Trump vill Kalda stríðs kannanir Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. ágúst 2016 07:00 Donald Trump í ræðustól í Ohio á mánudag. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. Hann líkti þessu við „hugmyndafræðilega bakgrunnskönnun” sem stunduð var í Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins, en sagðist sjálfur kalla þetta öfgakönnun. „Við ættum ekki að hleypa neinum inn í landið nema þeim sem aðhyllast gildismat okkar,” sagði hann í ræðu á mánudag þar sem hann gerði grein fyrir áformum sínum um að loka landinu fyrir öllu fólki, sem hugsanlega gæti reynst hættulegt. „Strax og ég tek við embætti þá mun ég biðja utanríkisráðuneytið og heimavarnaráðuneytið um að gera lista yfir þau svæði, þar sem ekki er hægt að kanna einstaklinga nægilega vel,” sagði Trump í ræðu sinni. „Við munum hætta að afgreiða vegabréfsáritanir frá þessum svæðum þangað til ætla má að það verði óhætt í ljósi nýrra aðstæðna eða nýrra aðferða.” Í leiðara bandaríska dagblaðsins The New York Times segir að ræðan hafi átt að sýna hve vel Trump sé í stakk búinn til að stjórna landinu. Honum hafi hins vegar ekki tekist vel upp: „Ræðan var langt frá því að vera skýr greining á þeirri ógn sem stafar af íslömskum öfgamönnum og hugsanleg áætlun um aðgerðir, heldur var hún samsafn af ruglingslegum og tilviljanakenndum hugmyndum sem sýndu ekki mikinn skilning á uppgangi Íslamska ríkisins og rákust oft á við sögulegar staðreyndir,” segir í leiðaranum. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. Hann líkti þessu við „hugmyndafræðilega bakgrunnskönnun” sem stunduð var í Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins, en sagðist sjálfur kalla þetta öfgakönnun. „Við ættum ekki að hleypa neinum inn í landið nema þeim sem aðhyllast gildismat okkar,” sagði hann í ræðu á mánudag þar sem hann gerði grein fyrir áformum sínum um að loka landinu fyrir öllu fólki, sem hugsanlega gæti reynst hættulegt. „Strax og ég tek við embætti þá mun ég biðja utanríkisráðuneytið og heimavarnaráðuneytið um að gera lista yfir þau svæði, þar sem ekki er hægt að kanna einstaklinga nægilega vel,” sagði Trump í ræðu sinni. „Við munum hætta að afgreiða vegabréfsáritanir frá þessum svæðum þangað til ætla má að það verði óhætt í ljósi nýrra aðstæðna eða nýrra aðferða.” Í leiðara bandaríska dagblaðsins The New York Times segir að ræðan hafi átt að sýna hve vel Trump sé í stakk búinn til að stjórna landinu. Honum hafi hins vegar ekki tekist vel upp: „Ræðan var langt frá því að vera skýr greining á þeirri ógn sem stafar af íslömskum öfgamönnum og hugsanleg áætlun um aðgerðir, heldur var hún samsafn af ruglingslegum og tilviljanakenndum hugmyndum sem sýndu ekki mikinn skilning á uppgangi Íslamska ríkisins og rákust oft á við sögulegar staðreyndir,” segir í leiðaranum.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira