Ekki einhugur innan stjórnar með frumvarp Illuga um breytingar á LÍN Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra mun mæla fyrir breytingum á Lánasjóði íslenskra námsmanna í þinginu í dag. Stjórnarandstaðan mun berjast gegn breytingum og ekki er einhugur innan Framsóknar um frumvarpið. Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í menntamálanefnd þingsins, segist vera sáttur við margt en alls ekki allt. „Við þurfum að skoða hvort kerfið búi til ójafnræði milli einstaklinga eftir því hvaðan þeir koma. Einstaklingar í foreldrahúsum á höfuðborgarsvæðinu koma betur út úr þessu en þeir sem þurfa að flytjast búferlum til að mynda. Einnig er ég ósáttur við að verið sé að setja námsmenn inn í verðtryggt umhverfi þegar við viljum banna það í húsnæðismálum,“ segir Haraldur.vísir/ernir„Ég mun kalla eftir breytingum á frumvarpinu því við þurfum að laga þetta.“ Bjarkey Gunnarsdóttir, þingkona VG í allsherjar- og menntamálanefnd segir ólíklegt að frumvarpið verði klárað á þessu þingi. „Það er alveg ljóst að þetta eru stórar breytingar í kerfinu og því þurfum við að vanda okkur við lagasetninguna. Sá stutti tími sem eftir er af þessu þingi er líklega ekki nægur. Það er ekki sátt um málið og ef afgreiða á það í sátt þá þarf að gefa meiri tíma í svona stórt mál,“ segir Bjarkey.Líneik Anna SævarsdóttirLíneik Anna Sævarsdóttir, annar varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir margt gott í frumvarpinu en annað þurfi að skoða. Hún segir samfélagið ekki komið á þann stað að hægt sé að afnema verðtryggingu af námslánum þó unnið sé að því að draga úr vægi hennar í húsnæðismálum. „Auðvitað er þetta eitthvað sem við munum skoða en ég held að við séum ekki komin þangað sem samfélag.“ Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra mun mæla fyrir breytingum á Lánasjóði íslenskra námsmanna í þinginu í dag. Stjórnarandstaðan mun berjast gegn breytingum og ekki er einhugur innan Framsóknar um frumvarpið. Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í menntamálanefnd þingsins, segist vera sáttur við margt en alls ekki allt. „Við þurfum að skoða hvort kerfið búi til ójafnræði milli einstaklinga eftir því hvaðan þeir koma. Einstaklingar í foreldrahúsum á höfuðborgarsvæðinu koma betur út úr þessu en þeir sem þurfa að flytjast búferlum til að mynda. Einnig er ég ósáttur við að verið sé að setja námsmenn inn í verðtryggt umhverfi þegar við viljum banna það í húsnæðismálum,“ segir Haraldur.vísir/ernir„Ég mun kalla eftir breytingum á frumvarpinu því við þurfum að laga þetta.“ Bjarkey Gunnarsdóttir, þingkona VG í allsherjar- og menntamálanefnd segir ólíklegt að frumvarpið verði klárað á þessu þingi. „Það er alveg ljóst að þetta eru stórar breytingar í kerfinu og því þurfum við að vanda okkur við lagasetninguna. Sá stutti tími sem eftir er af þessu þingi er líklega ekki nægur. Það er ekki sátt um málið og ef afgreiða á það í sátt þá þarf að gefa meiri tíma í svona stórt mál,“ segir Bjarkey.Líneik Anna SævarsdóttirLíneik Anna Sævarsdóttir, annar varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir margt gott í frumvarpinu en annað þurfi að skoða. Hún segir samfélagið ekki komið á þann stað að hægt sé að afnema verðtryggingu af námslánum þó unnið sé að því að draga úr vægi hennar í húsnæðismálum. „Auðvitað er þetta eitthvað sem við munum skoða en ég held að við séum ekki komin þangað sem samfélag.“
Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira