Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - ÍBV 0-1 | Eyjakonur áfram eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júlí 2016 16:00 Eyjakonur eru komnar í úrslit. vísir/vilhelm Þór/KA mætti ÍBV í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna í dag og höfðu Eyjakonur betur eftir framlengdan leik, 1-0. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og var leikurinn heldur betur bragðdaufur. Liðin vildi greinilega ekki taka miklar áhættur og því opnuðust varnirnar ekki ýkja mikið. Þór/KA var kannski ívið betri aðilinn í venjulegum leiktíma en í framlengingunni tók Cloe Lacasse, leikmaður ÍBV, yfir. Hún var algjörlega stórkostleg í framlengingunni og átti greinilega mikla meira bensín eftir á tankinum en aðrir leikmenn. Hún fór hvað eftir annað upp kantinn og stak hvern Akureyringinn af á eftir öðrum. Það endaði með því að fyrirliðinn Rebekah Bass skoraði eina mark leiksins þegar Lacasse renndi boltanum út í teig á Bass sem setti hann þægilega í fjærhornið. Eyjakonur áttu einfaldlega skilið að fara áfram í úrslit, því þær börðust mun meira í framlengingunni. Þór/KA fékk gott færi undir lok leiksins en Bryndís í markið Eyjamanna varði vel. Það verður því ÍBV sem mætir Breiðablik í úrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fer 12. ágúst. Þau lið eru því komin í stærsta leik ársins. Ian Jeffs: Markmiðið hefur alltaf verið að berjast um titlaIan Jeffs í leik með karlaliði ÍBV.vísir/valli„Það er bara geggjað að komast í úrslit,“segir Ian David Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við erum eðlilega mjög ánægð með þetta en þetta var algjör baráttuleikur og bara 50/50 hver myndi fara alla leið.“ Jeffs segir að ÍBV hafi verið betri aðilinn í framlengingunni og það hafi skipt sköpum. Cloe Laccase var mögnuð í liði ÍBV í dag og lagði upp sigurmarkið. „Sem þjálfari þarftu stundum að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim. Í síðasta leik lét ég Cloe bara spila einn hálfleik og hvíldi hana. Það borgaði sig heldu betur í dag og hún átti frábæran leik.“ Hann segir að völlurinn hafi verið blautur og mjög erfitt að spila góðan fótbolta á Akureyri í dag. „Það er frábært fyrir okkur að vera komnar í þennan leik. Þetta er stærsti leikurinn á hverju ári í karla og kvennaboltanum og það var markmiðið okkar í sumar að berjast um einhvern titil.“ Jóhann: Cloe er svindlkall eins og Harpa ÞorsteinsJóhann Kristinn Gunnarsson, Þjálfari Þórs/KA.Mynd/Daníel„Liðið sem tapar í undanúrslitum er sársvekkt, það er auðvitað alltaf þannig,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir leikinn. „Það munaði mjög litlu á liðunum í dag en það sem verður okkur að falli er bara einn leikmaður, hún Cloe Lacasse. Það eru ekki margir svona leikmenn í þessari deild, eiginlega bara örfáir ef það er einhver.“ Hann segir að Cloe sé svona svindlkall eins og Harpa Þorsteinsdóttir hjá Stjörnunni. „Þvílíkur gæðaleikmaður. Mér fannst við vera á pari við þær í baráttunni og slíku en við náðum ekki að skora og þá getur leikmaður eins og Cloe dúkkað upp og nýtt sér okkar mistök og refsað.“ Jóhann segir að þegar svona leikur er kominn í framlengingu skiptir bara máli hvaða lið gerir mistök. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Þór/KA mætti ÍBV í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna í dag og höfðu Eyjakonur betur eftir framlengdan leik, 1-0. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og var leikurinn heldur betur bragðdaufur. Liðin vildi greinilega ekki taka miklar áhættur og því opnuðust varnirnar ekki ýkja mikið. Þór/KA var kannski ívið betri aðilinn í venjulegum leiktíma en í framlengingunni tók Cloe Lacasse, leikmaður ÍBV, yfir. Hún var algjörlega stórkostleg í framlengingunni og átti greinilega mikla meira bensín eftir á tankinum en aðrir leikmenn. Hún fór hvað eftir annað upp kantinn og stak hvern Akureyringinn af á eftir öðrum. Það endaði með því að fyrirliðinn Rebekah Bass skoraði eina mark leiksins þegar Lacasse renndi boltanum út í teig á Bass sem setti hann þægilega í fjærhornið. Eyjakonur áttu einfaldlega skilið að fara áfram í úrslit, því þær börðust mun meira í framlengingunni. Þór/KA fékk gott færi undir lok leiksins en Bryndís í markið Eyjamanna varði vel. Það verður því ÍBV sem mætir Breiðablik í úrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fer 12. ágúst. Þau lið eru því komin í stærsta leik ársins. Ian Jeffs: Markmiðið hefur alltaf verið að berjast um titlaIan Jeffs í leik með karlaliði ÍBV.vísir/valli„Það er bara geggjað að komast í úrslit,“segir Ian David Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við erum eðlilega mjög ánægð með þetta en þetta var algjör baráttuleikur og bara 50/50 hver myndi fara alla leið.“ Jeffs segir að ÍBV hafi verið betri aðilinn í framlengingunni og það hafi skipt sköpum. Cloe Laccase var mögnuð í liði ÍBV í dag og lagði upp sigurmarkið. „Sem þjálfari þarftu stundum að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim. Í síðasta leik lét ég Cloe bara spila einn hálfleik og hvíldi hana. Það borgaði sig heldu betur í dag og hún átti frábæran leik.“ Hann segir að völlurinn hafi verið blautur og mjög erfitt að spila góðan fótbolta á Akureyri í dag. „Það er frábært fyrir okkur að vera komnar í þennan leik. Þetta er stærsti leikurinn á hverju ári í karla og kvennaboltanum og það var markmiðið okkar í sumar að berjast um einhvern titil.“ Jóhann: Cloe er svindlkall eins og Harpa ÞorsteinsJóhann Kristinn Gunnarsson, Þjálfari Þórs/KA.Mynd/Daníel„Liðið sem tapar í undanúrslitum er sársvekkt, það er auðvitað alltaf þannig,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir leikinn. „Það munaði mjög litlu á liðunum í dag en það sem verður okkur að falli er bara einn leikmaður, hún Cloe Lacasse. Það eru ekki margir svona leikmenn í þessari deild, eiginlega bara örfáir ef það er einhver.“ Hann segir að Cloe sé svona svindlkall eins og Harpa Þorsteinsdóttir hjá Stjörnunni. „Þvílíkur gæðaleikmaður. Mér fannst við vera á pari við þær í baráttunni og slíku en við náðum ekki að skora og þá getur leikmaður eins og Cloe dúkkað upp og nýtt sér okkar mistök og refsað.“ Jóhann segir að þegar svona leikur er kominn í framlengingu skiptir bara máli hvaða lið gerir mistök.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira