Adele segist hafa sagt nei takk við Super Bowl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2016 09:58 Adele er einn vinsælasti tónlistarmaður í heimi um þessar mundir. Vísir/Getty Söngkonan Adele segist hafa hafnað boði um að koma fram í hálfleik á Super Bowl, Ofurskálinni, á næsta ári. Adele deildi þessum upplýsingum með tónleikagestum í LA á dögunum. Enginn viðburður vestanhafs fær meira áhorf í sjónvarpi árlega en auk leiksins, sem er úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum, vekur sýningin í hálfleik mikla athygli sem og auglýsingarnar á meðan á leik stendur. „Í fyrsta lagi, þá ætla ég ekki að syngja á Super Bowl,“ sagði Adele á sviðinu. „Sú sýning snýst ekki um tónlist. Það er ekki eins og ég geti dansað og svoleiðis. Það var fallegt af þeim að spyrja mig en ég sagði nei.“ NFL og Pepsi, einn af styrktaraðilum viðburðarins, þvertaka fyrir að Adele hafi verið boðið að syngja. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim kemur fram að bæði NFL og Pepsi séu miklir aðdáendur Adele. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum hálfleikssýninguna.Adele tekur lagið When we were young að neðan.„Við höfum þó hvorki gert Adele né neinum öðrum formlegt boð um að spila enn sem komið er,“ segir í yfirlýsingunni. Áherslan sé á að setja saman frábæra sýningu í hálfleik en leikurinn fer fram í Houston, Texas. Adele nýtti tækifærið með áhorfendum og slökkti í orðrómi þess efnis að hún væri ólétt, og ætlaði að tilkynna fólki það í hálfleik á Super Bowl. Meðal þeirra sem troðið hafa upp á Super Bowl undanfarin ár eru Madonna, The Rolling Stones og Prince heitinn. Í fyrra sáu Beyonce, Chris Martin og Bruno Mars um að skemmta fólki um heim allan. Sýninguna í heild má sjá hér að neðan.Nánar um málið á vef BBC. NFL Tónlist Tengdar fréttir Korti Adele hafnað í H&M Adele er talin vera níunda hæst launaða manneskjan í afþreyingabransanum í dag, en hún þénaði 80 milljónir Bandaríkjadollara á síðasta ári eða því sem samsvarar um tíu milljarðar íslenskra króna. 5. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Söngkonan Adele segist hafa hafnað boði um að koma fram í hálfleik á Super Bowl, Ofurskálinni, á næsta ári. Adele deildi þessum upplýsingum með tónleikagestum í LA á dögunum. Enginn viðburður vestanhafs fær meira áhorf í sjónvarpi árlega en auk leiksins, sem er úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum, vekur sýningin í hálfleik mikla athygli sem og auglýsingarnar á meðan á leik stendur. „Í fyrsta lagi, þá ætla ég ekki að syngja á Super Bowl,“ sagði Adele á sviðinu. „Sú sýning snýst ekki um tónlist. Það er ekki eins og ég geti dansað og svoleiðis. Það var fallegt af þeim að spyrja mig en ég sagði nei.“ NFL og Pepsi, einn af styrktaraðilum viðburðarins, þvertaka fyrir að Adele hafi verið boðið að syngja. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim kemur fram að bæði NFL og Pepsi séu miklir aðdáendur Adele. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum hálfleikssýninguna.Adele tekur lagið When we were young að neðan.„Við höfum þó hvorki gert Adele né neinum öðrum formlegt boð um að spila enn sem komið er,“ segir í yfirlýsingunni. Áherslan sé á að setja saman frábæra sýningu í hálfleik en leikurinn fer fram í Houston, Texas. Adele nýtti tækifærið með áhorfendum og slökkti í orðrómi þess efnis að hún væri ólétt, og ætlaði að tilkynna fólki það í hálfleik á Super Bowl. Meðal þeirra sem troðið hafa upp á Super Bowl undanfarin ár eru Madonna, The Rolling Stones og Prince heitinn. Í fyrra sáu Beyonce, Chris Martin og Bruno Mars um að skemmta fólki um heim allan. Sýninguna í heild má sjá hér að neðan.Nánar um málið á vef BBC.
NFL Tónlist Tengdar fréttir Korti Adele hafnað í H&M Adele er talin vera níunda hæst launaða manneskjan í afþreyingabransanum í dag, en hún þénaði 80 milljónir Bandaríkjadollara á síðasta ári eða því sem samsvarar um tíu milljarðar íslenskra króna. 5. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Korti Adele hafnað í H&M Adele er talin vera níunda hæst launaða manneskjan í afþreyingabransanum í dag, en hún þénaði 80 milljónir Bandaríkjadollara á síðasta ári eða því sem samsvarar um tíu milljarðar íslenskra króna. 5. ágúst 2016 12:30