Guðmundur Árni: Fór beint að vinna í fjölskyldufyrirtækinu þegar ég kom heim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2016 17:36 Guðmundur Árni í leik með Haukum. vísir/valli Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson genginn í raðir Hauka og mun leika með liðinu í Olís-deildinni í vetur. Guðmundur lék í Danmörku á árunum 2011-16, fyrst með Bjerringbro/Silkeborg og svo með Mors-Thy. „Þau tilboð sem mér bárust erlendis frá voru ekki áhugaverð og þá vildi ég frekar koma heim,“ sagði Guðmundur Árni í samtali við Vísi um ástæðu heimkomunnar. „Það voru bara tvö félög sem komu til greina hér á landi; Selfoss og Haukar. Mér tókst svo að semja við Hauka og skrifaði undir í dag,“ sagði Guðmundur Árni sem er uppalinn á Selfossi. Hornamaðurinn knái þekkir vel til hjá Haukum en hann lék með liðinu 2009-11 og vann þrefalt fyrra tímabilið sitt á Ásvöllum. „Þetta eru allt góðir félagar mínir og svo þekki ég Gunna [Magnússon, þjálfara Hauka] líka úr landsliðinu þegar hann var með Aroni Kristjánssyni,“ sagði Guðmundur Árni. En hafa þessi félagaskipti áhrif á stöðu hans í landsliðinu?Guðmundur Árni í landsleik gegn Portúgal í janúar á þessu ári.vísir/anton„Það er ekki mitt að meta það. Ég er allavega ánægður með þessi skipti,“ sagði Guðmundur Árni sem hefur leikið 13 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Haukar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og stefnan er að vanda sett hátt á Ásvöllum. „Það hefur alltaf verið krafa í Haukum að berjast um alla titla,“ sagði Guðmundur Árni sem hefur haft nóg fyrir stafni í sumarfríinu sínu. „Þetta var lítið sumarfrí sem ég fékk. Fjölskyldan mín er með ferðaþjónustu á Selfossi og um leið og kom heim fór ég beint að vinna, eins og öll önnur sumur,“ sagði Guðmundur en að hans sögn er nóg að gera í ferðamannabransanum. Hann ætlar að sjálfsögðu að kíkja á völlinn í kvöld og sjá Selfoss spila við Val í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta. „Þetta verður veisla og vonandi fáum við góðan leik,“ sagði Guðmundur Árni að endingu.Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson genginn í raðir Hauka og mun leika með liðinu í Olís-deildinni í vetur. Guðmundur lék í Danmörku á árunum 2011-16, fyrst með Bjerringbro/Silkeborg og svo með Mors-Thy. „Þau tilboð sem mér bárust erlendis frá voru ekki áhugaverð og þá vildi ég frekar koma heim,“ sagði Guðmundur Árni í samtali við Vísi um ástæðu heimkomunnar. „Það voru bara tvö félög sem komu til greina hér á landi; Selfoss og Haukar. Mér tókst svo að semja við Hauka og skrifaði undir í dag,“ sagði Guðmundur Árni sem er uppalinn á Selfossi. Hornamaðurinn knái þekkir vel til hjá Haukum en hann lék með liðinu 2009-11 og vann þrefalt fyrra tímabilið sitt á Ásvöllum. „Þetta eru allt góðir félagar mínir og svo þekki ég Gunna [Magnússon, þjálfara Hauka] líka úr landsliðinu þegar hann var með Aroni Kristjánssyni,“ sagði Guðmundur Árni. En hafa þessi félagaskipti áhrif á stöðu hans í landsliðinu?Guðmundur Árni í landsleik gegn Portúgal í janúar á þessu ári.vísir/anton„Það er ekki mitt að meta það. Ég er allavega ánægður með þessi skipti,“ sagði Guðmundur Árni sem hefur leikið 13 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Haukar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og stefnan er að vanda sett hátt á Ásvöllum. „Það hefur alltaf verið krafa í Haukum að berjast um alla titla,“ sagði Guðmundur Árni sem hefur haft nóg fyrir stafni í sumarfríinu sínu. „Þetta var lítið sumarfrí sem ég fékk. Fjölskyldan mín er með ferðaþjónustu á Selfossi og um leið og kom heim fór ég beint að vinna, eins og öll önnur sumur,“ sagði Guðmundur en að hans sögn er nóg að gera í ferðamannabransanum. Hann ætlar að sjálfsögðu að kíkja á völlinn í kvöld og sjá Selfoss spila við Val í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta. „Þetta verður veisla og vonandi fáum við góðan leik,“ sagði Guðmundur Árni að endingu.Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Sjá meira