Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 11:30 Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. „Við erum búin að æfa vel og laugin er rosalega fín. Ég er því spennt að byrja," segir Hrafnhildur sem mætir nú fullfrísk til leiks en hún braut bein í olnboga í aðdraganda leikanna í London fyrir fjórum. „Þetta var svolítið leiðinlegt en maður getur ekkert gert í því. Þegar ég horfi til baka þá vil ég samt horfa á þetta sem góðan hlut. Ég var ekkert stressuð því hugsaði: Ég er með brotinn olnboga og það eina sem ég get gert er að reyna eins vel og ég get," segir Hrafnhildur. „Ég náði að njóta þess og hafa gaman. Ég var ekkert stressuð en fékk að sjá allt og upplifa allt. Núna er ég ekkert stressuð og þetta er ekkert of stórt eða framandi eins og þetta var í fyrsta skiptið. Ég er rólegri og reyni að líta á þetta eins og hvert annað mót," segir Hrafnhildur. „Hausinn á mér er miklu betri núna og ég er kominn ofar en þá. Það eru meiri líkur á því að ég komist eitthvað áfram því ég er ekki bara að synda einu sinni og svo búið. Núna stefni ég á meira og það er alltaf gaman af því," segir Hrafnhildur. Hún vann tvö silfur og eitt brons á síðasta EM og stimplaði sig inn í hóp bestu bringusundskvenna heimsins. „Það er hægt að líta á það að góður árangur á EM komi með meiri pressu en það er líka hægt að líta á það mót sem góðan undirbúning og gott pepp áður maður kom hingað. Núna veit ég að ég get staðið mig vel á stórmóti og þá get ég alveg eins gert það hér líka," segir Hrafnhildur. „Evrópumótið gaf mér gott sjálfstraust því ég veit að ég er með þeim bestu í Evrópu og þá geta ég alveg eins verið meðal þeirra bestu í heiminum. Ég komst líka í úrslit á HM í fyrr og er greinilega búin að sýna það að ég get alveg verið með þeim bestu. Alveg eins að reyna það hér líka," segir Hrafnhildur. Það fylgir því þó alltaf stress og spenna að keppa á svona risastóru sviði. „Maður verður alltaf að vera með fiðrildi og smá stress því það kemur adrennalíninu í gang og þá getur maður synt hraðar. Ef maður er alveg pollrólegur þá færi maður að vera stressaður yfir því að vera ekki stressaður," segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í sjötta og síðasta riðlinum í 200 metra bringusundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 14.06 eða klukkan 17.06 að íslenskum tíma. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. „Við erum búin að æfa vel og laugin er rosalega fín. Ég er því spennt að byrja," segir Hrafnhildur sem mætir nú fullfrísk til leiks en hún braut bein í olnboga í aðdraganda leikanna í London fyrir fjórum. „Þetta var svolítið leiðinlegt en maður getur ekkert gert í því. Þegar ég horfi til baka þá vil ég samt horfa á þetta sem góðan hlut. Ég var ekkert stressuð því hugsaði: Ég er með brotinn olnboga og það eina sem ég get gert er að reyna eins vel og ég get," segir Hrafnhildur. „Ég náði að njóta þess og hafa gaman. Ég var ekkert stressuð en fékk að sjá allt og upplifa allt. Núna er ég ekkert stressuð og þetta er ekkert of stórt eða framandi eins og þetta var í fyrsta skiptið. Ég er rólegri og reyni að líta á þetta eins og hvert annað mót," segir Hrafnhildur. „Hausinn á mér er miklu betri núna og ég er kominn ofar en þá. Það eru meiri líkur á því að ég komist eitthvað áfram því ég er ekki bara að synda einu sinni og svo búið. Núna stefni ég á meira og það er alltaf gaman af því," segir Hrafnhildur. Hún vann tvö silfur og eitt brons á síðasta EM og stimplaði sig inn í hóp bestu bringusundskvenna heimsins. „Það er hægt að líta á það að góður árangur á EM komi með meiri pressu en það er líka hægt að líta á það mót sem góðan undirbúning og gott pepp áður maður kom hingað. Núna veit ég að ég get staðið mig vel á stórmóti og þá get ég alveg eins gert það hér líka," segir Hrafnhildur. „Evrópumótið gaf mér gott sjálfstraust því ég veit að ég er með þeim bestu í Evrópu og þá geta ég alveg eins verið meðal þeirra bestu í heiminum. Ég komst líka í úrslit á HM í fyrr og er greinilega búin að sýna það að ég get alveg verið með þeim bestu. Alveg eins að reyna það hér líka," segir Hrafnhildur. Það fylgir því þó alltaf stress og spenna að keppa á svona risastóru sviði. „Maður verður alltaf að vera með fiðrildi og smá stress því það kemur adrennalíninu í gang og þá getur maður synt hraðar. Ef maður er alveg pollrólegur þá færi maður að vera stressaður yfir því að vera ekki stressaður," segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í sjötta og síðasta riðlinum í 200 metra bringusundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 14.06 eða klukkan 17.06 að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira