Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 11:30 Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. „Við erum búin að æfa vel og laugin er rosalega fín. Ég er því spennt að byrja," segir Hrafnhildur sem mætir nú fullfrísk til leiks en hún braut bein í olnboga í aðdraganda leikanna í London fyrir fjórum. „Þetta var svolítið leiðinlegt en maður getur ekkert gert í því. Þegar ég horfi til baka þá vil ég samt horfa á þetta sem góðan hlut. Ég var ekkert stressuð því hugsaði: Ég er með brotinn olnboga og það eina sem ég get gert er að reyna eins vel og ég get," segir Hrafnhildur. „Ég náði að njóta þess og hafa gaman. Ég var ekkert stressuð en fékk að sjá allt og upplifa allt. Núna er ég ekkert stressuð og þetta er ekkert of stórt eða framandi eins og þetta var í fyrsta skiptið. Ég er rólegri og reyni að líta á þetta eins og hvert annað mót," segir Hrafnhildur. „Hausinn á mér er miklu betri núna og ég er kominn ofar en þá. Það eru meiri líkur á því að ég komist eitthvað áfram því ég er ekki bara að synda einu sinni og svo búið. Núna stefni ég á meira og það er alltaf gaman af því," segir Hrafnhildur. Hún vann tvö silfur og eitt brons á síðasta EM og stimplaði sig inn í hóp bestu bringusundskvenna heimsins. „Það er hægt að líta á það að góður árangur á EM komi með meiri pressu en það er líka hægt að líta á það mót sem góðan undirbúning og gott pepp áður maður kom hingað. Núna veit ég að ég get staðið mig vel á stórmóti og þá get ég alveg eins gert það hér líka," segir Hrafnhildur. „Evrópumótið gaf mér gott sjálfstraust því ég veit að ég er með þeim bestu í Evrópu og þá geta ég alveg eins verið meðal þeirra bestu í heiminum. Ég komst líka í úrslit á HM í fyrr og er greinilega búin að sýna það að ég get alveg verið með þeim bestu. Alveg eins að reyna það hér líka," segir Hrafnhildur. Það fylgir því þó alltaf stress og spenna að keppa á svona risastóru sviði. „Maður verður alltaf að vera með fiðrildi og smá stress því það kemur adrennalíninu í gang og þá getur maður synt hraðar. Ef maður er alveg pollrólegur þá færi maður að vera stressaður yfir því að vera ekki stressaður," segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í sjötta og síðasta riðlinum í 200 metra bringusundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 14.06 eða klukkan 17.06 að íslenskum tíma. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. „Við erum búin að æfa vel og laugin er rosalega fín. Ég er því spennt að byrja," segir Hrafnhildur sem mætir nú fullfrísk til leiks en hún braut bein í olnboga í aðdraganda leikanna í London fyrir fjórum. „Þetta var svolítið leiðinlegt en maður getur ekkert gert í því. Þegar ég horfi til baka þá vil ég samt horfa á þetta sem góðan hlut. Ég var ekkert stressuð því hugsaði: Ég er með brotinn olnboga og það eina sem ég get gert er að reyna eins vel og ég get," segir Hrafnhildur. „Ég náði að njóta þess og hafa gaman. Ég var ekkert stressuð en fékk að sjá allt og upplifa allt. Núna er ég ekkert stressuð og þetta er ekkert of stórt eða framandi eins og þetta var í fyrsta skiptið. Ég er rólegri og reyni að líta á þetta eins og hvert annað mót," segir Hrafnhildur. „Hausinn á mér er miklu betri núna og ég er kominn ofar en þá. Það eru meiri líkur á því að ég komist eitthvað áfram því ég er ekki bara að synda einu sinni og svo búið. Núna stefni ég á meira og það er alltaf gaman af því," segir Hrafnhildur. Hún vann tvö silfur og eitt brons á síðasta EM og stimplaði sig inn í hóp bestu bringusundskvenna heimsins. „Það er hægt að líta á það að góður árangur á EM komi með meiri pressu en það er líka hægt að líta á það mót sem góðan undirbúning og gott pepp áður maður kom hingað. Núna veit ég að ég get staðið mig vel á stórmóti og þá get ég alveg eins gert það hér líka," segir Hrafnhildur. „Evrópumótið gaf mér gott sjálfstraust því ég veit að ég er með þeim bestu í Evrópu og þá geta ég alveg eins verið meðal þeirra bestu í heiminum. Ég komst líka í úrslit á HM í fyrr og er greinilega búin að sýna það að ég get alveg verið með þeim bestu. Alveg eins að reyna það hér líka," segir Hrafnhildur. Það fylgir því þó alltaf stress og spenna að keppa á svona risastóru sviði. „Maður verður alltaf að vera með fiðrildi og smá stress því það kemur adrennalíninu í gang og þá getur maður synt hraðar. Ef maður er alveg pollrólegur þá færi maður að vera stressaður yfir því að vera ekki stressaður," segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í sjötta og síðasta riðlinum í 200 metra bringusundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 14.06 eða klukkan 17.06 að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Sjá meira