Bjóða upp á tjaldgistingu fyrir sautján þúsund krónur nóttina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2016 14:39 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Getty Framtakssamir frumkvöðlar í ferðaþjónustu bjóða nú upp á nýstárlega þjónustu í ferðamennsku hér á landi. Hægt er að leigja gistingu í svokölluðum lúxustjöldum á tjaldsvæði í Mosfellsbæ. Kostar nóttin litlar sautján þúsund krónur en pláss er fyrir fimm í tjaldinu. Hægt er að bóka gistingu í tjöldunum á bókunarsíðunni Booking.com. Þar má sjá að inn í gjaldinu er fjallaútsýni og grillaðstaða auk þess sem að inn í tjaldinu er allt sem þarf fyrir svefninn, rúm, sængurföt og koddar. Þá geta þeir sem nýta sér gistingu nýtt sér salernis- og sturtuaðstöðu á tjaldsvæðinu en handklæði fylgja með tjaldinu. Tjaldsvæðið sem um ræðir er Mosskógar í Mossfellsdal. Staðarhaldari þar er Jón Jóhannsson og í samtali við Vísi tók hann skýrt fram að þessi þjónusta væri ekki á vegum tjaldsvæðisins. Fyrir nokkru hafi hópur manna komið með þessa hugmynd og hafi hann tekið ágætlega í hana, svo lengi sem að gjaldið fyrir gistinguna á tjaldsvæðinu yrði greitt, 1600 krónur. Þá hafi þeir samið um að starfsmenn tjaldsvæðisins myndu færa tjaldið öðru hvoru svo grasið undir myndi ekki skemmast. Hann hafi þó ekki orðið var við að neinn hafi nýtt sér þessa þjónustu enn sem komið en á Booking.com má sjá að tjaldgistingin hefur verið í boði frá 18. júlí síðastliðnum. Jón segir raunar að tjöldin aldrei verið sett upp, utan eitt skipti fyrir myndatöku en afrakstur hennar má sjá á vef Booking.com Tjöldin eru auglýst sem lúxustjöld en samkvæmt heimildum Vísis kostar eitt slíkt tjald um 129 þúsund krónur. Þarf því að bóka tjaldið í rétta rúma viku áður en mögulegt er að það borgi sig hreinlega að fjárfesta í einu slíku tjaldi. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Framtakssamir frumkvöðlar í ferðaþjónustu bjóða nú upp á nýstárlega þjónustu í ferðamennsku hér á landi. Hægt er að leigja gistingu í svokölluðum lúxustjöldum á tjaldsvæði í Mosfellsbæ. Kostar nóttin litlar sautján þúsund krónur en pláss er fyrir fimm í tjaldinu. Hægt er að bóka gistingu í tjöldunum á bókunarsíðunni Booking.com. Þar má sjá að inn í gjaldinu er fjallaútsýni og grillaðstaða auk þess sem að inn í tjaldinu er allt sem þarf fyrir svefninn, rúm, sængurföt og koddar. Þá geta þeir sem nýta sér gistingu nýtt sér salernis- og sturtuaðstöðu á tjaldsvæðinu en handklæði fylgja með tjaldinu. Tjaldsvæðið sem um ræðir er Mosskógar í Mossfellsdal. Staðarhaldari þar er Jón Jóhannsson og í samtali við Vísi tók hann skýrt fram að þessi þjónusta væri ekki á vegum tjaldsvæðisins. Fyrir nokkru hafi hópur manna komið með þessa hugmynd og hafi hann tekið ágætlega í hana, svo lengi sem að gjaldið fyrir gistinguna á tjaldsvæðinu yrði greitt, 1600 krónur. Þá hafi þeir samið um að starfsmenn tjaldsvæðisins myndu færa tjaldið öðru hvoru svo grasið undir myndi ekki skemmast. Hann hafi þó ekki orðið var við að neinn hafi nýtt sér þessa þjónustu enn sem komið en á Booking.com má sjá að tjaldgistingin hefur verið í boði frá 18. júlí síðastliðnum. Jón segir raunar að tjöldin aldrei verið sett upp, utan eitt skipti fyrir myndatöku en afrakstur hennar má sjá á vef Booking.com Tjöldin eru auglýst sem lúxustjöld en samkvæmt heimildum Vísis kostar eitt slíkt tjald um 129 þúsund krónur. Þarf því að bóka tjaldið í rétta rúma viku áður en mögulegt er að það borgi sig hreinlega að fjárfesta í einu slíku tjaldi.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent