Sport

Sjö rússneskum sundmönnum meinuð þátttaka í Ríó | Góðar fréttir fyrir Hrafnhildi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Efimova verður ekki með í Ríó.
Efimova verður ekki með í Ríó. vísir/getty
Alþjóðasundsambandið, FINA, hefur bannað sjö rússneskum sundmönnum að taka þátt á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði.

Meðal þeirra sem fá ekki að taka þátt á Ólympíuleikunum er Yulia Efimova, ein öflugasta bringusundskona heims.

Hún vann m.a. til bronsverðlauna í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum. Efimova hefur einnig unnið til fjölda verðlauna á heims- og Evrópumótum.

Sú rússneska fékk á sínum tíma 16 mánaða bann fyrir sterkanotkun og féll svo aftur á lyfjaprófi í febrúar á þessu ári.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Hrafnhildi Lúthersdóttur, sem vann til þriggja verðlauna á EM í London fyrr á árinu, en hún þarf ekki að kljást við Efimovu í lauginni í Ríó.

FINA meinaði einnig Mikhail Dovgalyuk, Nataliu Lovtcova, Anastasiu Krapivina, Nikita Lobintsev, Vladimir Morozov og Dariu Ustinova að taka þátt á Ólympíuleikunum í Ríó.

Sambandið ætlar einnig að endurprófa öll sýni sem voru tekin úr rússneskum keppendum á HM í sundi í fyrra.


Tengdar fréttir

Síðerma bolir til bjargar á ÓL

Íslensku Ólympíufararnir eru á lokastigi undirbúnings fyrir Ríó en leikarnir verða settir 5. ágúst. Hvorki Eygló Ósk Gústafsdóttir né Þormóður Jónsson óttast Zika-veiruna sem heldur stjörnum frá Ríó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×