Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 11:30 Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. „Við erum búin að æfa vel og laugin er rosalega fín. Ég er því spennt að byrja," segir Hrafnhildur sem mætir nú fullfrísk til leiks en hún braut bein í olnboga í aðdraganda leikanna í London fyrir fjórum. „Þetta var svolítið leiðinlegt en maður getur ekkert gert í því. Þegar ég horfi til baka þá vil ég samt horfa á þetta sem góðan hlut. Ég var ekkert stressuð því hugsaði: Ég er með brotinn olnboga og það eina sem ég get gert er að reyna eins vel og ég get," segir Hrafnhildur. „Ég náði að njóta þess og hafa gaman. Ég var ekkert stressuð en fékk að sjá allt og upplifa allt. Núna er ég ekkert stressuð og þetta er ekkert of stórt eða framandi eins og þetta var í fyrsta skiptið. Ég er rólegri og reyni að líta á þetta eins og hvert annað mót," segir Hrafnhildur. „Hausinn á mér er miklu betri núna og ég er kominn ofar en þá. Það eru meiri líkur á því að ég komist eitthvað áfram því ég er ekki bara að synda einu sinni og svo búið. Núna stefni ég á meira og það er alltaf gaman af því," segir Hrafnhildur. Hún vann tvö silfur og eitt brons á síðasta EM og stimplaði sig inn í hóp bestu bringusundskvenna heimsins. „Það er hægt að líta á það að góður árangur á EM komi með meiri pressu en það er líka hægt að líta á það mót sem góðan undirbúning og gott pepp áður maður kom hingað. Núna veit ég að ég get staðið mig vel á stórmóti og þá get ég alveg eins gert það hér líka," segir Hrafnhildur. „Evrópumótið gaf mér gott sjálfstraust því ég veit að ég er með þeim bestu í Evrópu og þá geta ég alveg eins verið meðal þeirra bestu í heiminum. Ég komst líka í úrslit á HM í fyrr og er greinilega búin að sýna það að ég get alveg verið með þeim bestu. Alveg eins að reyna það hér líka," segir Hrafnhildur. Það fylgir því þó alltaf stress og spenna að keppa á svona risastóru sviði. „Maður verður alltaf að vera með fiðrildi og smá stress því það kemur adrennalíninu í gang og þá getur maður synt hraðar. Ef maður er alveg pollrólegur þá færi maður að vera stressaður yfir því að vera ekki stressaður," segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í sjötta og síðasta riðlinum í 200 metra bringusundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 14.06 eða klukkan 17.06 að íslenskum tíma. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. „Við erum búin að æfa vel og laugin er rosalega fín. Ég er því spennt að byrja," segir Hrafnhildur sem mætir nú fullfrísk til leiks en hún braut bein í olnboga í aðdraganda leikanna í London fyrir fjórum. „Þetta var svolítið leiðinlegt en maður getur ekkert gert í því. Þegar ég horfi til baka þá vil ég samt horfa á þetta sem góðan hlut. Ég var ekkert stressuð því hugsaði: Ég er með brotinn olnboga og það eina sem ég get gert er að reyna eins vel og ég get," segir Hrafnhildur. „Ég náði að njóta þess og hafa gaman. Ég var ekkert stressuð en fékk að sjá allt og upplifa allt. Núna er ég ekkert stressuð og þetta er ekkert of stórt eða framandi eins og þetta var í fyrsta skiptið. Ég er rólegri og reyni að líta á þetta eins og hvert annað mót," segir Hrafnhildur. „Hausinn á mér er miklu betri núna og ég er kominn ofar en þá. Það eru meiri líkur á því að ég komist eitthvað áfram því ég er ekki bara að synda einu sinni og svo búið. Núna stefni ég á meira og það er alltaf gaman af því," segir Hrafnhildur. Hún vann tvö silfur og eitt brons á síðasta EM og stimplaði sig inn í hóp bestu bringusundskvenna heimsins. „Það er hægt að líta á það að góður árangur á EM komi með meiri pressu en það er líka hægt að líta á það mót sem góðan undirbúning og gott pepp áður maður kom hingað. Núna veit ég að ég get staðið mig vel á stórmóti og þá get ég alveg eins gert það hér líka," segir Hrafnhildur. „Evrópumótið gaf mér gott sjálfstraust því ég veit að ég er með þeim bestu í Evrópu og þá geta ég alveg eins verið meðal þeirra bestu í heiminum. Ég komst líka í úrslit á HM í fyrr og er greinilega búin að sýna það að ég get alveg verið með þeim bestu. Alveg eins að reyna það hér líka," segir Hrafnhildur. Það fylgir því þó alltaf stress og spenna að keppa á svona risastóru sviði. „Maður verður alltaf að vera með fiðrildi og smá stress því það kemur adrennalíninu í gang og þá getur maður synt hraðar. Ef maður er alveg pollrólegur þá færi maður að vera stressaður yfir því að vera ekki stressaður," segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í sjötta og síðasta riðlinum í 200 metra bringusundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 14.06 eða klukkan 17.06 að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira