Jafn réttur til óþæginda Snærós Sindradóttir skrifar 26. júlí 2016 05:00 Ég þekki mann sem er svo hávaxinn að hann rekur reglulega hausinn í. Hann þarf að kaupa sér aðgang að flugsætum með meira fótaplássi og oft situr hann skakkur á mannamótum til að fæturnir rúmist í sætisröðinni hans. Skyrtur með hans armlengd fást ekki hvar sem er og afgreiðslufólk hefur oft reynt að sannfæra hann um að kvartbuxur séu móðins. Um jólin fékk hann gefins langa sæng. Því í meira en 40 ár hafði honum ýmist verið kalt á tásunum eða öxlunum á nóttunni. Ég þekki líka litla konu sem þarf tröppu til að komast í efri skápana í eldhúsinu. Sú kona passar alltaf í flugsætið sitt og finnur alltaf föt á sig en þegar hún fer á sömu tónleika og hávaxni maðurinn þá sér hún ekki neitt. Hún hefur ótal sinnum greitt miða dýrum dómum til að berja átrúnaðargoðin sín augum en þurft að sætta sig við að heyra óminn af tónlistinni í sveittri brjósthæð við annað fólk. Áður fyrr voru strákarnir til í að taka hana á háhest en nú er það liðin tíð. Fólkið fyrir aftan háhestinn lætur hátt í sér heyra því það sér heldur ekki neitt. Hávaxni maðurinn hefur ótal sinnum verið beðinn að færa sig aftar svo þeir minni sjái líka. Það er út af fyrir sig óþolandi því hann kom fyrr til að sjá sem best. Og hæðina ræður hann ekki við. Ef við horfum samt blákalt á staðreyndir þá sér hann líka aðeins aftar. Í hvoru felst fullkomið jafnrétti? Að allir fái jafnt, litlir og stórir, sama hversu óþægileg flugsætin kunna að vera og skálmarnar stuttar? Sama þó maður hafi borgað það sama og maðurinn við hliðina fyrir tónleikana en sjái ekki neitt í tvo tíma? Eða er jafnrétti fólgið í lengri flugsætum fyrir lengri farþega og svæði fyrir lítið fólk fremst við sviðið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun
Ég þekki mann sem er svo hávaxinn að hann rekur reglulega hausinn í. Hann þarf að kaupa sér aðgang að flugsætum með meira fótaplássi og oft situr hann skakkur á mannamótum til að fæturnir rúmist í sætisröðinni hans. Skyrtur með hans armlengd fást ekki hvar sem er og afgreiðslufólk hefur oft reynt að sannfæra hann um að kvartbuxur séu móðins. Um jólin fékk hann gefins langa sæng. Því í meira en 40 ár hafði honum ýmist verið kalt á tásunum eða öxlunum á nóttunni. Ég þekki líka litla konu sem þarf tröppu til að komast í efri skápana í eldhúsinu. Sú kona passar alltaf í flugsætið sitt og finnur alltaf föt á sig en þegar hún fer á sömu tónleika og hávaxni maðurinn þá sér hún ekki neitt. Hún hefur ótal sinnum greitt miða dýrum dómum til að berja átrúnaðargoðin sín augum en þurft að sætta sig við að heyra óminn af tónlistinni í sveittri brjósthæð við annað fólk. Áður fyrr voru strákarnir til í að taka hana á háhest en nú er það liðin tíð. Fólkið fyrir aftan háhestinn lætur hátt í sér heyra því það sér heldur ekki neitt. Hávaxni maðurinn hefur ótal sinnum verið beðinn að færa sig aftar svo þeir minni sjái líka. Það er út af fyrir sig óþolandi því hann kom fyrr til að sjá sem best. Og hæðina ræður hann ekki við. Ef við horfum samt blákalt á staðreyndir þá sér hann líka aðeins aftar. Í hvoru felst fullkomið jafnrétti? Að allir fái jafnt, litlir og stórir, sama hversu óþægileg flugsætin kunna að vera og skálmarnar stuttar? Sama þó maður hafi borgað það sama og maðurinn við hliðina fyrir tónleikana en sjái ekki neitt í tvo tíma? Eða er jafnrétti fólgið í lengri flugsætum fyrir lengri farþega og svæði fyrir lítið fólk fremst við sviðið?
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun