Sigursælasti Ólympíufari allra tíma, Michael Phelps, vann sín nítjándu gullverðlaun síðustu nótt og hélt áfram að bæta við sinn ótrúlega Ólympíuferil.
19 gull, 2 silfur og 2 brons er afraksturinn af Ólympíuferli Phelps hingað til en ólíklegt verður að teljast að þessi árangur verði sleginn á næstu áratugum.
Sjá einnig: Michael Phelps vann sitt nítjánda Ólympíugull í nótt
Árangur Phelps á Ólympíuleikum er svo ótrúlegur að ef hann væri land þá væri hann í 35. sæti yfir bestan árangur á Ólympíuleikunum frá upphafi.
Þar væri hann til að mynda á undan Indlandi með alla sína íbúa upp á 1,2 milljarða. Hann á jafn mörg gull og Argentína í allri sinni Ólympíusögu.
Það eru 206 þjóðir sem taka þátt á ÓL í Ríó og Phelps á fleiri gullverðlaun en yfir 170 af þessum þjóðum. Lítið hægt að kvarta yfir því.
Phelps með betri árangur en 170 þjóðir á ÓL
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn