Skoðun formanns á kosningum skipti engu Sveinn Arnarson skrifar 27. júlí 2016 06:00 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir valdið ekki hjá formanni Framsóknarflokksins. Forsætisráðherra sé með þingrofsréttinn. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Alþingi Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir þingrof hafa verið rætt á fundum sínum við forystumenn ríkisstjórnarinnar og segir gengið út frá því sem vísu að kosið verði á haustmánuðum. Hugmyndir formanns Framsóknarflokksins skipta þar engu máli þar sem hann sé ekki hluti af forystu ríkisstjórnar. „Við höfum rætt það á okkar fundum, ég og forystumenn ríkisstjórnarinnar, að þinglok verði í haust og boðað verði til kosninga eins og lofað hefur verið. Ég tel orð forystumanna þessarar ríkisstjórnar hafa verið mjög afdráttarlaus, bæði í samtali við mig og fjölmiðla, og því leikur enginn vafi á að kosið verði í haust,“ segir Einar.Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, taka í sama streng. Birgir segir flokkinn ganga út frá því að kosið verði í haust. Hann vildi lítið tjá sig efnislega um bréf formanns Framsóknarflokksins sem hefur nú í tvo daga talað fyrir því að kosið verði næsta vor og loforðið um kosningar því ekki efnt. „Um bréf Sigmundar vil ég segja að þetta er fyrst og fremst innanflokksmál Framsóknar. Þeir verða að velja sér sína forystu og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvernig þeir fara að því,“ segir Birgir. Ásmundur segir orðið ljóst að kosið verði í haust en telur það samt óþarft. „Þó það sé búið að ákveða það þá var ekki pólitísk ástæða til að hlaupa á eftir þessari kröfu almennings. Það er góður meirihluti á þingi,“ sagði Ásmundur. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt það engu skipta hver afstaða Sigmundar Davíðs sé til þess hvort kosið verður í haust eða vor. Þegar forseti Alþingis var spurður út í skoðanir formanns Framsóknarflokksins vildi hann ekki tjá sig um ummælin. „Þingrofsréttur er í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta og einskis annars. Að öðru leyti tjái ég mig ekki um málið,“ sagði Einar. Kosningar 2016 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Alþingi Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir þingrof hafa verið rætt á fundum sínum við forystumenn ríkisstjórnarinnar og segir gengið út frá því sem vísu að kosið verði á haustmánuðum. Hugmyndir formanns Framsóknarflokksins skipta þar engu máli þar sem hann sé ekki hluti af forystu ríkisstjórnar. „Við höfum rætt það á okkar fundum, ég og forystumenn ríkisstjórnarinnar, að þinglok verði í haust og boðað verði til kosninga eins og lofað hefur verið. Ég tel orð forystumanna þessarar ríkisstjórnar hafa verið mjög afdráttarlaus, bæði í samtali við mig og fjölmiðla, og því leikur enginn vafi á að kosið verði í haust,“ segir Einar.Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, taka í sama streng. Birgir segir flokkinn ganga út frá því að kosið verði í haust. Hann vildi lítið tjá sig efnislega um bréf formanns Framsóknarflokksins sem hefur nú í tvo daga talað fyrir því að kosið verði næsta vor og loforðið um kosningar því ekki efnt. „Um bréf Sigmundar vil ég segja að þetta er fyrst og fremst innanflokksmál Framsóknar. Þeir verða að velja sér sína forystu og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvernig þeir fara að því,“ segir Birgir. Ásmundur segir orðið ljóst að kosið verði í haust en telur það samt óþarft. „Þó það sé búið að ákveða það þá var ekki pólitísk ástæða til að hlaupa á eftir þessari kröfu almennings. Það er góður meirihluti á þingi,“ sagði Ásmundur. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt það engu skipta hver afstaða Sigmundar Davíðs sé til þess hvort kosið verður í haust eða vor. Þegar forseti Alþingis var spurður út í skoðanir formanns Framsóknarflokksins vildi hann ekki tjá sig um ummælin. „Þingrofsréttur er í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta og einskis annars. Að öðru leyti tjái ég mig ekki um málið,“ sagði Einar.
Kosningar 2016 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira