Djokovic og Williams-systur úr leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2016 11:00 Djokovic gekk grátandi af velli. vísir/getty Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í tenniskeppni Ólympíuleikanna í gær. Systurnar Venus og Serena Williams töpuðu í fyrsta sinn í tvímenningi á Ólympíuleikum. Þær voru búnar að vinna þrjú gull í röð en tékknesku stúlkurnar Lucie Safarova og Barbora Strycova stöðvuðu þær. Þær tékknesku unnu leikinn í tveim settum, 6-3 og 6-4. Systurnar höfðu unnið 16 leiki í röð á Ólympíuleikum áður en kom að leiknum í gær. Þær unnu gull í Sydney árið 2000, í Peking árið 2008 og í London árið 2012. Þær voru ekki með í Aþenu árið 2004 þar sem Serena meiddist. Hin 36 ára gamla Venus er því búin að ljúka keppni á ÓL í Ríó því hún tapaði á laugardag í einliðaleik. Hún er sögð hafa komið veik til Ríó. Serena er aftur á móti komin í næstu umferð. Besti tenniskappi heims, Serbinn Novak Djokovic, tapaði svo mjög óvænt í fyrstu umferð gegn Argentínumanninum Juan Martin Del Potro. Del Potro hafði líka betur gegn Djokovic í undanúrslitunum á ÓL í London. Djokovic grét er hann gekk af velli eftir tapið sem var augljóslega mjög sárt. „Þetta er erfiðasta tapið á mínum ferli,“ sagði Serbinn.Búið spil. Williams-systur á vellinum í gær.vísir/getty Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira
Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í tenniskeppni Ólympíuleikanna í gær. Systurnar Venus og Serena Williams töpuðu í fyrsta sinn í tvímenningi á Ólympíuleikum. Þær voru búnar að vinna þrjú gull í röð en tékknesku stúlkurnar Lucie Safarova og Barbora Strycova stöðvuðu þær. Þær tékknesku unnu leikinn í tveim settum, 6-3 og 6-4. Systurnar höfðu unnið 16 leiki í röð á Ólympíuleikum áður en kom að leiknum í gær. Þær unnu gull í Sydney árið 2000, í Peking árið 2008 og í London árið 2012. Þær voru ekki með í Aþenu árið 2004 þar sem Serena meiddist. Hin 36 ára gamla Venus er því búin að ljúka keppni á ÓL í Ríó því hún tapaði á laugardag í einliðaleik. Hún er sögð hafa komið veik til Ríó. Serena er aftur á móti komin í næstu umferð. Besti tenniskappi heims, Serbinn Novak Djokovic, tapaði svo mjög óvænt í fyrstu umferð gegn Argentínumanninum Juan Martin Del Potro. Del Potro hafði líka betur gegn Djokovic í undanúrslitunum á ÓL í London. Djokovic grét er hann gekk af velli eftir tapið sem var augljóslega mjög sárt. „Þetta er erfiðasta tapið á mínum ferli,“ sagði Serbinn.Búið spil. Williams-systur á vellinum í gær.vísir/getty
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira