Stefnt að því að þeim fjölgi sem búa í eigin húsnæði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2016 14:25 Bjarni og Sigurður Ingi á kynningunni fyrr í dag. vísir/gva „Á síðustu tíu árum hefur þeim stórlega fækkað sem búa í eigin húsnæði. Við þessu er verið að bregðast með þeirri aðgerð sem nú er kynnt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar verkefnið Fyrsta fasteign var kynnt. Forsætisráðherra hafði áður kallað verkefnið „rökrétt framhald leiðréttingarinnar“. Í upphafi máls síns rak Bjarni hvernig skuldir heimilanna hefðu verið sjálfstætt efnahagslegt vandamál þegar stjórnin tók við. Þá námu þær um 120 prósentum af landsframleiðslu en nú hafa þær lækkað niður í tæplega níutíu prósent. „Með ýmsum áherslum og annarri jákvæðari þróun, getu fyrirtækja landsins til að greiða hærri laun, lægri verðbólgu og auknum krafti í efnhagslífinu, hefur þessi mynd gjörbreyst. Skuldir heimilanna eru nú lægri en þær voru fyrir síðustu aldamót,“ sagði Bjarni. Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. Með því verður fólki, sem ekki hefur átt fasteign áður, gert kleift að nýta séreignarsparnað sinn í áratug til söfnunar eigin fjá, niðurgreiðslu höfuðstóls eða lækkunar greiðslubyrðar fasteignaveðlána við fyrstu kaup. Að auki verður séreignarsparnaðarleiðin, sem kynnt var samhliða leiðréttingunni, framlengd um tvö ár. „Á fjórða tug þúsunda nýta sér úrræðið nú þegar til að lækka höfuðstól skulda sinna. Aðrir nota úrræðið til að spara og byggja upp höfuðstól. Úrræðið er tímabundin framlenging en síðar hugsað sem framtíðar fyrirkomulag til að byggja upp höfuðstól,“ sagði Bjarni. Hann bætti því við að hár höfuðstóll væri ein helsta fyrirstaða þess að fólk komist inn á fasteignamarkað. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, sagði að eitt markmiða frumvarpsins væri að gera aðra möguleika en verðtryggð lán fýsilegan kost. Með því móti væri verið að draga úr vægi verðtryggðra húsnæðislána hér á landi. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni.Kynningu ríkisstjórnarinnar frá því á fundinum í dag má sjá hér að neðan (PDF). Alþingi Tengdar fréttir Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Sjá meira
„Á síðustu tíu árum hefur þeim stórlega fækkað sem búa í eigin húsnæði. Við þessu er verið að bregðast með þeirri aðgerð sem nú er kynnt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar verkefnið Fyrsta fasteign var kynnt. Forsætisráðherra hafði áður kallað verkefnið „rökrétt framhald leiðréttingarinnar“. Í upphafi máls síns rak Bjarni hvernig skuldir heimilanna hefðu verið sjálfstætt efnahagslegt vandamál þegar stjórnin tók við. Þá námu þær um 120 prósentum af landsframleiðslu en nú hafa þær lækkað niður í tæplega níutíu prósent. „Með ýmsum áherslum og annarri jákvæðari þróun, getu fyrirtækja landsins til að greiða hærri laun, lægri verðbólgu og auknum krafti í efnhagslífinu, hefur þessi mynd gjörbreyst. Skuldir heimilanna eru nú lægri en þær voru fyrir síðustu aldamót,“ sagði Bjarni. Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. Með því verður fólki, sem ekki hefur átt fasteign áður, gert kleift að nýta séreignarsparnað sinn í áratug til söfnunar eigin fjá, niðurgreiðslu höfuðstóls eða lækkunar greiðslubyrðar fasteignaveðlána við fyrstu kaup. Að auki verður séreignarsparnaðarleiðin, sem kynnt var samhliða leiðréttingunni, framlengd um tvö ár. „Á fjórða tug þúsunda nýta sér úrræðið nú þegar til að lækka höfuðstól skulda sinna. Aðrir nota úrræðið til að spara og byggja upp höfuðstól. Úrræðið er tímabundin framlenging en síðar hugsað sem framtíðar fyrirkomulag til að byggja upp höfuðstól,“ sagði Bjarni. Hann bætti því við að hár höfuðstóll væri ein helsta fyrirstaða þess að fólk komist inn á fasteignamarkað. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, sagði að eitt markmiða frumvarpsins væri að gera aðra möguleika en verðtryggð lán fýsilegan kost. Með því móti væri verið að draga úr vægi verðtryggðra húsnæðislána hér á landi. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni.Kynningu ríkisstjórnarinnar frá því á fundinum í dag má sjá hér að neðan (PDF).
Alþingi Tengdar fréttir Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Sjá meira
Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48