Flokksvélarnar ræstar eftir sumarfrí Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. ágúst 2016 07:00 „Mér þykir það ekki boðlegt að við förum af stað í þessa vinnu án þess að vita hvenær þingið eigi að klárast,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar ætla að funda áður en Alþingi kemur saman til að ræða hvernig megi knýja fram dagsetningu Alþingiskosninga. „Nú er Sigurður Ingi að tala um það að koma fram með frumvarp um hlutfallslegt afnám verðtryggingar og eitthvað álíka. Ef þú ert að bæta svona stórum málum ofan á það sem fyrir er þá erum við að tala um þing minnst til áramóta og þá þarf að afgreiða fjárlög,“ segir Birgitta. „Þetta er allt saman mjög skrítið og það eru alltaf að koma einhverjar nýjar vendingar.“Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segir að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrir sig nema að dagsetning kosninga liggi fyrir.Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir dónaskap við þingið og þjóðina að ekki sé búið að ákveða dagsetningu þingkosninga. „Ég held að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrr en kjördagur er kominn. Það er ekki þannig að það sé bara stjórnarandstaðan sem þolir ekki þessa óvissu í landinu, fólkið vill fá að vita þetta. Það eru fleiri með plön en bara stjórnmálaflokkarnir,“ segir Oddný. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn byrjaðan að stilla upp listum en að skortur á dagsetningu Alþingiskosninga reynist uppstillingarstarfinu erfitt. „Maður finnur fyrir því að það er ekkert sérlega gaman að biðja fólk um að gefa kost á sér í kosningum sem þau vita ekki hvort verða haldnar eða hvenær verða haldnar,“ segir Óttarr. Allir flokkarnir á Alþingi eru farnir að huga að undirbúningi kosninga í haust þrátt fyrir að óvissa sé um dagsetningu þeirra. Stjórnmál Þrátt fyrir þá óvissu með dagsetningu Alþingiskosninga eru allir stjórnmálaflokkarnir byrjaðir að huga að kosningum. Framsóknarflokkurinn er skemmst á veg kominn enda hafa sumir þingmenn hans haft uppi efasemdir um að æskilegt væri að kjósa í haust. Kjördæmasamband flokksins í Reykjavík er það eina sem hefur boðað til kjördæmaþings þar sem valið er á lista flokksins en það verður haldið í lok mánaðar. Kjördæmasamböndin í öðrum kjördæmum funda einnig síðar í mánuðinum til að ákvarða með hvaða hætti valið verði á lista.Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn nýtast við uppstillingar til að forðast óþarfa bræðravíg.Sjálfstæðismenn hafa boðað til prófkjara í öllum kjördæmum að norðausturkjördæmi undanskildu þar sem kjördæmaþing velur á lista. Niðurstaða prófkjara Sjálfstæðisflokksins liggja fyrir í byrjun september. Búið er að kjósa á lista Pírata í norðausturkjördæmi en Einar Brynjólfsson, framhaldsskólakennari, leiðir lista Pírata þar. Þá eru prófkjör í öllum kjördæmum hjá Pírötum og liggja niðurstöður fyrir í ágústmánuði. Á höfuðborgarsvæðinu er fordæmalaus fjöldi frambjóðenda í prófkjöri Pírata en þeir eru yfir 100 talsins. Samfylkingin heldur flokksval í öllum kjördæmum nema suður- og norðausturkjördæmum. Þar mun uppstillingarnefnd stilla upp á lista. Stillt var upp á lista Vinstri Grænna í norðausturkjördæmi, en Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann. Þá er stillt upp í Reykjavík og í suðurkjördæmi. Forval verður haldið í norðvesturkjördæmi og enn á eftir að ákvarða hvernig valið er á framboðslista í suðvesturkjördæmi. „Við höfum verið með uppstillingarnefndir að störfum til að koma í veg fyrir þau bræðravíg sem fylgja prófkjörunum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar en Björt framtíð og Viðreisn nýta uppstillingarnefndir til að velja á sína lista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Mér þykir það ekki boðlegt að við förum af stað í þessa vinnu án þess að vita hvenær þingið eigi að klárast,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar ætla að funda áður en Alþingi kemur saman til að ræða hvernig megi knýja fram dagsetningu Alþingiskosninga. „Nú er Sigurður Ingi að tala um það að koma fram með frumvarp um hlutfallslegt afnám verðtryggingar og eitthvað álíka. Ef þú ert að bæta svona stórum málum ofan á það sem fyrir er þá erum við að tala um þing minnst til áramóta og þá þarf að afgreiða fjárlög,“ segir Birgitta. „Þetta er allt saman mjög skrítið og það eru alltaf að koma einhverjar nýjar vendingar.“Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segir að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrir sig nema að dagsetning kosninga liggi fyrir.Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir dónaskap við þingið og þjóðina að ekki sé búið að ákveða dagsetningu þingkosninga. „Ég held að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrr en kjördagur er kominn. Það er ekki þannig að það sé bara stjórnarandstaðan sem þolir ekki þessa óvissu í landinu, fólkið vill fá að vita þetta. Það eru fleiri með plön en bara stjórnmálaflokkarnir,“ segir Oddný. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn byrjaðan að stilla upp listum en að skortur á dagsetningu Alþingiskosninga reynist uppstillingarstarfinu erfitt. „Maður finnur fyrir því að það er ekkert sérlega gaman að biðja fólk um að gefa kost á sér í kosningum sem þau vita ekki hvort verða haldnar eða hvenær verða haldnar,“ segir Óttarr. Allir flokkarnir á Alþingi eru farnir að huga að undirbúningi kosninga í haust þrátt fyrir að óvissa sé um dagsetningu þeirra. Stjórnmál Þrátt fyrir þá óvissu með dagsetningu Alþingiskosninga eru allir stjórnmálaflokkarnir byrjaðir að huga að kosningum. Framsóknarflokkurinn er skemmst á veg kominn enda hafa sumir þingmenn hans haft uppi efasemdir um að æskilegt væri að kjósa í haust. Kjördæmasamband flokksins í Reykjavík er það eina sem hefur boðað til kjördæmaþings þar sem valið er á lista flokksins en það verður haldið í lok mánaðar. Kjördæmasamböndin í öðrum kjördæmum funda einnig síðar í mánuðinum til að ákvarða með hvaða hætti valið verði á lista.Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn nýtast við uppstillingar til að forðast óþarfa bræðravíg.Sjálfstæðismenn hafa boðað til prófkjara í öllum kjördæmum að norðausturkjördæmi undanskildu þar sem kjördæmaþing velur á lista. Niðurstaða prófkjara Sjálfstæðisflokksins liggja fyrir í byrjun september. Búið er að kjósa á lista Pírata í norðausturkjördæmi en Einar Brynjólfsson, framhaldsskólakennari, leiðir lista Pírata þar. Þá eru prófkjör í öllum kjördæmum hjá Pírötum og liggja niðurstöður fyrir í ágústmánuði. Á höfuðborgarsvæðinu er fordæmalaus fjöldi frambjóðenda í prófkjöri Pírata en þeir eru yfir 100 talsins. Samfylkingin heldur flokksval í öllum kjördæmum nema suður- og norðausturkjördæmum. Þar mun uppstillingarnefnd stilla upp á lista. Stillt var upp á lista Vinstri Grænna í norðausturkjördæmi, en Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann. Þá er stillt upp í Reykjavík og í suðurkjördæmi. Forval verður haldið í norðvesturkjördæmi og enn á eftir að ákvarða hvernig valið er á framboðslista í suðvesturkjördæmi. „Við höfum verið með uppstillingarnefndir að störfum til að koma í veg fyrir þau bræðravíg sem fylgja prófkjörunum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar en Björt framtíð og Viðreisn nýta uppstillingarnefndir til að velja á sína lista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent