Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2016 07:00 Kvartanir berast vegna yfirfullra sorptunna í Reykjavík. vísir/Anton brink Sorpmagn hefur aukist milli ára. Aukningin er um það bil tíu prósent á blönduðum úrgangi og um tuttugu prósent á framkvæmdaúrgangi frá því á sama tímabili í fyrra. „Júlí er oft annasamur mánuður en þær tölur sem við erum með sýna aukningu,“ segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu. Tölurnar eiga við sorp á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Sorphirðu Reykjavíkur hafa þó nokkrar kvartanir borist undanfarið vegna yfirfullra ruslatunna í borginni. „Meira fólki fylgir auðvitað meira rusl og ég hef það á tilfinningunni að aukningin sé meðal annars vegna heimagistingar ferðamanna,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkurborgar. Sigríður bætir við að eðlilegt sé að sorpmagn aukist í borginni miðað við allan þann fjölda ferðamanna sem gista í heimahúsum þessa dagana. „Við getum auðvitað ekki staðhæft að þetta sé vegna þeirra en við höfum það á tilfinningunni og heyrum það á íbúum,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar gefur auga leið að ef fólk er að leigja út til ferðamanna þá þurfi það að fá sér fleiri ruslatunnur. „Leiðin til að bregðast við er að fá sér fleiri ílát eftir þörfum. Einnig þurfa íbúðareigendur að fræða og upplýsa gesti sína um það hvaða flokkun sé til staðar og hvað megi setja í ílátin,“ segir Sigríður. Guðmundur Tryggvi tekur undir þetta og segir að klárlega hafi fleiri íbúðir í útleigu áhrif á úrgangsmagn meðal annarra þátta. „Þegar það er mikil aukning á skömmum tíma verður maður að spyrja sig hvað sé í gangi,“ segir Guðmundur Tryggvi en varðandi flokkun á rusli þætti honum langeðlilegast að þeir sem leigja út íbúðir sínar ættu að upplýsa og fræða ferðamenn um flokkunina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Sorpmagn hefur aukist milli ára. Aukningin er um það bil tíu prósent á blönduðum úrgangi og um tuttugu prósent á framkvæmdaúrgangi frá því á sama tímabili í fyrra. „Júlí er oft annasamur mánuður en þær tölur sem við erum með sýna aukningu,“ segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu. Tölurnar eiga við sorp á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Sorphirðu Reykjavíkur hafa þó nokkrar kvartanir borist undanfarið vegna yfirfullra ruslatunna í borginni. „Meira fólki fylgir auðvitað meira rusl og ég hef það á tilfinningunni að aukningin sé meðal annars vegna heimagistingar ferðamanna,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkurborgar. Sigríður bætir við að eðlilegt sé að sorpmagn aukist í borginni miðað við allan þann fjölda ferðamanna sem gista í heimahúsum þessa dagana. „Við getum auðvitað ekki staðhæft að þetta sé vegna þeirra en við höfum það á tilfinningunni og heyrum það á íbúum,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar gefur auga leið að ef fólk er að leigja út til ferðamanna þá þurfi það að fá sér fleiri ruslatunnur. „Leiðin til að bregðast við er að fá sér fleiri ílát eftir þörfum. Einnig þurfa íbúðareigendur að fræða og upplýsa gesti sína um það hvaða flokkun sé til staðar og hvað megi setja í ílátin,“ segir Sigríður. Guðmundur Tryggvi tekur undir þetta og segir að klárlega hafi fleiri íbúðir í útleigu áhrif á úrgangsmagn meðal annarra þátta. „Þegar það er mikil aukning á skömmum tíma verður maður að spyrja sig hvað sé í gangi,“ segir Guðmundur Tryggvi en varðandi flokkun á rusli þætti honum langeðlilegast að þeir sem leigja út íbúðir sínar ættu að upplýsa og fræða ferðamenn um flokkunina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira