Reiðir ungir karlmenn alltaf verið vandamál Snærós Sindradóttir skrifar 19. ágúst 2016 09:30 Þótt þetta sé fyrirlitin starfsstétt og allt það þá held ég að Pírataflokkurinn sé einmitt svolítill andstjórnmálaflokkur sem er kominn til að breyta því hvernig þetta virkar,“ segir Gunnar Hrafn Jónsson um það hvernig honum venst starfsheitið stjórnmálamaður. Hann var fréttamaður á RÚV í átta ár en sagði starfi sínu lausu fyrir nokkrum vikum til að taka þátt í prófkjöri Pírata. Allar skoðanakannanir benda til þess að hann verði þingmaður í haust. „Ég hef alla tíð haldið að ég yrði áfram í fjölmiðlum. Ég myndi bara deyja frá starfinu eins og margir fréttahaukar hafa gert í gegnum tíðina. Mér finnst þetta óraunverulegt en mjög gaman og skemmtileg tilfinning.“ Gunnar er samt enginn nýgræðingur í heimi stjórnmálanna en faðir hans, Jón Ormur Halldórsson, var aðstoðarmaður Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra. Móðir hans er Jónína Leósdóttir sem er eiginkona Jóhönnu Sigurðardóttur, en hún var forsætisráðherra á meðan Gunnar starfaði á fréttastofu RÚV. „Það var pínu flókið. Maður verður einhvers staðar að draga mörk. Það komu upp neyðartilvik þar sem við héldum kannski að ríkisstjórnin væri að springa tíu mínútur í fréttir og þá viðurkenni ég að maður misnotaði af og til stöðu sína og hringdi til að athuga hvort eitthvað hræðilegt væri að gerast eða ekki. En maður reyndi eftir allra fremsta mætti að bóka ekki viðtöl í fjölskylduboðum.“ Þó var passað upp á að Gunnar fjallaði ekki um málefni Jóhönnu. „Þó að ég reyndi að nálgast einhverjar upplýsingar, þá var það alltaf mjög beisik hlutir og engin skúbb eða slíkt.“Valdið til þingsins Náin tengsl Gunnars við stjórnmálin síðustu ár gerðu hann engu að síður fráhverfan þessum hefðbundnu stjórnmálaflokkum. „Í núverandi kerfi fær einhver á fjögurra ára fresti umboð til að mynda ríkisstjórn – oftast með formanni annars flokks. Þeir ákveða hverjir verða ráðherrar og þeir ráðherrar framleiða svo frumvörp á færibandi út úr ráðuneytunum. Þetta er allt mjög ógagnsætt og mjög ó-píratalegt. Frumvörpin koma ekki frá þinginu sjálfu heldur er þingið notað til að stimpla lögin eftir á. Mér finnst það vega að þingræðinu að styrkja framkvæmdarvaldið svona mikið.“ Píratar hafa sett fram nokkuð skýra sýn á hvernig þeir vilja haga stjórnkerfinu. Ráðherrar eigi ekki að sitja á þingi og eitt aðaláhersluefnið verði að klára stjórnarskrárfrumvarpið. „Ég held að það sé ljóst að við stefnum ekki á völd valdanna vegna. Við erum með ákveðin stefnumál í huga og það þyrfti að tryggja að þau mál fengju framgang. Auðvitað er alltaf nauðsynlegt að gera einhverjar málamiðlanir en við ætlum ekki að slá af málunum fyrir kosningar að minnsta kosti.“Biðlistar á geðdeild Gunnar segir að áherslumál Pírata fyrir næstu kosningar verði meðal annars að snúa við niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. „Það er alltaf deilt um hvort öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Ég held að það sé engin spurning að öryggi sjúklinga er stefnt í hættu. Það segir mér enginn að þegar fólk er látið bíða vikum saman eftir greiningu á krabbameini eða sjúkdómi deyi ekki einhverjir af þeim völdum. Ég bloggaði sjálfur um geðheilbrigðiskerfið um daginn þar sem það er mjög takmarkaður opnunartími á bráðamóttöku geðsviðs og fólki er snúið frá og látið bíða á slysamóttöku, jafnvel í geðrofi. Það getur verið stórhættulegt, lífshættulegt. Fólk hefur örugglega liðið lífs- og sálarkvalir ef ekki bara látið lífið af þessum völdum.“ Gunnar segist skeptískur á einkavæðingaráform í heilbrigðiskerfinu en ekki sé alveg einhugur um það innan Pírata. „Það er hætta á því að þegar þetta er komið í bland við aðra þjónustu þá verði í boði fimm stjörnu meðferð fyrir þá sem eiga pening og lakari heilsa og lakari lífslíkur fyrir þá sem eiga minni pening. Það er ekki samfélag sem við Íslendingar viljum búa við.“Neytti fíkniefna Sjálfur hefur Gunnar reynslu af geðheilbrigðiskerfinu, sem hann segir merkilega góða. „Ég hef verið heppinn og meðferðin sem ég hef fengið hefur heppnast. En það eru margir sem hafa gengið á milli lækna lengi og eru erfið tilfelli. Þeir fá jafnvel hvergi inni því þeir eru einhvers staðar á mörkum þess að vera fíklar eða sjúklingar. Ég hef átt vini sem hafa átt við geðrænan vanda að stríða og leiðst út í fíkniefnaneyslu og þá er þessi tvíþætti vandi orðinn mjög erfiður. Vogur er ekki í stakk búinn til að taka á móti fólki í geðrofi. Þegar ég var unglingur var ég töluvert í fíkniefnum áður en ég flutti til útlanda og skipti um félagsskap. Ég var í öllu mögulegu. Djammaði og gerði það sem fólk í kringum mig var að gera en ég festist mest í kannabisinu. Ég gat alveg hætt að djamma og fara niður í bæ en þá var maður enn með reykingarnar, að leigja spólu og vera framtakslaus. Ég held að kannabis sé ekki hættulegt flestu fólki en ég er þunglyndur að eðlisfari og það passaði ekki við minn persónuleika og dró mig frekar niður.“Sneri við blaðinu í meðferð Gunnar fór í meðferð á síðasta ári og er nú laus við öll vímuefni. „Ég held að minn veikleiki fyrir vímuefnum almennt stafi af þunglyndi. Það er oft erfitt að segja hvar byrjunin er og hvar endirinn en í mínu tilfelli var ég þunglynt barn. Með góðri hjálp og góðum læknum hefur mér tekist að vinna ótrúlega vel úr því.“ Gunnar fór í hugræna atferlismeðferð sem hefur hjálpað mikið. „Það var í kjölfarið á því sem mér fannst ég standa á krossgötum í lífinu og vilja láta til mín taka á einhverjum öðrum sviðum. Það voru svona kaflaskipti. Að vita af þeirri hækju sem áfengi er, er bara ekki gott fyrir mig. Mér er hún of hugleikin. Það hvernig maður hugsar getur oft verið sjúkdómseinkenni og hjálpar manni að greina fyrirfram hvað geta verið vandamál morgundagsins. Ég drekk ekki í dag svo að ég þurfi ekki að pæla í því á morgun. Það er betra að þurfa ekki að taka afstöðu til þess og segja bara, ég geri þetta ekki.“Afglæpavæðing nauðsynleg Píratar hafa rækilega komið umræðunni um afglæpavæðingu fíkniefna á kortið. „Við lítum á fíkniefnafíkn í raun sem heilbrigðisvandamál og ekki lögreglumál eða dómsmál. Við viljum nýta þá fjármuni sem annars fara í að eltast við einhverja smáskammta af grasi til að veita raunverulega hjálp því fólki sem þarf að losna úr viðjum fíknarinnar og viðjum þess heims sem ólögleg fíkniefnaneysla leiðir af sér. Refsistefnan gerir það að verkum að fólk lendir á jaðri samfélagsins og á erfitt uppdráttar og einangrast frá sinni fjölskyldu. Með afglæpavæðingu mætti nýta þá fjármuni sem fara í málaflokkinn miklu betur.“ Fullkomin lögleiðing fíkniefna, þar sem sala og framleiðsla er lögleg, gangi hins vegar ekki upp. „Ég er persónulega ekki fylgjandi því að eitt ríki, sérstaklega ekki lítið ríki eins og Ísland, lögleiði sölu fíkniefna. Sorrí, það er útópísk og falleg hugsun en Hollendingar lentu í því að fá fíkniefnatúrisma yfir sig. Merkilegt nokk jókst neyslan ekki á meðal Hollendinga en þeir fengu innflutt vandamál frá útlöndum í staðinn. Það er bara staðan fyrir öll ríki sem ætluðu að lögleiða fíkniefni einhliða.“ Gunnar segir sölumenn fíkniefna hafa grætt mest á bannstefnunni. „Með afglæpavæðingu væri áfram ólöglegt að framleiða og selja fíkniefni. Með því er eingöngu verið að velta ábyrgðinni af fórnarlambinu, sem er neytandinn, yfir á þann sem græðir á því. Það er ekki ósvipað og sænska leiðin í vændi. Hvernig á síðan að sjá um dreifingu og sölu fíkniefna er umræða sem við eigum eftir að taka miklu dýpra í Pírötum. Ég veit að það er fólk innan Pírata sem vill fara leiðir sem hafa verið prófaðar í Sviss og öðrum löndum og gefa fíklum fíkniefnin. Það myndi gera það að verkum að þeir þurfa ekki að standa í afbrotum. Mér finnst alveg hægt að skoða það.“Upplifði tímamót í Kína Gunnar Hrafn hætti mestu fíkniefnaneyslunni þegar hann fluttist frá vondum félagsskap til föður síns í Kína. Þar upplifði hann mikla umbrotatíma. „Þarna var kommúnisminn að mæta þessum gegndarlausu markaðsöflum. Ég var einmitt þarna þegar Ólympíuleikunum var úthlutað og það sturlaðist allt. Þetta var um miðja nótt og við heyrðum allt fara á annan endann. Menn voru að klifra yfir girðingar og lögreglan réð ekki við neitt. Svo við fórum bara út og keyrðum niður á Torg hins himneska friðar og þar var ótrúleg stemning. Þetta er svo víðfeðmt torg að það er eins og að standa á túni. Það var allt pakkað af fólki með kínverska fánann og fólk grét af gleði. Þetta voru svona tímamót að manni fannst. Kína var að stíga inn á alþjóðaviðskiptamarkaðinn og komið með alþjóðasamninga við Bandaríkin. Kína var orðið hraðast vaxandi hagkerfi heims. Þarna fannst Kínverjum þeir loksins teknir inn í alþjóðasamfélagið aftur. Ég var einmitt að stúdera stjórnmálafræði á þessum tíma og hafði mikinn áhuga á að fylgjast með þessu.“Gunnar Hrafn Jónsson setti sig í samband við hryðjuverkamenn ISIS til að dýpka skilning sinn á samtökunum þegar hann vann í erlendum fréttum á RÚV. Hann segir að í mörgum tilfellum séu þetta strákar sem upplifi sig á skjön við samfélagið. Fréttablaðið/StefánÁ spjalli við hryðjuverkamenn Sem fréttamaður á RÚV varði Gunnar mestum tíma í erlendar fréttir. Þegar fréttir fóru að berast af voðaverkum ISIS í Sýrlandi og víðar varð hann forvitinn og setti sig í samband við virka félaga samtakanna. „Mér finnst aldrei gott að skrifa frétt um eitthvað sem ég skil ekki sjálfur þannig að ég fór að fylgjast betur með þessum Twitter-reikningum sem CNN og fleiri voru að vitna í, fylgjast með hvað þeir voru að segja og hverjir voru að fylgja þeim, og þannig gat ég rakið slóðina þar til maður er kominn með ágætis hóp af nokkur hundruð vitleysingum sem eru herskáir íslamistar og styðja samtökin með einum eða öðrum hætti. Þegar ég var kominn með það gat ég farið að senda þeim bein skilaboð, fá þá til að fylgjast með mér og reyna að fá frekari upplýsingar.“ Fljótlega eftir fyrstu kynni vildu mennirnir skipta yfir í önnur og öruggari samskiptaform, meðal annars á Tor-vefnum, eða dulda vefnum þar sem nafnleysi og órekjanleiki eru helstu kostirnir. Þeir sem ég talaði við voru flestir af annarri eða þriðju kynslóð innflytjenda. Þeir sem töluðu á annað borð ensku voru líklegastir til að koma frá Vesturlöndum og voru þá í einhvers konar uppreisn gegn foreldrum sínum sem höfðu flutt til Vesturlanda. Foreldrarnir voru yfirleitt frekar veraldlega þenkjandi og hugsuðu um að vinna baki brotnu til að setja upp framtíð fyrir fjölskyldu sína. Þetta eru afkomendur þessa fólks sem hafa orðið fyrir aðkasti og finna að þeir hafa minni möguleika í samfélaginu en aðrir.“Ekki höfuðlaus her „Þeim er yfirleitt lofað að handan við hornið verði þetta miklu betra. Nú þurfi þeir að berjast svolítið, sýna hvað í þeim býr áður en þeir geti orðið hetjur. Þau skipti sem ég var að tala við fólk var það ekki á vígstöðvunum heldur í pásu. Og þeir sem ég talaði við voru margir ekki í Sýrlandi heldur í nágrannalöndum að styðja ISIS þaðan. En þeir sem voru raunverulega í ríki íslams eða Íslamska ríkinu, yfirráðasvæði þeirra, voru meira eða minna í fríi frá bardögum þegar þeir gátu talað.“ Mennirnir vissu fljótlega að Gunnar væri blaðamaður. „Ég gerði þeim ljóst að ef ég fengi trúverðugar upplýsingar frá fleirum en einum stað, sem ég gæti staðfest, þá myndi ég birta þær. Ég fékk ýmislegt áhugavert frá þeim í sambandi við stöðu mála hvern dag, bardaga um héröð, sem svo birtist kannski tveimur tímum síðar í áróðursriti frá þeim. Þetta var smá forskot á það sem þeir voru að gefa út.“ Tilfinning margra er að ISIS sé að einhverju leyti höfuðlaus her. Hryðjuverkamenn í Evrópu virðast sumir hverjir heita hollustu sinni við samtökin en ekki hafa bein tengsl við þau. „Erlendu árásirnar eru formlega undir manni sem heitir Abu Mohammad al-Adnani og er áróðursmeistari ISIS. Það segir mikið að hann er bæði áróðursmeistari og stýrir árásum á erlendri grundu. Þetta skarast, því að mikið af áróðri þeirra gengur út á að fremja hryðjuverk í þeirra nafni. Það þurfi ekkert að hafa samband við þá því að það geri þeim bara erfiðara fyrir. Ef þú ert í samskiptum við þá áttu alltaf á hættu að lenda á svörtum lista. Ég veit til dæmis ekki hvort ég kemst til Bandaríkjanna.“Hversdagsleiki illskunnar Rannsóknir Gunnars leiddu þó í ljós að í grunninn er líka um ákveðinn hallærisskap að ræða. „Þeir eru að tuða yfir að einhver batterí í sprengjunum þeirra virki ekki og samtalið þeirra er oft praktískt. Ein greinin hét „How to make a bomb in the kitchen of your mom“. Önnur fjallaði um það hvað þú ættir að gera ef vinir þínir sprengja sig í loft upp og hét „Don‘t be sad, carry on“. Þetta er svona sálfræðipepp til hryðjuverkamanna. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bara fólk. Ef maður les dagbækur Osama bin Laden er hann oft að skrifast á við undirmenn sína um einhver tékkhefti.“ Bandarískir sérfræðingar sem Gunnar hefur talað við segi að ungu mennirnir sem gangi til liðs við hryðjuverkasamtök á borð við ISIS séu fylgjendur en ekki leiðtogar í eðli sínu. „Það er vanmetið hvað ungir karlmenn eru herskáir. Alveg sama hvert þú ferð í sögunni eða heiminum þá eru það ungir karlmenn sem eru að grípa til vopna gegn öðrum og fremja hryðjuverk. Þetta er af einhverjum ástæðum sá samfélagshópur sem virðist vera hægt að etja út í vitleysu frekar en annað fólk. Við hefðum ekki haft stríð eða herskyldu í gegn um tíðina ef svo væri ekki. Þetta er mjög sorglegt og áhugavert mál á sama tíma. Ef maður ætlar að fara út í sófafræðipælingar þá er árásargirnin í ungum karldýrum ekkert óþekkt í náttúrunni. Eins og ég talaði um áðan lenti ég í fíkniefnaneyslu og slæmum félagsskap þegar ég var unglingur. Var þunglyndur og hafði lent í áföllum í æsku sem ég hafði ekki unnið úr. Það er þess vegna sem ég skil að einhverju leyti unga sturlaða karlmenn á stríðshrjáðum svæðum. Það er einhver rosaleg reiði sem býr innra með manni á þessum aldri. Hormónarnir flæða og maður veit ekki hver maður er.“Utanríkismál hugðarefni Gunnar hefur mestan áhuga á utanríkismálum og sér fyrir sér að setjast jafnvel í utanríkismálanefnd Alþingis, fari kosningar eins og skoðanakannanir gera ráð fyrir. „Það sem mér finnst fyrst og fremst bagalegt við íslenska utanríkisstefnu er að hún virðist ekki vera til staðar sem heildstætt plagg. Við erum yfirleitt að spyrja Bandaríkjamenn og Norðurlandaþjóðirnar hvað þeir vilja og svo ákveðum við með hverjum við viljum vera. Við erum yfirleitt ekki að taka afstöðu til málanna beinlínis heldur frekar hver er að leggja þau fram. Ég myndi vilja skoða það ferli og vera með einhvers konar prinsipp. Segjum að það yrði annað árásarstríð sem NATO myndi lýsa yfir. Þá myndum við ekki gúddera það sem beiðni frá Bandaríkjamönnum heldur myndum við taka það efnislega fyrir óháð því hvað Bandaríkjamenn gera.“ Viðtalið birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Þótt þetta sé fyrirlitin starfsstétt og allt það þá held ég að Pírataflokkurinn sé einmitt svolítill andstjórnmálaflokkur sem er kominn til að breyta því hvernig þetta virkar,“ segir Gunnar Hrafn Jónsson um það hvernig honum venst starfsheitið stjórnmálamaður. Hann var fréttamaður á RÚV í átta ár en sagði starfi sínu lausu fyrir nokkrum vikum til að taka þátt í prófkjöri Pírata. Allar skoðanakannanir benda til þess að hann verði þingmaður í haust. „Ég hef alla tíð haldið að ég yrði áfram í fjölmiðlum. Ég myndi bara deyja frá starfinu eins og margir fréttahaukar hafa gert í gegnum tíðina. Mér finnst þetta óraunverulegt en mjög gaman og skemmtileg tilfinning.“ Gunnar er samt enginn nýgræðingur í heimi stjórnmálanna en faðir hans, Jón Ormur Halldórsson, var aðstoðarmaður Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra. Móðir hans er Jónína Leósdóttir sem er eiginkona Jóhönnu Sigurðardóttur, en hún var forsætisráðherra á meðan Gunnar starfaði á fréttastofu RÚV. „Það var pínu flókið. Maður verður einhvers staðar að draga mörk. Það komu upp neyðartilvik þar sem við héldum kannski að ríkisstjórnin væri að springa tíu mínútur í fréttir og þá viðurkenni ég að maður misnotaði af og til stöðu sína og hringdi til að athuga hvort eitthvað hræðilegt væri að gerast eða ekki. En maður reyndi eftir allra fremsta mætti að bóka ekki viðtöl í fjölskylduboðum.“ Þó var passað upp á að Gunnar fjallaði ekki um málefni Jóhönnu. „Þó að ég reyndi að nálgast einhverjar upplýsingar, þá var það alltaf mjög beisik hlutir og engin skúbb eða slíkt.“Valdið til þingsins Náin tengsl Gunnars við stjórnmálin síðustu ár gerðu hann engu að síður fráhverfan þessum hefðbundnu stjórnmálaflokkum. „Í núverandi kerfi fær einhver á fjögurra ára fresti umboð til að mynda ríkisstjórn – oftast með formanni annars flokks. Þeir ákveða hverjir verða ráðherrar og þeir ráðherrar framleiða svo frumvörp á færibandi út úr ráðuneytunum. Þetta er allt mjög ógagnsætt og mjög ó-píratalegt. Frumvörpin koma ekki frá þinginu sjálfu heldur er þingið notað til að stimpla lögin eftir á. Mér finnst það vega að þingræðinu að styrkja framkvæmdarvaldið svona mikið.“ Píratar hafa sett fram nokkuð skýra sýn á hvernig þeir vilja haga stjórnkerfinu. Ráðherrar eigi ekki að sitja á þingi og eitt aðaláhersluefnið verði að klára stjórnarskrárfrumvarpið. „Ég held að það sé ljóst að við stefnum ekki á völd valdanna vegna. Við erum með ákveðin stefnumál í huga og það þyrfti að tryggja að þau mál fengju framgang. Auðvitað er alltaf nauðsynlegt að gera einhverjar málamiðlanir en við ætlum ekki að slá af málunum fyrir kosningar að minnsta kosti.“Biðlistar á geðdeild Gunnar segir að áherslumál Pírata fyrir næstu kosningar verði meðal annars að snúa við niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. „Það er alltaf deilt um hvort öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Ég held að það sé engin spurning að öryggi sjúklinga er stefnt í hættu. Það segir mér enginn að þegar fólk er látið bíða vikum saman eftir greiningu á krabbameini eða sjúkdómi deyi ekki einhverjir af þeim völdum. Ég bloggaði sjálfur um geðheilbrigðiskerfið um daginn þar sem það er mjög takmarkaður opnunartími á bráðamóttöku geðsviðs og fólki er snúið frá og látið bíða á slysamóttöku, jafnvel í geðrofi. Það getur verið stórhættulegt, lífshættulegt. Fólk hefur örugglega liðið lífs- og sálarkvalir ef ekki bara látið lífið af þessum völdum.“ Gunnar segist skeptískur á einkavæðingaráform í heilbrigðiskerfinu en ekki sé alveg einhugur um það innan Pírata. „Það er hætta á því að þegar þetta er komið í bland við aðra þjónustu þá verði í boði fimm stjörnu meðferð fyrir þá sem eiga pening og lakari heilsa og lakari lífslíkur fyrir þá sem eiga minni pening. Það er ekki samfélag sem við Íslendingar viljum búa við.“Neytti fíkniefna Sjálfur hefur Gunnar reynslu af geðheilbrigðiskerfinu, sem hann segir merkilega góða. „Ég hef verið heppinn og meðferðin sem ég hef fengið hefur heppnast. En það eru margir sem hafa gengið á milli lækna lengi og eru erfið tilfelli. Þeir fá jafnvel hvergi inni því þeir eru einhvers staðar á mörkum þess að vera fíklar eða sjúklingar. Ég hef átt vini sem hafa átt við geðrænan vanda að stríða og leiðst út í fíkniefnaneyslu og þá er þessi tvíþætti vandi orðinn mjög erfiður. Vogur er ekki í stakk búinn til að taka á móti fólki í geðrofi. Þegar ég var unglingur var ég töluvert í fíkniefnum áður en ég flutti til útlanda og skipti um félagsskap. Ég var í öllu mögulegu. Djammaði og gerði það sem fólk í kringum mig var að gera en ég festist mest í kannabisinu. Ég gat alveg hætt að djamma og fara niður í bæ en þá var maður enn með reykingarnar, að leigja spólu og vera framtakslaus. Ég held að kannabis sé ekki hættulegt flestu fólki en ég er þunglyndur að eðlisfari og það passaði ekki við minn persónuleika og dró mig frekar niður.“Sneri við blaðinu í meðferð Gunnar fór í meðferð á síðasta ári og er nú laus við öll vímuefni. „Ég held að minn veikleiki fyrir vímuefnum almennt stafi af þunglyndi. Það er oft erfitt að segja hvar byrjunin er og hvar endirinn en í mínu tilfelli var ég þunglynt barn. Með góðri hjálp og góðum læknum hefur mér tekist að vinna ótrúlega vel úr því.“ Gunnar fór í hugræna atferlismeðferð sem hefur hjálpað mikið. „Það var í kjölfarið á því sem mér fannst ég standa á krossgötum í lífinu og vilja láta til mín taka á einhverjum öðrum sviðum. Það voru svona kaflaskipti. Að vita af þeirri hækju sem áfengi er, er bara ekki gott fyrir mig. Mér er hún of hugleikin. Það hvernig maður hugsar getur oft verið sjúkdómseinkenni og hjálpar manni að greina fyrirfram hvað geta verið vandamál morgundagsins. Ég drekk ekki í dag svo að ég þurfi ekki að pæla í því á morgun. Það er betra að þurfa ekki að taka afstöðu til þess og segja bara, ég geri þetta ekki.“Afglæpavæðing nauðsynleg Píratar hafa rækilega komið umræðunni um afglæpavæðingu fíkniefna á kortið. „Við lítum á fíkniefnafíkn í raun sem heilbrigðisvandamál og ekki lögreglumál eða dómsmál. Við viljum nýta þá fjármuni sem annars fara í að eltast við einhverja smáskammta af grasi til að veita raunverulega hjálp því fólki sem þarf að losna úr viðjum fíknarinnar og viðjum þess heims sem ólögleg fíkniefnaneysla leiðir af sér. Refsistefnan gerir það að verkum að fólk lendir á jaðri samfélagsins og á erfitt uppdráttar og einangrast frá sinni fjölskyldu. Með afglæpavæðingu mætti nýta þá fjármuni sem fara í málaflokkinn miklu betur.“ Fullkomin lögleiðing fíkniefna, þar sem sala og framleiðsla er lögleg, gangi hins vegar ekki upp. „Ég er persónulega ekki fylgjandi því að eitt ríki, sérstaklega ekki lítið ríki eins og Ísland, lögleiði sölu fíkniefna. Sorrí, það er útópísk og falleg hugsun en Hollendingar lentu í því að fá fíkniefnatúrisma yfir sig. Merkilegt nokk jókst neyslan ekki á meðal Hollendinga en þeir fengu innflutt vandamál frá útlöndum í staðinn. Það er bara staðan fyrir öll ríki sem ætluðu að lögleiða fíkniefni einhliða.“ Gunnar segir sölumenn fíkniefna hafa grætt mest á bannstefnunni. „Með afglæpavæðingu væri áfram ólöglegt að framleiða og selja fíkniefni. Með því er eingöngu verið að velta ábyrgðinni af fórnarlambinu, sem er neytandinn, yfir á þann sem græðir á því. Það er ekki ósvipað og sænska leiðin í vændi. Hvernig á síðan að sjá um dreifingu og sölu fíkniefna er umræða sem við eigum eftir að taka miklu dýpra í Pírötum. Ég veit að það er fólk innan Pírata sem vill fara leiðir sem hafa verið prófaðar í Sviss og öðrum löndum og gefa fíklum fíkniefnin. Það myndi gera það að verkum að þeir þurfa ekki að standa í afbrotum. Mér finnst alveg hægt að skoða það.“Upplifði tímamót í Kína Gunnar Hrafn hætti mestu fíkniefnaneyslunni þegar hann fluttist frá vondum félagsskap til föður síns í Kína. Þar upplifði hann mikla umbrotatíma. „Þarna var kommúnisminn að mæta þessum gegndarlausu markaðsöflum. Ég var einmitt þarna þegar Ólympíuleikunum var úthlutað og það sturlaðist allt. Þetta var um miðja nótt og við heyrðum allt fara á annan endann. Menn voru að klifra yfir girðingar og lögreglan réð ekki við neitt. Svo við fórum bara út og keyrðum niður á Torg hins himneska friðar og þar var ótrúleg stemning. Þetta er svo víðfeðmt torg að það er eins og að standa á túni. Það var allt pakkað af fólki með kínverska fánann og fólk grét af gleði. Þetta voru svona tímamót að manni fannst. Kína var að stíga inn á alþjóðaviðskiptamarkaðinn og komið með alþjóðasamninga við Bandaríkin. Kína var orðið hraðast vaxandi hagkerfi heims. Þarna fannst Kínverjum þeir loksins teknir inn í alþjóðasamfélagið aftur. Ég var einmitt að stúdera stjórnmálafræði á þessum tíma og hafði mikinn áhuga á að fylgjast með þessu.“Gunnar Hrafn Jónsson setti sig í samband við hryðjuverkamenn ISIS til að dýpka skilning sinn á samtökunum þegar hann vann í erlendum fréttum á RÚV. Hann segir að í mörgum tilfellum séu þetta strákar sem upplifi sig á skjön við samfélagið. Fréttablaðið/StefánÁ spjalli við hryðjuverkamenn Sem fréttamaður á RÚV varði Gunnar mestum tíma í erlendar fréttir. Þegar fréttir fóru að berast af voðaverkum ISIS í Sýrlandi og víðar varð hann forvitinn og setti sig í samband við virka félaga samtakanna. „Mér finnst aldrei gott að skrifa frétt um eitthvað sem ég skil ekki sjálfur þannig að ég fór að fylgjast betur með þessum Twitter-reikningum sem CNN og fleiri voru að vitna í, fylgjast með hvað þeir voru að segja og hverjir voru að fylgja þeim, og þannig gat ég rakið slóðina þar til maður er kominn með ágætis hóp af nokkur hundruð vitleysingum sem eru herskáir íslamistar og styðja samtökin með einum eða öðrum hætti. Þegar ég var kominn með það gat ég farið að senda þeim bein skilaboð, fá þá til að fylgjast með mér og reyna að fá frekari upplýsingar.“ Fljótlega eftir fyrstu kynni vildu mennirnir skipta yfir í önnur og öruggari samskiptaform, meðal annars á Tor-vefnum, eða dulda vefnum þar sem nafnleysi og órekjanleiki eru helstu kostirnir. Þeir sem ég talaði við voru flestir af annarri eða þriðju kynslóð innflytjenda. Þeir sem töluðu á annað borð ensku voru líklegastir til að koma frá Vesturlöndum og voru þá í einhvers konar uppreisn gegn foreldrum sínum sem höfðu flutt til Vesturlanda. Foreldrarnir voru yfirleitt frekar veraldlega þenkjandi og hugsuðu um að vinna baki brotnu til að setja upp framtíð fyrir fjölskyldu sína. Þetta eru afkomendur þessa fólks sem hafa orðið fyrir aðkasti og finna að þeir hafa minni möguleika í samfélaginu en aðrir.“Ekki höfuðlaus her „Þeim er yfirleitt lofað að handan við hornið verði þetta miklu betra. Nú þurfi þeir að berjast svolítið, sýna hvað í þeim býr áður en þeir geti orðið hetjur. Þau skipti sem ég var að tala við fólk var það ekki á vígstöðvunum heldur í pásu. Og þeir sem ég talaði við voru margir ekki í Sýrlandi heldur í nágrannalöndum að styðja ISIS þaðan. En þeir sem voru raunverulega í ríki íslams eða Íslamska ríkinu, yfirráðasvæði þeirra, voru meira eða minna í fríi frá bardögum þegar þeir gátu talað.“ Mennirnir vissu fljótlega að Gunnar væri blaðamaður. „Ég gerði þeim ljóst að ef ég fengi trúverðugar upplýsingar frá fleirum en einum stað, sem ég gæti staðfest, þá myndi ég birta þær. Ég fékk ýmislegt áhugavert frá þeim í sambandi við stöðu mála hvern dag, bardaga um héröð, sem svo birtist kannski tveimur tímum síðar í áróðursriti frá þeim. Þetta var smá forskot á það sem þeir voru að gefa út.“ Tilfinning margra er að ISIS sé að einhverju leyti höfuðlaus her. Hryðjuverkamenn í Evrópu virðast sumir hverjir heita hollustu sinni við samtökin en ekki hafa bein tengsl við þau. „Erlendu árásirnar eru formlega undir manni sem heitir Abu Mohammad al-Adnani og er áróðursmeistari ISIS. Það segir mikið að hann er bæði áróðursmeistari og stýrir árásum á erlendri grundu. Þetta skarast, því að mikið af áróðri þeirra gengur út á að fremja hryðjuverk í þeirra nafni. Það þurfi ekkert að hafa samband við þá því að það geri þeim bara erfiðara fyrir. Ef þú ert í samskiptum við þá áttu alltaf á hættu að lenda á svörtum lista. Ég veit til dæmis ekki hvort ég kemst til Bandaríkjanna.“Hversdagsleiki illskunnar Rannsóknir Gunnars leiddu þó í ljós að í grunninn er líka um ákveðinn hallærisskap að ræða. „Þeir eru að tuða yfir að einhver batterí í sprengjunum þeirra virki ekki og samtalið þeirra er oft praktískt. Ein greinin hét „How to make a bomb in the kitchen of your mom“. Önnur fjallaði um það hvað þú ættir að gera ef vinir þínir sprengja sig í loft upp og hét „Don‘t be sad, carry on“. Þetta er svona sálfræðipepp til hryðjuverkamanna. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bara fólk. Ef maður les dagbækur Osama bin Laden er hann oft að skrifast á við undirmenn sína um einhver tékkhefti.“ Bandarískir sérfræðingar sem Gunnar hefur talað við segi að ungu mennirnir sem gangi til liðs við hryðjuverkasamtök á borð við ISIS séu fylgjendur en ekki leiðtogar í eðli sínu. „Það er vanmetið hvað ungir karlmenn eru herskáir. Alveg sama hvert þú ferð í sögunni eða heiminum þá eru það ungir karlmenn sem eru að grípa til vopna gegn öðrum og fremja hryðjuverk. Þetta er af einhverjum ástæðum sá samfélagshópur sem virðist vera hægt að etja út í vitleysu frekar en annað fólk. Við hefðum ekki haft stríð eða herskyldu í gegn um tíðina ef svo væri ekki. Þetta er mjög sorglegt og áhugavert mál á sama tíma. Ef maður ætlar að fara út í sófafræðipælingar þá er árásargirnin í ungum karldýrum ekkert óþekkt í náttúrunni. Eins og ég talaði um áðan lenti ég í fíkniefnaneyslu og slæmum félagsskap þegar ég var unglingur. Var þunglyndur og hafði lent í áföllum í æsku sem ég hafði ekki unnið úr. Það er þess vegna sem ég skil að einhverju leyti unga sturlaða karlmenn á stríðshrjáðum svæðum. Það er einhver rosaleg reiði sem býr innra með manni á þessum aldri. Hormónarnir flæða og maður veit ekki hver maður er.“Utanríkismál hugðarefni Gunnar hefur mestan áhuga á utanríkismálum og sér fyrir sér að setjast jafnvel í utanríkismálanefnd Alþingis, fari kosningar eins og skoðanakannanir gera ráð fyrir. „Það sem mér finnst fyrst og fremst bagalegt við íslenska utanríkisstefnu er að hún virðist ekki vera til staðar sem heildstætt plagg. Við erum yfirleitt að spyrja Bandaríkjamenn og Norðurlandaþjóðirnar hvað þeir vilja og svo ákveðum við með hverjum við viljum vera. Við erum yfirleitt ekki að taka afstöðu til málanna beinlínis heldur frekar hver er að leggja þau fram. Ég myndi vilja skoða það ferli og vera með einhvers konar prinsipp. Segjum að það yrði annað árásarstríð sem NATO myndi lýsa yfir. Þá myndum við ekki gúddera það sem beiðni frá Bandaríkjamönnum heldur myndum við taka það efnislega fyrir óháð því hvað Bandaríkjamenn gera.“ Viðtalið birtist í Fréttablaðinu
Föstudagsviðtalið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira