Sport

Rússarnir fá að vera með á Ólympíuleikunum í Ríó

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alþjóðlega Ólympíunefndin hefur nú tekið þá ákvörðun að heimila rússneskum íþróttamönnum að taka þátt í Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Þetta á aftur á móti ekki við um rússneska frjálsíþróttamenn sem voru settir ótímabundið fann af Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, á dögunum. Þetta kemur fram í frétt hjá BBC.

Alþjóðaíþróttadómstóllinn, Cas, hafnaði á fimmtudaginn áfrýjunarbeiðni rússneska Ólympíusambandsins og hinna 68 rússnesku frjálsíþróttamanna sem vildu keppnisbanni sínu á Ólympíuleikunum í Ríó hnekkt. Þeir 68 íþróttamenn taka því ekki þátt á leikunum en alþjóða Ólympíunefndin hefur heimilað öðrum rússneskum íþróttamönnum að taka þátt á leikunum í Ríó.

Í tilkynningu frá Alþjóðlega Ólympíunefndinni kemur fram að það sér ákvörðun hvers sérsambands um hvort Rússar megi taka þátt á leikunum. Allir þeir Rússar sem hafa einhvertímann fallið á lyfjaprófi mega aftur á móti ekki taka þátt á Ólympíuleikunum.

Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, setti Rússana í bann vegna kerfisbundinnar lyfjamisnotkunar þar í landi um árabil sem var studd af rússneska ríkinu og íþróttayfirvöldum þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×