"Verður vonandi ekki jafn drepleiðinlegt og síðast" Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2016 16:30 Það var hart barist í leiknum á Kópavogsvelli fyrir tveimur vikum. vísir/hanna Stjarnan og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleiknum í Borgunarbikar kvenna á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Aðeins tvær vikur eru síðan liðin mættust í Pepsi-deildinni en þar fóru Blikar með sigur af hólmi, 1-0. Sá leikur var lítið fyrir augað en Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, á von á betri leik í kvöld. „Ég held að þessi leikur muni hafa upp á allt annað bjóða en sá síðasti,“ sagði Harpa í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veitt verðlaun fyrir fyrri umferðina í Pepsi-deildinni. Harpa var valin besti leikmaður fyrri hlutans en hún hefur skorað 13 mörk í fyrstu níu leikjum tímabilsins. „Bæði lið verða að sækja til sigurs og vera ákveðin. Það verður væntanlega lagt upp með að vera ekki með svona drepleiðinlegan fótbolta og síðast. Þetta verður vonandi hraður leikur og skemmtilegur.“ Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, var í liði umferða 1-9 líkt og Harpa. En við hverju mega áhorfendur búast í leiknum í kvöld að mati Hallberu? „Maður veit ekki. Þessir leikir gegn Stjörnunni hafa ekki verið mikið fyrir augað. Þetta eru tvö mjög sterk lið og hvorugt þeirra vill gefa færi á sér,“ sagði Hallbera. „En þetta er bikarinn þannig að annað liðið mun fara áfram. Ég held að þetta verði skemmtilegur leikur.“ Breiðablik hefur unnið þrjá síðustu deildarleiki sína gegn Stjörnunni, alla 1-0. Hallbera segir að Blikar séu samt ekki komnir með tak á Garðbæingum. „Þetta eru mjög jafnir leikir og við höfum náð að halda hreinu. Það skiptir miklu máli í svona leikjum þar sem lítið er skorað. Okkur hefur gengið vel í síðustu leikjum og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hallbera.Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks hefst klukkan 19:15. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Best í fyrri umferðinni: Deildin er jafnari en oft áður Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaður umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna en greint frá þessu í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. 22. júlí 2016 15:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleiknum í Borgunarbikar kvenna á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Aðeins tvær vikur eru síðan liðin mættust í Pepsi-deildinni en þar fóru Blikar með sigur af hólmi, 1-0. Sá leikur var lítið fyrir augað en Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, á von á betri leik í kvöld. „Ég held að þessi leikur muni hafa upp á allt annað bjóða en sá síðasti,“ sagði Harpa í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veitt verðlaun fyrir fyrri umferðina í Pepsi-deildinni. Harpa var valin besti leikmaður fyrri hlutans en hún hefur skorað 13 mörk í fyrstu níu leikjum tímabilsins. „Bæði lið verða að sækja til sigurs og vera ákveðin. Það verður væntanlega lagt upp með að vera ekki með svona drepleiðinlegan fótbolta og síðast. Þetta verður vonandi hraður leikur og skemmtilegur.“ Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, var í liði umferða 1-9 líkt og Harpa. En við hverju mega áhorfendur búast í leiknum í kvöld að mati Hallberu? „Maður veit ekki. Þessir leikir gegn Stjörnunni hafa ekki verið mikið fyrir augað. Þetta eru tvö mjög sterk lið og hvorugt þeirra vill gefa færi á sér,“ sagði Hallbera. „En þetta er bikarinn þannig að annað liðið mun fara áfram. Ég held að þetta verði skemmtilegur leikur.“ Breiðablik hefur unnið þrjá síðustu deildarleiki sína gegn Stjörnunni, alla 1-0. Hallbera segir að Blikar séu samt ekki komnir með tak á Garðbæingum. „Þetta eru mjög jafnir leikir og við höfum náð að halda hreinu. Það skiptir miklu máli í svona leikjum þar sem lítið er skorað. Okkur hefur gengið vel í síðustu leikjum og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hallbera.Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks hefst klukkan 19:15. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Best í fyrri umferðinni: Deildin er jafnari en oft áður Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaður umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna en greint frá þessu í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. 22. júlí 2016 15:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Best í fyrri umferðinni: Deildin er jafnari en oft áður Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaður umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna en greint frá þessu í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. 22. júlí 2016 15:00