Tekist á strax á fyrsta degi Alþingis Snærós Sindradóttir skrifar 16. ágúst 2016 06:00 Alþingi kom saman í dag á þingfund fyrir það sem verður eitt stysta þing í sögunni. vísir/anton brink Það var tekist á um ræðu forsætisráðherra þegar þing kom aftur saman í gær eftir sumarfrí. Í ræðu sinni sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra að engin trygging væri fyrir góðum horfum í efnahagsmálum. Þar skipti helst máli hver væri við stjórnvölinn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði forsætisráðherra sleppa því að minnast á hátt vaxtastig Seðlabankans sem nú eru 5,75 prósent og sagði hún aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa einkennst af því að passa upp á hina efnameiri og nefndi lækkun veiðigjalda á stórútgerðina í því samhengi. Þessu svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og var mikið niðri fyrir. „Menn nefna veiðigjöldin. Staðreyndin er sú að þessi ríkisstjórn hefur tekið á annan tug milljarða í veiðigjöld umfram það sem ríkisstjórn vinstri flokkanna gerði í fjögur ár.“ Þá var hart tekist á í óundirbúnum fyrirspurnatíma ráðherra en þar beindi Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, þeirri fyrirspurn til forsætisráðherra hvort hann gerði sér grein fyrir því að þeir tekjuhærri og þeir sem skulda mest hafi komið betur út úr skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi sagði sögunni snúið á haus, að aðgerðin hafi tekist afburðavel og benti á að eignir fólks í eigin húsnæði hafi vaxið um 45 prósentustig á starfstíma ríkisstjórnarinnar. „Hver vildi ekki frekar vera í þeim sporum að eiga stærri hlut í sínu eigin húsnæði og borga minna til bankanna en að þurfa að treysta á að ríkið komi með vaxtabætur til að viðhalda þeirri snöru sem bankakerfið og kerfið sem slíkt býr við hefur búið til?“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Sjá meira
Það var tekist á um ræðu forsætisráðherra þegar þing kom aftur saman í gær eftir sumarfrí. Í ræðu sinni sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra að engin trygging væri fyrir góðum horfum í efnahagsmálum. Þar skipti helst máli hver væri við stjórnvölinn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði forsætisráðherra sleppa því að minnast á hátt vaxtastig Seðlabankans sem nú eru 5,75 prósent og sagði hún aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa einkennst af því að passa upp á hina efnameiri og nefndi lækkun veiðigjalda á stórútgerðina í því samhengi. Þessu svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og var mikið niðri fyrir. „Menn nefna veiðigjöldin. Staðreyndin er sú að þessi ríkisstjórn hefur tekið á annan tug milljarða í veiðigjöld umfram það sem ríkisstjórn vinstri flokkanna gerði í fjögur ár.“ Þá var hart tekist á í óundirbúnum fyrirspurnatíma ráðherra en þar beindi Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, þeirri fyrirspurn til forsætisráðherra hvort hann gerði sér grein fyrir því að þeir tekjuhærri og þeir sem skulda mest hafi komið betur út úr skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi sagði sögunni snúið á haus, að aðgerðin hafi tekist afburðavel og benti á að eignir fólks í eigin húsnæði hafi vaxið um 45 prósentustig á starfstíma ríkisstjórnarinnar. „Hver vildi ekki frekar vera í þeim sporum að eiga stærri hlut í sínu eigin húsnæði og borga minna til bankanna en að þurfa að treysta á að ríkið komi með vaxtabætur til að viðhalda þeirri snöru sem bankakerfið og kerfið sem slíkt býr við hefur búið til?“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Sjá meira