Sport

Karate verður keppnisgrein á ÓL 2020

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá Norðurlandamótinu í karate sem fór fram í Danmörku í ár.
Frá Norðurlandamótinu í karate sem fór fram í Danmörku í ár. Mynd/Karatesamband Íslands
Alþjóðaólympíunefndin samþykkti í gær að bæta fimm nýjum keppnisgreinum við Ólympíuleikana sem fara fram í Tókýó árið 2020 en leikarnir verða settir í Ríó á morgun.

Forráðamenn í karate hafa lengi barist fyrir því að koma íþróttagreininni að á Ólympíuleikum og tókst það loksins í gær.

Aðrar keppnisgreinar sem voru samþykktar í gær voru hafnabolti, keppni á hjólabrettum, íþróttaklifur og keppni á brimbrettum.

Ákveðið var að keppt yrði á hjólabrettum og í íþróttaklifri í hefðbundnu umhverfi í borgunum þar sem leikarnir fara fram en ekki í sérstakri keppnishöll. Er það gert til að færa Ólympíuleikana nær ungu fólki, eins og það er orðað á heimasíðu leikanna.

Þessi viðbót mun ekki bitna á öðrum íþróttagreinum né heldur verður fjöldi íþróttamanna sem keppa í öðrum greinum fækkað til koma til móts við þessa fjölgun. Alls verðru átján greinum bætt við dagskrá leikanna og 474 íþróttamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×