Lífið

Óborganlegt atvik í kvöldfréttum RÚV - myndband

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Nokkuð skondið atvik átti sér stað í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld þegar María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttaþula, las inngang að annarri frétt fréttatíma kvöldsins.

Við hjá Lífinu viljum ekki segja of mikið en það má koma fram að lögfræðingurinn Ragnar Aðalsteinsson var staddur í myndveri vegna fyrstu fréttar kvöldsins en hún fjallaði um bréf sem lögfræðingnum þykir sanna sakleysi Sævars Cieselski sem dæmdur var fyrir morðið á Geirfinni Einarssyni fyrir hartnær fjörutíu árum.

Það getur ýmislegt gerst í beinni útsendingu eins og var raunin í kvöldfréttum en atvikið er í raun óborganlegt. Það má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.