Bjóða upp á tjaldgistingu fyrir sautján þúsund krónur nóttina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2016 14:39 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Getty Framtakssamir frumkvöðlar í ferðaþjónustu bjóða nú upp á nýstárlega þjónustu í ferðamennsku hér á landi. Hægt er að leigja gistingu í svokölluðum lúxustjöldum á tjaldsvæði í Mosfellsbæ. Kostar nóttin litlar sautján þúsund krónur en pláss er fyrir fimm í tjaldinu. Hægt er að bóka gistingu í tjöldunum á bókunarsíðunni Booking.com. Þar má sjá að inn í gjaldinu er fjallaútsýni og grillaðstaða auk þess sem að inn í tjaldinu er allt sem þarf fyrir svefninn, rúm, sængurföt og koddar. Þá geta þeir sem nýta sér gistingu nýtt sér salernis- og sturtuaðstöðu á tjaldsvæðinu en handklæði fylgja með tjaldinu. Tjaldsvæðið sem um ræðir er Mosskógar í Mossfellsdal. Staðarhaldari þar er Jón Jóhannsson og í samtali við Vísi tók hann skýrt fram að þessi þjónusta væri ekki á vegum tjaldsvæðisins. Fyrir nokkru hafi hópur manna komið með þessa hugmynd og hafi hann tekið ágætlega í hana, svo lengi sem að gjaldið fyrir gistinguna á tjaldsvæðinu yrði greitt, 1600 krónur. Þá hafi þeir samið um að starfsmenn tjaldsvæðisins myndu færa tjaldið öðru hvoru svo grasið undir myndi ekki skemmast. Hann hafi þó ekki orðið var við að neinn hafi nýtt sér þessa þjónustu enn sem komið en á Booking.com má sjá að tjaldgistingin hefur verið í boði frá 18. júlí síðastliðnum. Jón segir raunar að tjöldin aldrei verið sett upp, utan eitt skipti fyrir myndatöku en afrakstur hennar má sjá á vef Booking.com Tjöldin eru auglýst sem lúxustjöld en samkvæmt heimildum Vísis kostar eitt slíkt tjald um 129 þúsund krónur. Þarf því að bóka tjaldið í rétta rúma viku áður en mögulegt er að það borgi sig hreinlega að fjárfesta í einu slíku tjaldi. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Framtakssamir frumkvöðlar í ferðaþjónustu bjóða nú upp á nýstárlega þjónustu í ferðamennsku hér á landi. Hægt er að leigja gistingu í svokölluðum lúxustjöldum á tjaldsvæði í Mosfellsbæ. Kostar nóttin litlar sautján þúsund krónur en pláss er fyrir fimm í tjaldinu. Hægt er að bóka gistingu í tjöldunum á bókunarsíðunni Booking.com. Þar má sjá að inn í gjaldinu er fjallaútsýni og grillaðstaða auk þess sem að inn í tjaldinu er allt sem þarf fyrir svefninn, rúm, sængurföt og koddar. Þá geta þeir sem nýta sér gistingu nýtt sér salernis- og sturtuaðstöðu á tjaldsvæðinu en handklæði fylgja með tjaldinu. Tjaldsvæðið sem um ræðir er Mosskógar í Mossfellsdal. Staðarhaldari þar er Jón Jóhannsson og í samtali við Vísi tók hann skýrt fram að þessi þjónusta væri ekki á vegum tjaldsvæðisins. Fyrir nokkru hafi hópur manna komið með þessa hugmynd og hafi hann tekið ágætlega í hana, svo lengi sem að gjaldið fyrir gistinguna á tjaldsvæðinu yrði greitt, 1600 krónur. Þá hafi þeir samið um að starfsmenn tjaldsvæðisins myndu færa tjaldið öðru hvoru svo grasið undir myndi ekki skemmast. Hann hafi þó ekki orðið var við að neinn hafi nýtt sér þessa þjónustu enn sem komið en á Booking.com má sjá að tjaldgistingin hefur verið í boði frá 18. júlí síðastliðnum. Jón segir raunar að tjöldin aldrei verið sett upp, utan eitt skipti fyrir myndatöku en afrakstur hennar má sjá á vef Booking.com Tjöldin eru auglýst sem lúxustjöld en samkvæmt heimildum Vísis kostar eitt slíkt tjald um 129 þúsund krónur. Þarf því að bóka tjaldið í rétta rúma viku áður en mögulegt er að það borgi sig hreinlega að fjárfesta í einu slíku tjaldi.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira