Breski þungavigtarmeistarinn Tyson Fury er allt annað en sáttur við lyfjaeftirlitsnefndina í Bretlandi.
Í lok júní lak það í blöðin að Fury hefði fallið á lyfjaprófi. Hann neitaði umsvifalaust öllum sökum.
Smám saman hafa upplýsingar um málið lekið í fjölmiðla og Fury hefur því ákveðið að fara í mál við lyfjaeftirlitið.
Fury átti að berjast við Wladimir Klitschko í júlí en dró sig úr bardaganum vegna ökklameiðsla.
Fury varð WBA og WBO-meistari í nóvember er hann vann Klitschko.
Ætlar í mál við breska lyfjaeftirlitið
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fleiri fréttir
