Fyrir mistök á prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins: „Ég hefði endað á Alþingi án þess að vita af því“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 13:08 Magnús Lyngdal Magnússon er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur oft verið orðaður við framboð. „Ég hefði endað á Alþingi án þess að vita af því,“ segir Magnús Lyngdal Magnússon aðstoðarmaður Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands en nafn hans var á lista sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér í gær yfir þá sem taka þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Magnús Lyngdal er nefnilega ekki í framboði í prófkjörinu heldur laganeminn Magnús Heimir Jónasson. „Ég fékk bara þá skýringu að þetta hafi verið einhver fljótfærni og að menn hafi farið mannavillt,“ segir Magnús. Hann er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur oft verið orðaður við framboð, meðal annars nú, en segist aldrei hafa ætlað í framboð í haust. Magnús segir aðspurður að málið hafi ekki valdið sér neinum óþægindum þó svo að síminn hafi ekki þagnað hjá honum í gær eftir að fréttatilkynning flokksins hafði verið send út. „Ég var búinn að segja mínum nánasta vinahópi að ég ætlaði ekki í framboð. Svo dúkkar nafnið mitt þarna upp og fólk hélt að ég væri orðinn eitthvað vitlaus.“Skjáskot af fréttatilkynningu Sjálfstæðisflokksins sem send var út í gær.Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að um „heiðarleg mistök“ hafi verið að ræða. „Það var óvart farið mannavillt og einhvern veginn gerðist það hjá þeim sem taka á móti framboðum,“ segir Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðspurður hvort um sé að ræða einhverja óskhyggju hjá flokknum að vilja fá Magnús Lyngdal í framboð segir Gísli: „Auðvitað viljum við alltaf fá góða menn í framboð en þessi listi er í framboði núna. Okkur finnst að sjálfsögðu mjög góður en þessi ruglingur bara gerðist.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
„Ég hefði endað á Alþingi án þess að vita af því,“ segir Magnús Lyngdal Magnússon aðstoðarmaður Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands en nafn hans var á lista sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér í gær yfir þá sem taka þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Magnús Lyngdal er nefnilega ekki í framboði í prófkjörinu heldur laganeminn Magnús Heimir Jónasson. „Ég fékk bara þá skýringu að þetta hafi verið einhver fljótfærni og að menn hafi farið mannavillt,“ segir Magnús. Hann er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur oft verið orðaður við framboð, meðal annars nú, en segist aldrei hafa ætlað í framboð í haust. Magnús segir aðspurður að málið hafi ekki valdið sér neinum óþægindum þó svo að síminn hafi ekki þagnað hjá honum í gær eftir að fréttatilkynning flokksins hafði verið send út. „Ég var búinn að segja mínum nánasta vinahópi að ég ætlaði ekki í framboð. Svo dúkkar nafnið mitt þarna upp og fólk hélt að ég væri orðinn eitthvað vitlaus.“Skjáskot af fréttatilkynningu Sjálfstæðisflokksins sem send var út í gær.Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að um „heiðarleg mistök“ hafi verið að ræða. „Það var óvart farið mannavillt og einhvern veginn gerðist það hjá þeim sem taka á móti framboðum,“ segir Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðspurður hvort um sé að ræða einhverja óskhyggju hjá flokknum að vilja fá Magnús Lyngdal í framboð segir Gísli: „Auðvitað viljum við alltaf fá góða menn í framboð en þessi listi er í framboði núna. Okkur finnst að sjálfsögðu mjög góður en þessi ruglingur bara gerðist.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40