitoga al-Qaeda. Nusra Front hafa verið talin vera hryðjuverkasamtök og vestræn lönd hafa stillt þeim upp með Íslamska ríkinu. Samtökin hafa verið undanskilin þeim vopnahléum sem hafa verið gerð í Sýrlandi. Næstráðandi hjá al-Qaeda gaf fyrr í dag út yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að forsvarsmenn hryðjuverkasamtakanna væru í raun hlynntir aðskilnaðinum. Líklegt þykir að ákvörðunin að slíta sig frá al-Qaeda muni gera þeim auðveldara að mynda bandalög og jafnvel að verða sér út um fé.Abo Mohammad al-Jolani, leiðtogi Jabhat Fateh al-Cham, tilkynnti ákvörðunina fyrir skömmu í útsendingu hjá Orient News. Þar sagði hann að nýju samtökin hefðu engin tengsl út fyrir landamæri Sýrlands. Hann sagði markmið þeirra að koma á Sharia-lögum á yfirráðasvæði sínu og að binda endi á óréttlæti. Þeir muni sameina vígamenn og frelsa Sýrland undan stjórn Bashar al-Assad og stuðningsmanna hans. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Vígahópurinn Jabhat al-Nusra, eða Nusra Front, hefur slitið sig frá al-Qaeda. Nusra Front hefur undanfarin ár barist í Sýrlandi sem deild al-Qaeda þar í landi. Samtökin Jabhat Fateh al-Cham, sem þýðir í raun „hernám Sýrlands“ verða nú stofnuð í stað Nusra. Forsvarsmenn Nusra hafa fundað undanfarna daga um stöðu þeirra gagnvart al-Qaeda en undanfarin ár hefur dregið verulega úr hnattrænum umsvifum hryðjuverkasamtakanna. Al-Qaeda er með deildir víða um hnöttinn, eins og í Sýrlandi, Jemen, Afríku, Indlandi og víðar. Ekki er ólíklegt að ákvörðunin Nusra Front um að slíta sig frá samtökunum muni leiða til annarra deilda að gera slíkt hið sama. Sérfræðingar virðast margir hverjir telja að ákvörðunin sé að mestu til sýnis og að Jabhat Fateh al-Cham muni áfram hlýða skipunum Ayman al Zawahiri, leitoga al-Qaeda. Nusra Front hafa verið talin vera hryðjuverkasamtök og vestræn lönd hafa stillt þeim upp með Íslamska ríkinu. Samtökin hafa verið undanskilin þeim vopnahléum sem hafa verið gerð í Sýrlandi. Næstráðandi hjá al-Qaeda gaf fyrr í dag út yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að forsvarsmenn hryðjuverkasamtakanna væru í raun hlynntir aðskilnaðinum. Líklegt þykir að ákvörðunin að slíta sig frá al-Qaeda muni gera þeim auðveldara að mynda bandalög og jafnvel að verða sér út um fé.Abo Mohammad al-Jolani, leiðtogi Jabhat Fateh al-Cham, tilkynnti ákvörðunina fyrir skömmu í útsendingu hjá Orient News. Þar sagði hann að nýju samtökin hefðu engin tengsl út fyrir landamæri Sýrlands. Hann sagði markmið þeirra að koma á Sharia-lögum á yfirráðasvæði sínu og að binda endi á óréttlæti. Þeir muni sameina vígamenn og frelsa Sýrland undan stjórn Bashar al-Assad og stuðningsmanna hans.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira