Nusra front slítur sig frá al-Qaeda Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2016 16:28 Abo Mohammad al-Jolani, leiðtogi Jabhat Fateh al-Cham er hér fyrir miðju. Vísir Vígahópurinn Jabhat al-Nusra, eða Nusra Front, hefur slitið sig frá al-Qaeda. Nusra Front hefur undanfarin ár barist í Sýrlandi sem deild al-Qaeda þar í landi. Samtökin Jabhat Fateh al-Cham, sem þýðir í raun „hernám Sýrlands“ verða nú stofnuð í stað Nusra. Forsvarsmenn Nusra hafa fundað undanfarna daga um stöðu þeirra gagnvart al-Qaeda en undanfarin ár hefur dregið verulega úr hnattrænum umsvifum hryðjuverkasamtakanna. Al-Qaeda er með deildir víða um hnöttinn, eins og í Sýrlandi, Jemen, Afríku, Indlandi og víðar. Ekki er ólíklegt að ákvörðunin Nusra Front um að slíta sig frá samtökunum muni leiða til annarra deilda að gera slíkt hið sama. Sérfræðingar virðast margir hverjir telja að ákvörðunin sé að mestu til sýnis og að Jabhat Fateh al-Cham muni áfram hlýða skipunum Ayman al Zawahiri, leitoga al-Qaeda. Nusra Front hafa verið talin vera hryðjuverkasamtök og vestræn lönd hafa stillt þeim upp með Íslamska ríkinu. Samtökin hafa verið undanskilin þeim vopnahléum sem hafa verið gerð í Sýrlandi. Næstráðandi hjá al-Qaeda gaf fyrr í dag út yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að forsvarsmenn hryðjuverkasamtakanna væru í raun hlynntir aðskilnaðinum. Líklegt þykir að ákvörðunin að slíta sig frá al-Qaeda muni gera þeim auðveldara að mynda bandalög og jafnvel að verða sér út um fé.Abo Mohammad al-Jolani, leiðtogi Jabhat Fateh al-Cham, tilkynnti ákvörðunina fyrir skömmu í útsendingu hjá Orient News. Þar sagði hann að nýju samtökin hefðu engin tengsl út fyrir landamæri Sýrlands. Hann sagði markmið þeirra að koma á Sharia-lögum á yfirráðasvæði sínu og að binda endi á óréttlæti. Þeir muni sameina vígamenn og frelsa Sýrland undan stjórn Bashar al-Assad og stuðningsmanna hans. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Vígahópurinn Jabhat al-Nusra, eða Nusra Front, hefur slitið sig frá al-Qaeda. Nusra Front hefur undanfarin ár barist í Sýrlandi sem deild al-Qaeda þar í landi. Samtökin Jabhat Fateh al-Cham, sem þýðir í raun „hernám Sýrlands“ verða nú stofnuð í stað Nusra. Forsvarsmenn Nusra hafa fundað undanfarna daga um stöðu þeirra gagnvart al-Qaeda en undanfarin ár hefur dregið verulega úr hnattrænum umsvifum hryðjuverkasamtakanna. Al-Qaeda er með deildir víða um hnöttinn, eins og í Sýrlandi, Jemen, Afríku, Indlandi og víðar. Ekki er ólíklegt að ákvörðunin Nusra Front um að slíta sig frá samtökunum muni leiða til annarra deilda að gera slíkt hið sama. Sérfræðingar virðast margir hverjir telja að ákvörðunin sé að mestu til sýnis og að Jabhat Fateh al-Cham muni áfram hlýða skipunum Ayman al Zawahiri, leitoga al-Qaeda. Nusra Front hafa verið talin vera hryðjuverkasamtök og vestræn lönd hafa stillt þeim upp með Íslamska ríkinu. Samtökin hafa verið undanskilin þeim vopnahléum sem hafa verið gerð í Sýrlandi. Næstráðandi hjá al-Qaeda gaf fyrr í dag út yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að forsvarsmenn hryðjuverkasamtakanna væru í raun hlynntir aðskilnaðinum. Líklegt þykir að ákvörðunin að slíta sig frá al-Qaeda muni gera þeim auðveldara að mynda bandalög og jafnvel að verða sér út um fé.Abo Mohammad al-Jolani, leiðtogi Jabhat Fateh al-Cham, tilkynnti ákvörðunina fyrir skömmu í útsendingu hjá Orient News. Þar sagði hann að nýju samtökin hefðu engin tengsl út fyrir landamæri Sýrlands. Hann sagði markmið þeirra að koma á Sharia-lögum á yfirráðasvæði sínu og að binda endi á óréttlæti. Þeir muni sameina vígamenn og frelsa Sýrland undan stjórn Bashar al-Assad og stuðningsmanna hans.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira