Það verður örugglega titringur í fimleikahöllinni þegar Irina keppir í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 13:30 Irina Sazonova. Vísir/Anton Fimleikakonan Irina Sazonova skrifar nýjan kafla í Ólympíusögu Íslands í kvöld þegar hún keppir fyrst íslenskra fimleikakvenna á Ólympíuleikum. Irina Sazonova og Berglind Pétursdóttir hittu blaðamann Vísis í Ólympíuþorpinu í gær og fóru yfir vonir og væntingar sínar fyrir keppni kvöldsins. Irina er í sama hluta og bandarísku fimleikastjörnurnar og því má búast við mikilli stemmningu í fimleikahöllinni í kvöld. Berglind Pétursdóttir er flokkstjóri fimleikanna á Ólympíuleikunum í Ríó og hún er Irinu til halds og trausts. Líka þegar kemur að viðtölum við íslenska blaðamenn enda á Irina Sazonova talsvert í land að geta tjáð sig almennilega á íslensku og ekki talar hún ensku. Irina Sazonova reyndi samt að tala íslensku þegar hún hitti blaðamann í gær og það er fyrsta skrefið því ekki kann undirritaður stakt orð í rússnesku. „Ég er mjög spennt," segir Irina og hún segist þurfa nú að hugsa vel um sig á þeim klukkutímum sem eru fram að keppninni annað kvöld. „Ég þarf að passa vel að sofa vel og hvíla mig," segir Irina og allt hefur gengið vel hingað til. „Þegar ég var lítil stelpa þá dreymdi mig um að keppa á Ólympíuleikum. Núna er ég því rosalega glöð að fá tækifæri til þess," sagði Irina sem ætlar sér að komast á fleiri leika í framtíðinni. „Podium-æfingin gekk mjög vel og mér líður vel í keppnishöllinni," sagði Irina sem viðurkenndi alveg að dagurinn í gær hafi verið svolítið heitur og það geta fleiri Íslendingar í Ríó tekið undir það. „Ég hef sett stefnuna á því að ná 54 stigum og reyna að komast í 24 manna úrslitin," segir Irina metnaðafull en samkeppnin verður mikil. „Ég held að það verði mjög erfitt en það er samt alltaf möguleiki. Við sjáum til hvað gerist," segir Irina um keppni kvöldsins. Hún lætur ekkert trufla sig í Ólympíuþorpinu. „Ég vil ekkert hugsa um þessa hluti. Ég keppt hér í undankeppninni og veit að ég er að fara inn í fimleikasal þar sem ég þekki öll áhöldin. Það er það sem skiptir máli," sagði Irina. Kvöldið verður sögulegt fyrir íslenska fimleika. „Það er flott fyrir okkur að eiga loksins keppenda í fimleikum kvenna á Ólympíuleikum. Það ætti að skora fyrir okkur í fimleikunum á Íslandi," segir Berglind Pétursdóttir. Hún viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp hjá Irinu ætli hún að ná því að vera ein af þeim 24 sem komast í úrslitin. „Það er alltaf von og maður á alltaf að reyna. Það skal samt viðurkennast að það verður svolítið erfitt fyrir hana að komast í úrslitin," segir Berglind. „Hún er vel undirbúin og nú þarf hún bara að eiga góðan dag. Hún þarf að vera í stuði og halda góðri einbeitingu," segir Berglind sem er margreyndur fimleikadómari en er einnig sjúkraþjálfari Irinu á leikunum. Hún sér því um að skrokkurinn verður klár í slaginn á morgun. „Við reynum að láta allt ganga upp. Hún fær ekkert að fara í sólbað, fer bara á æfingar, hvílist og nærist. Þannig verður bara hennar hlutverk fram að móti," segir Berglind. „Þetta er fjórði hópurinn af fimm sem keppa þennan dag. Irina er með bandarísku stúlkunum og Hollendingum og svo einstaklingum eins og hún er. Það er mjög skemmtilegur riðill og spennandi," segir Berglind. „Það er ekkert slæmt að vera í höllinni þegar bandarísku stelpurnar eru að keppa. Það verður örugglega titringur í fimleikahöllinni," segir Berglind. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Hafnaði risasamningi Risanna og verður áfram Hrútur Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Sjá meira
Fimleikakonan Irina Sazonova skrifar nýjan kafla í Ólympíusögu Íslands í kvöld þegar hún keppir fyrst íslenskra fimleikakvenna á Ólympíuleikum. Irina Sazonova og Berglind Pétursdóttir hittu blaðamann Vísis í Ólympíuþorpinu í gær og fóru yfir vonir og væntingar sínar fyrir keppni kvöldsins. Irina er í sama hluta og bandarísku fimleikastjörnurnar og því má búast við mikilli stemmningu í fimleikahöllinni í kvöld. Berglind Pétursdóttir er flokkstjóri fimleikanna á Ólympíuleikunum í Ríó og hún er Irinu til halds og trausts. Líka þegar kemur að viðtölum við íslenska blaðamenn enda á Irina Sazonova talsvert í land að geta tjáð sig almennilega á íslensku og ekki talar hún ensku. Irina Sazonova reyndi samt að tala íslensku þegar hún hitti blaðamann í gær og það er fyrsta skrefið því ekki kann undirritaður stakt orð í rússnesku. „Ég er mjög spennt," segir Irina og hún segist þurfa nú að hugsa vel um sig á þeim klukkutímum sem eru fram að keppninni annað kvöld. „Ég þarf að passa vel að sofa vel og hvíla mig," segir Irina og allt hefur gengið vel hingað til. „Þegar ég var lítil stelpa þá dreymdi mig um að keppa á Ólympíuleikum. Núna er ég því rosalega glöð að fá tækifæri til þess," sagði Irina sem ætlar sér að komast á fleiri leika í framtíðinni. „Podium-æfingin gekk mjög vel og mér líður vel í keppnishöllinni," sagði Irina sem viðurkenndi alveg að dagurinn í gær hafi verið svolítið heitur og það geta fleiri Íslendingar í Ríó tekið undir það. „Ég hef sett stefnuna á því að ná 54 stigum og reyna að komast í 24 manna úrslitin," segir Irina metnaðafull en samkeppnin verður mikil. „Ég held að það verði mjög erfitt en það er samt alltaf möguleiki. Við sjáum til hvað gerist," segir Irina um keppni kvöldsins. Hún lætur ekkert trufla sig í Ólympíuþorpinu. „Ég vil ekkert hugsa um þessa hluti. Ég keppt hér í undankeppninni og veit að ég er að fara inn í fimleikasal þar sem ég þekki öll áhöldin. Það er það sem skiptir máli," sagði Irina. Kvöldið verður sögulegt fyrir íslenska fimleika. „Það er flott fyrir okkur að eiga loksins keppenda í fimleikum kvenna á Ólympíuleikum. Það ætti að skora fyrir okkur í fimleikunum á Íslandi," segir Berglind Pétursdóttir. Hún viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp hjá Irinu ætli hún að ná því að vera ein af þeim 24 sem komast í úrslitin. „Það er alltaf von og maður á alltaf að reyna. Það skal samt viðurkennast að það verður svolítið erfitt fyrir hana að komast í úrslitin," segir Berglind. „Hún er vel undirbúin og nú þarf hún bara að eiga góðan dag. Hún þarf að vera í stuði og halda góðri einbeitingu," segir Berglind sem er margreyndur fimleikadómari en er einnig sjúkraþjálfari Irinu á leikunum. Hún sér því um að skrokkurinn verður klár í slaginn á morgun. „Við reynum að láta allt ganga upp. Hún fær ekkert að fara í sólbað, fer bara á æfingar, hvílist og nærist. Þannig verður bara hennar hlutverk fram að móti," segir Berglind. „Þetta er fjórði hópurinn af fimm sem keppa þennan dag. Irina er með bandarísku stúlkunum og Hollendingum og svo einstaklingum eins og hún er. Það er mjög skemmtilegur riðill og spennandi," segir Berglind. „Það er ekkert slæmt að vera í höllinni þegar bandarísku stelpurnar eru að keppa. Það verður örugglega titringur í fimleikahöllinni," segir Berglind.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Hafnaði risasamningi Risanna og verður áfram Hrútur Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Sjá meira