Dalian Atkinson, fyrrum leikmaður Aston Villa, lést í morgun en lögreglan beitti rafbyssu til þess að róa hann.
Lögreglan fékk útkall vegna heimiliserja og það útkall endaði á þennan skelfilega hátt.
Atkinson lést aðeins 90 mínútum eftir að hafa verið skotinn með rafbyssunni. Hann fékk læknisaðstoð á staðnum en það dugði ekki til að bjarga lífi hans. Hann lést skömmu eftir að hann kom inn á spítala.
Mál hans er nú í rannsókn og mun lögreglan ekki tjá sig meira um málið að sinni.
Atkinson var 48 ára að aldri. Hann var frábær framherji á sínum tíma og skoraði meðal annars í úrslitum deildabikarsins á Wembley árið 1994 er Villa lagði Man. Utd.
Hann endaði fótboltaferilinn í Suður-Kóreu árið 2001.
Lést eftir að lögreglan skaut hann með rafbyssu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn






David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn
