Sárt að æfa fimleika með nýtt húðflúr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2016 07:00 Húðflúr Irinu Sazanovu hefur vakið athygli Fréttablaðið/Anton Irina Sazonova varð á sunnudaginn fyrst íslenskra fimleikakvenna til að keppa á Ólympíuleikum þegar hún varð í 40. sæti í undankeppni í fjölþraut. Irina var ellefu sætum frá því að komast í úrslit en síðasta stelpan sem komst þangað var Ana Pérez frá Spáni. Irina fékk samtals 53.200 stig en sú spænska var með 55.265 stig. Irina stefndi á 54.000 stig fyrirfram en þau hefðu ekki dugað henni til að komast í hóp þeirra 24 bestu. Irina náði hæst á tvíslá af einstökum áhöldum eða í 58. sæti en hún varð í 60. sæti á gólfi, í 64. sæti á jafnvægisslá og í 67. sæti í stökki. Irina Sazonova hefur þegar sett stefnuna á að komast aftur á Ólympíuleikana eftir fjögur ár og svo gæti farið að Ísland eignist í henni fastagest á leikunum. Irina skar sig nokkuð úr að einu leyti meðal keppendanna í fimleikakeppni kvenna. Hún er nefnilega með risastórt húðflúr á vinstri fætinum. „Ég fékk þetta fyrir svona ári. Það var mjög sárt að æfa fimleika með nýtt húðflúr,“ viðurkennir Irina. Húðflúðrið á fætinum er þó ekki fullgert og hún á enn eftir að fá meiri lit í það. Irina er aftur á móti komin með Ríó 2016 flúrað aftan á hálsinn í tilefni af því að hún er nú komin í hóp Ólympíufara. Það þekkist meðal Ólympíufara, íslenskra sem erlendra. Hér á myndunum með fréttinni má sjá þessi tvö húðflúr Irinu.Hér má sjá húðflúr Irinu vel.Vísir/Anton Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Irina Sazonova varð á sunnudaginn fyrst íslenskra fimleikakvenna til að keppa á Ólympíuleikum þegar hún varð í 40. sæti í undankeppni í fjölþraut. Irina var ellefu sætum frá því að komast í úrslit en síðasta stelpan sem komst þangað var Ana Pérez frá Spáni. Irina fékk samtals 53.200 stig en sú spænska var með 55.265 stig. Irina stefndi á 54.000 stig fyrirfram en þau hefðu ekki dugað henni til að komast í hóp þeirra 24 bestu. Irina náði hæst á tvíslá af einstökum áhöldum eða í 58. sæti en hún varð í 60. sæti á gólfi, í 64. sæti á jafnvægisslá og í 67. sæti í stökki. Irina Sazonova hefur þegar sett stefnuna á að komast aftur á Ólympíuleikana eftir fjögur ár og svo gæti farið að Ísland eignist í henni fastagest á leikunum. Irina skar sig nokkuð úr að einu leyti meðal keppendanna í fimleikakeppni kvenna. Hún er nefnilega með risastórt húðflúr á vinstri fætinum. „Ég fékk þetta fyrir svona ári. Það var mjög sárt að æfa fimleika með nýtt húðflúr,“ viðurkennir Irina. Húðflúðrið á fætinum er þó ekki fullgert og hún á enn eftir að fá meiri lit í það. Irina er aftur á móti komin með Ríó 2016 flúrað aftan á hálsinn í tilefni af því að hún er nú komin í hóp Ólympíufara. Það þekkist meðal Ólympíufara, íslenskra sem erlendra. Hér á myndunum með fréttinni má sjá þessi tvö húðflúr Irinu.Hér má sjá húðflúr Irinu vel.Vísir/Anton
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira