Hjörvar Hafliðason, fótboltasérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, segir á Twitter-síðu sinni að hann hafi heyrt af því að Gary fari á láni til norska liðsins eftir leik Víkings gegn KR í Víkinni í kvöld.
Sjá einnig:Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni
Tólftu umferð Pepsi-deildarinnar lýkur í kvöld með Reykjavíkurslag Víkings og KR þar sem Gary Martin mætir sínum gömlu félögum öðru sinni en í fyrstu umferðinni skildu liðin jöfn.
Hef heyrt að Gary Martin fari á lán til Lilleström í Noregi eftir leikinn í kvöld. Reunited with Rúnar.Hann á örugglega eftir að skora í kv.
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 25, 2016
Gary Martin kom til Víkings frá KR síðasta haust en hann er markahæsti leikmaður liðsins með fimm mörk í ellefu leikjum. Hann skoraði í síðustu umferð gegn Þrótti og lagði upp annað fyrir Óttar Magnús Karlsson í 2-0 sigri Fossvogsliðsins.
Gary hefur spilað 135 leiki í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins og bikar og skorað 69 mörk.