Körfubolti

Jordan bauð upp á loftbolta og Durant og félagar sprungu úr hlátri | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
DeAndre Jordan er hræðileg vítaskytta.
DeAndre Jordan er hræðileg vítaskytta. vísir/getty
DeAndre Jordan, miðherji Los Angeles Clippers og bandaríska landsliðsins, er á heimavelli þegar kemur að því að verja skot, taka fráköst og troða boltanum ofan í körfuna.

En hann er skelfileg vítaskytta eins og sást í æfingaleik Bandaríkjanna og Kína í gær.

Þegar 49 sekúndur voru eftir af leiknum fór Jordan á vítalínuna en tókst ekki að hitta hringinn, hvað þá að setja boltann ofan í körfuna.

Þessi loftbolti hjá Jordan vakti mikla kátínu hjá liðsfélögum hans sem engdust um af hlátri á bekknum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

Þetta misheppnaða breytti þó engu í stóra samhenginu en Bandaríkjamenn unnu leikinn örugglega, 106-57.

Bandaríkin undirbúa sig nú undir Ólympíuleikana í Ríó sem verða settir 5. ágúst næstkomandi.

Bandaríkjamenn, sem unnu til gullverðlauna 2008 og 2012, eru með Frakklandi, Venesúela, Ástralíu, Kína og Serbíu í riðli á Ólympíuleikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×