Erlent

Skipulagði árásina í nokkra mánuði

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnisvarði við Promenade des Anglais þar sem árásin var gerð.
Minnisvarði við Promenade des Anglais þar sem árásin var gerð. Vísir/AFP
Mohamed Lahouaiej-Bouhlel, sem ók flutningabíl inn í þvögu í Nice, fékk hjálp annarra og var árásin skipulögð á nokkrum mánuðum. Fimm manns eru nú í haldi lögreglu og er einn þeirra sagður hafa myndað svæðið degi áður en Bouhlel myrti minnst 84 þann 14. júlí.

Rúmlega 300 særðust í árásinni.

Saksóknarinn Francois Molins.Vísir/AFP
Íslamska ríkið hefur sagt að Bouhlel hafi verið einn af vígamönnum þeirra, en hann var ekki á neinum listum stjórnvalda yfir mögulega hryðjuverkamenn.

Saksóknarinn Francois Molins segir að ein kona og fjórir menn á aldrinum 22 til 40 séu í haldi lögreglu. Par frá Albaníu er grunað um að hafa útvegað Bouhlel skammbyssu. Annar maður ræddi við hann um fleiri vopn og Kalashnikov árásarriffill fannst á heimili hans.

Engin af þeim fimm sem búið er að handtaka var á vaktlistum stjórnvalda, samkvæmt BBC.

Rúmlega 400 lögregluþjónar hafa komið að rannsókn málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×