Eygló Ósk: Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 09:00 Eygló með hinum verðlaunahöfunum í 100 m baksundi í desember. Vísir/AFP Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015, keppir í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Framundan hjá henni er 100 metra baksund og verður hún annar Íslendingur sem keppir á leikunum á eftir Antoni Svein Mckee. Eygló Ósk hefur komist inn á A-lágmarki á tveimur Ólympíuleikum í röð en hún keppti einnig fyrir fjórum árum í London þá aðeins sautján ára gömul. „Ég komst síðast inn í apríl en nú hafði ég eitt ár meira og það hefur nýst mér vel. Ég þurfti ekkert að vera að stressa mig yfir því að ná lágmarkinu á síðustu stundu og gat þess í stað bara einbeitt mér að því að æfa mig," segir Eygló Ósk. „Ég er miklu reyndari núna og get núna núllstillt mig. Síðast var þetta svo rosalega stórt og maður var svo lítill eitthvað. Ég veit samt ekki hvort að ég get sagt að ég sé orðin vön því ég held að maður verði aldrei vanur svona stóru. Það er líka svo margt sem kemur að þessum Ólympíuleikum og ekki bara það að stinga sér í laugina," segir Eygló Ósk. Eygló hefur náð bestum árangri í 200 metra baksundinu og þetta er því ekki hennar besta grein sem hún spreytir sig á í dag. „Ég veit aldrei hvernig mér líður og hvernig ég æfi almennilega fyrr en á keppnisdegi þegar ég syndi mitt sund," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk vann tvö verðlaun á Evrópumótinu í stuttri laug í desember síðastliðnum en var ekki nógu ánægð með árangur sinn á EM í 50 metra laug í London í maí. „Ég var kominn með svolítið stórar væntingar eftir Evrópumótið í 25 metra laug. Það hjálpaði mér ekkert of mikið á EM í London. Ég ætlaði mér svo rosalega mikið og það kom mér inn í svolítið stress," sagði Eygló sem vann brons bæði í 100 og 200 metra baksundi á EM í 25 metra laig. „Þegar maður er búin að fá að smakka á þessu þá langar manni aftur í þetta. Að fá að standa á pallinum, þótt að þú heyrir ekki þinn eigin þjóðsöng. Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta því þetta var svo gaman. Ég held að ég hafi brosað í svona viku eftir þetta," sagði Eygló Ósk um bronsdagana í desember síðastliðnum. Hún á fína möguleika á því að komast í undanúrslitin sem fara fram eftir miðnætti á íslensum tíma. „Samkeppnin hér er rosaleg og ég get ekkert sagt fyrir fram eða ákveðið það fyrir fram að ég ætli mér að komast í þessi úrslit og þessi úrslit. Það þarf líka að koma í ljós hvað hinar stelpurnar ætla að gera. Það sem ég ætla að gera er að gera mitt besta og reyna að bæta minn tíma en svo kemur það bara í ljós hvort að það dugi mér inn eða ekki," segir Eygló Ósk. Hún er ekkert mjög ósátt við það að undanrásirnir séu komnar eftir hádegi og úrslitinséu þar með mjög seint um kvöld. „Ég er dálítið mikill nátthrafn," grínast Eygló með en bætir svo við: „Ég get ekki verið að hugsa of mikið út í þessa breytingu því ég get ekki breytt því. Ég þarf bara að stilla mig inn á þetta, mæta þegar ég þarf að mæta og synda þegar ég þarf að synda," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir í fjórða riðli af fimm í 100 metra baksundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 13.11 eða klukkan 16.11 að íslenskum tíma. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015, keppir í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Framundan hjá henni er 100 metra baksund og verður hún annar Íslendingur sem keppir á leikunum á eftir Antoni Svein Mckee. Eygló Ósk hefur komist inn á A-lágmarki á tveimur Ólympíuleikum í röð en hún keppti einnig fyrir fjórum árum í London þá aðeins sautján ára gömul. „Ég komst síðast inn í apríl en nú hafði ég eitt ár meira og það hefur nýst mér vel. Ég þurfti ekkert að vera að stressa mig yfir því að ná lágmarkinu á síðustu stundu og gat þess í stað bara einbeitt mér að því að æfa mig," segir Eygló Ósk. „Ég er miklu reyndari núna og get núna núllstillt mig. Síðast var þetta svo rosalega stórt og maður var svo lítill eitthvað. Ég veit samt ekki hvort að ég get sagt að ég sé orðin vön því ég held að maður verði aldrei vanur svona stóru. Það er líka svo margt sem kemur að þessum Ólympíuleikum og ekki bara það að stinga sér í laugina," segir Eygló Ósk. Eygló hefur náð bestum árangri í 200 metra baksundinu og þetta er því ekki hennar besta grein sem hún spreytir sig á í dag. „Ég veit aldrei hvernig mér líður og hvernig ég æfi almennilega fyrr en á keppnisdegi þegar ég syndi mitt sund," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk vann tvö verðlaun á Evrópumótinu í stuttri laug í desember síðastliðnum en var ekki nógu ánægð með árangur sinn á EM í 50 metra laug í London í maí. „Ég var kominn með svolítið stórar væntingar eftir Evrópumótið í 25 metra laug. Það hjálpaði mér ekkert of mikið á EM í London. Ég ætlaði mér svo rosalega mikið og það kom mér inn í svolítið stress," sagði Eygló sem vann brons bæði í 100 og 200 metra baksundi á EM í 25 metra laig. „Þegar maður er búin að fá að smakka á þessu þá langar manni aftur í þetta. Að fá að standa á pallinum, þótt að þú heyrir ekki þinn eigin þjóðsöng. Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta því þetta var svo gaman. Ég held að ég hafi brosað í svona viku eftir þetta," sagði Eygló Ósk um bronsdagana í desember síðastliðnum. Hún á fína möguleika á því að komast í undanúrslitin sem fara fram eftir miðnætti á íslensum tíma. „Samkeppnin hér er rosaleg og ég get ekkert sagt fyrir fram eða ákveðið það fyrir fram að ég ætli mér að komast í þessi úrslit og þessi úrslit. Það þarf líka að koma í ljós hvað hinar stelpurnar ætla að gera. Það sem ég ætla að gera er að gera mitt besta og reyna að bæta minn tíma en svo kemur það bara í ljós hvort að það dugi mér inn eða ekki," segir Eygló Ósk. Hún er ekkert mjög ósátt við það að undanrásirnir séu komnar eftir hádegi og úrslitinséu þar með mjög seint um kvöld. „Ég er dálítið mikill nátthrafn," grínast Eygló með en bætir svo við: „Ég get ekki verið að hugsa of mikið út í þessa breytingu því ég get ekki breytt því. Ég þarf bara að stilla mig inn á þetta, mæta þegar ég þarf að mæta og synda þegar ég þarf að synda," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir í fjórða riðli af fimm í 100 metra baksundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 13.11 eða klukkan 16.11 að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira