Píratar vilja gjaldfrjálsar tannlækningar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2016 18:46 Píratar vilja niðurgreiða tannlækningar fyrir alla landsmenn með sama hætti og aðra heilbrigðisþjónustu. Sjúkratryggingar Íslands gera ráð fyrir að breytingin gæti kostað um 11 milljarða króna og vill þingmaður flokksins fjármagna þær með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stefna Pírata er ákveðin í rafrænu kosningakerfi flokksins. Með samþykktinni sem samþykkt var í gærkvöldi álykta Píratar að tannheilsa sé órjúfanlegur þáttur af heilsu einstaklinga. Þá segir: „Með það að leiðarljósi skulu tannlækningar vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu og niðurgreiddar fyrir alla landsmenn með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta.“ Tillagan var samþykkt með 164 atkvæðum en tveir greiddu atkvæði á móti.Mjög auðvelt að ná í peninga Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, greiddi atkvæði með tillögunni og segir að þessi samþykkt auk samþykktar um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu hafi fengið mestan stuðning allra í kosningakerfi flokksins. „Mér hefur alltaf fundist það stórkostlega skringilegt að munnurinn sé ekki hluti af líkamanum þegar kemur að heilbrigðisþjónustunni. Og mjög alvarlegt þegar að fólk til dæmis sem er með einhvers konar sjúkdóma sem að tengjast kjálkanum geta ekki fengið gjaldfrjálsa þjónustu,” segir Birgitta.Veistu hver kostnaðurinn við þessar breytingar er?„Ég hef ekki farið yfir það sjálf. En hérna, það er mjög auðvelt að ná í peninga til þess að koma til móts við þann kostnað,” segir Birgitta.Kostar ellefu milljarðaFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hver kostnaður við þessa breytingu yrði. Þar kemur fram að Sjúkratryggingar taki þátt í tannlæknakostnaði barna og lífeyrisþega en stofnunin hafi ekki upplýsingar um kostnað við ótryggða einstaklinga. Hins vegar megi áætla gróflega heildarkostnað vegna tannlækninga allra Íslendinga. Meðalkostnaður á sjúkling fyrir þá sem Sjúkratryggingar greiða er um 54.000 krónur á ári. Í svari Sjúkratrygginga kemur fram að ef 80 prósent Íslendinga leituðu til tannlæknis á hverju ári og hver þeirra greiddi þá fjárhæð myndi það kosta um 14 milljarða króna. Í dag greiða Sjúkratryggingar um 2,8 milljarða fyrir tannlæknaþjónustu og þyrfti því að hækka fjárveitingu til málaflokksins um rúma 11 milljarða ef þessi breyting nær fram að ganga.Fjármagnað með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu Aðspurð hvernig flokkurinn vill fjármagna þessar breytingar nefnir Birgitta breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Við höfum lagt fram tillögur um fiskveiðistjórnunarkerfið, að því verði breytt þannig að fiskurinn fari á uppboð. Þar koma inn töluvert meiri fjármunir sem að má nota í þetta og ýmislegt annað sem að er aðkallandi að laga í samfélaginu okkar,” segir Birgitta.Var það kannað áður en þessi stefna var samþykkt hvað þetta myndi kosta? „Ég náttúrulega bjó ekki til þessa stefnu. Og mér finnst mjög líklegt að þeir sem að settu saman þessa stefnu hafi kannað það,” segir Birgitta. Alþingi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Píratar vilja niðurgreiða tannlækningar fyrir alla landsmenn með sama hætti og aðra heilbrigðisþjónustu. Sjúkratryggingar Íslands gera ráð fyrir að breytingin gæti kostað um 11 milljarða króna og vill þingmaður flokksins fjármagna þær með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stefna Pírata er ákveðin í rafrænu kosningakerfi flokksins. Með samþykktinni sem samþykkt var í gærkvöldi álykta Píratar að tannheilsa sé órjúfanlegur þáttur af heilsu einstaklinga. Þá segir: „Með það að leiðarljósi skulu tannlækningar vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu og niðurgreiddar fyrir alla landsmenn með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta.“ Tillagan var samþykkt með 164 atkvæðum en tveir greiddu atkvæði á móti.Mjög auðvelt að ná í peninga Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, greiddi atkvæði með tillögunni og segir að þessi samþykkt auk samþykktar um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu hafi fengið mestan stuðning allra í kosningakerfi flokksins. „Mér hefur alltaf fundist það stórkostlega skringilegt að munnurinn sé ekki hluti af líkamanum þegar kemur að heilbrigðisþjónustunni. Og mjög alvarlegt þegar að fólk til dæmis sem er með einhvers konar sjúkdóma sem að tengjast kjálkanum geta ekki fengið gjaldfrjálsa þjónustu,” segir Birgitta.Veistu hver kostnaðurinn við þessar breytingar er?„Ég hef ekki farið yfir það sjálf. En hérna, það er mjög auðvelt að ná í peninga til þess að koma til móts við þann kostnað,” segir Birgitta.Kostar ellefu milljarðaFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hver kostnaður við þessa breytingu yrði. Þar kemur fram að Sjúkratryggingar taki þátt í tannlæknakostnaði barna og lífeyrisþega en stofnunin hafi ekki upplýsingar um kostnað við ótryggða einstaklinga. Hins vegar megi áætla gróflega heildarkostnað vegna tannlækninga allra Íslendinga. Meðalkostnaður á sjúkling fyrir þá sem Sjúkratryggingar greiða er um 54.000 krónur á ári. Í svari Sjúkratrygginga kemur fram að ef 80 prósent Íslendinga leituðu til tannlæknis á hverju ári og hver þeirra greiddi þá fjárhæð myndi það kosta um 14 milljarða króna. Í dag greiða Sjúkratryggingar um 2,8 milljarða fyrir tannlæknaþjónustu og þyrfti því að hækka fjárveitingu til málaflokksins um rúma 11 milljarða ef þessi breyting nær fram að ganga.Fjármagnað með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu Aðspurð hvernig flokkurinn vill fjármagna þessar breytingar nefnir Birgitta breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Við höfum lagt fram tillögur um fiskveiðistjórnunarkerfið, að því verði breytt þannig að fiskurinn fari á uppboð. Þar koma inn töluvert meiri fjármunir sem að má nota í þetta og ýmislegt annað sem að er aðkallandi að laga í samfélaginu okkar,” segir Birgitta.Var það kannað áður en þessi stefna var samþykkt hvað þetta myndi kosta? „Ég náttúrulega bjó ekki til þessa stefnu. Og mér finnst mjög líklegt að þeir sem að settu saman þessa stefnu hafi kannað það,” segir Birgitta.
Alþingi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent