Eygló Ósk: Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 09:00 Eygló með hinum verðlaunahöfunum í 100 m baksundi í desember. Vísir/AFP Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015, keppir í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Framundan hjá henni er 100 metra baksund og verður hún annar Íslendingur sem keppir á leikunum á eftir Antoni Svein Mckee. Eygló Ósk hefur komist inn á A-lágmarki á tveimur Ólympíuleikum í röð en hún keppti einnig fyrir fjórum árum í London þá aðeins sautján ára gömul. „Ég komst síðast inn í apríl en nú hafði ég eitt ár meira og það hefur nýst mér vel. Ég þurfti ekkert að vera að stressa mig yfir því að ná lágmarkinu á síðustu stundu og gat þess í stað bara einbeitt mér að því að æfa mig," segir Eygló Ósk. „Ég er miklu reyndari núna og get núna núllstillt mig. Síðast var þetta svo rosalega stórt og maður var svo lítill eitthvað. Ég veit samt ekki hvort að ég get sagt að ég sé orðin vön því ég held að maður verði aldrei vanur svona stóru. Það er líka svo margt sem kemur að þessum Ólympíuleikum og ekki bara það að stinga sér í laugina," segir Eygló Ósk. Eygló hefur náð bestum árangri í 200 metra baksundinu og þetta er því ekki hennar besta grein sem hún spreytir sig á í dag. „Ég veit aldrei hvernig mér líður og hvernig ég æfi almennilega fyrr en á keppnisdegi þegar ég syndi mitt sund," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk vann tvö verðlaun á Evrópumótinu í stuttri laug í desember síðastliðnum en var ekki nógu ánægð með árangur sinn á EM í 50 metra laug í London í maí. „Ég var kominn með svolítið stórar væntingar eftir Evrópumótið í 25 metra laug. Það hjálpaði mér ekkert of mikið á EM í London. Ég ætlaði mér svo rosalega mikið og það kom mér inn í svolítið stress," sagði Eygló sem vann brons bæði í 100 og 200 metra baksundi á EM í 25 metra laig. „Þegar maður er búin að fá að smakka á þessu þá langar manni aftur í þetta. Að fá að standa á pallinum, þótt að þú heyrir ekki þinn eigin þjóðsöng. Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta því þetta var svo gaman. Ég held að ég hafi brosað í svona viku eftir þetta," sagði Eygló Ósk um bronsdagana í desember síðastliðnum. Hún á fína möguleika á því að komast í undanúrslitin sem fara fram eftir miðnætti á íslensum tíma. „Samkeppnin hér er rosaleg og ég get ekkert sagt fyrir fram eða ákveðið það fyrir fram að ég ætli mér að komast í þessi úrslit og þessi úrslit. Það þarf líka að koma í ljós hvað hinar stelpurnar ætla að gera. Það sem ég ætla að gera er að gera mitt besta og reyna að bæta minn tíma en svo kemur það bara í ljós hvort að það dugi mér inn eða ekki," segir Eygló Ósk. Hún er ekkert mjög ósátt við það að undanrásirnir séu komnar eftir hádegi og úrslitinséu þar með mjög seint um kvöld. „Ég er dálítið mikill nátthrafn," grínast Eygló með en bætir svo við: „Ég get ekki verið að hugsa of mikið út í þessa breytingu því ég get ekki breytt því. Ég þarf bara að stilla mig inn á þetta, mæta þegar ég þarf að mæta og synda þegar ég þarf að synda," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir í fjórða riðli af fimm í 100 metra baksundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 13.11 eða klukkan 16.11 að íslenskum tíma. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015, keppir í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Framundan hjá henni er 100 metra baksund og verður hún annar Íslendingur sem keppir á leikunum á eftir Antoni Svein Mckee. Eygló Ósk hefur komist inn á A-lágmarki á tveimur Ólympíuleikum í röð en hún keppti einnig fyrir fjórum árum í London þá aðeins sautján ára gömul. „Ég komst síðast inn í apríl en nú hafði ég eitt ár meira og það hefur nýst mér vel. Ég þurfti ekkert að vera að stressa mig yfir því að ná lágmarkinu á síðustu stundu og gat þess í stað bara einbeitt mér að því að æfa mig," segir Eygló Ósk. „Ég er miklu reyndari núna og get núna núllstillt mig. Síðast var þetta svo rosalega stórt og maður var svo lítill eitthvað. Ég veit samt ekki hvort að ég get sagt að ég sé orðin vön því ég held að maður verði aldrei vanur svona stóru. Það er líka svo margt sem kemur að þessum Ólympíuleikum og ekki bara það að stinga sér í laugina," segir Eygló Ósk. Eygló hefur náð bestum árangri í 200 metra baksundinu og þetta er því ekki hennar besta grein sem hún spreytir sig á í dag. „Ég veit aldrei hvernig mér líður og hvernig ég æfi almennilega fyrr en á keppnisdegi þegar ég syndi mitt sund," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk vann tvö verðlaun á Evrópumótinu í stuttri laug í desember síðastliðnum en var ekki nógu ánægð með árangur sinn á EM í 50 metra laug í London í maí. „Ég var kominn með svolítið stórar væntingar eftir Evrópumótið í 25 metra laug. Það hjálpaði mér ekkert of mikið á EM í London. Ég ætlaði mér svo rosalega mikið og það kom mér inn í svolítið stress," sagði Eygló sem vann brons bæði í 100 og 200 metra baksundi á EM í 25 metra laig. „Þegar maður er búin að fá að smakka á þessu þá langar manni aftur í þetta. Að fá að standa á pallinum, þótt að þú heyrir ekki þinn eigin þjóðsöng. Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta því þetta var svo gaman. Ég held að ég hafi brosað í svona viku eftir þetta," sagði Eygló Ósk um bronsdagana í desember síðastliðnum. Hún á fína möguleika á því að komast í undanúrslitin sem fara fram eftir miðnætti á íslensum tíma. „Samkeppnin hér er rosaleg og ég get ekkert sagt fyrir fram eða ákveðið það fyrir fram að ég ætli mér að komast í þessi úrslit og þessi úrslit. Það þarf líka að koma í ljós hvað hinar stelpurnar ætla að gera. Það sem ég ætla að gera er að gera mitt besta og reyna að bæta minn tíma en svo kemur það bara í ljós hvort að það dugi mér inn eða ekki," segir Eygló Ósk. Hún er ekkert mjög ósátt við það að undanrásirnir séu komnar eftir hádegi og úrslitinséu þar með mjög seint um kvöld. „Ég er dálítið mikill nátthrafn," grínast Eygló með en bætir svo við: „Ég get ekki verið að hugsa of mikið út í þessa breytingu því ég get ekki breytt því. Ég þarf bara að stilla mig inn á þetta, mæta þegar ég þarf að mæta og synda þegar ég þarf að synda," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir í fjórða riðli af fimm í 100 metra baksundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 13.11 eða klukkan 16.11 að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira