Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2016 01:30 Eygló eftir sundið í Ríó í nótt. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr SH og núverandi Íþróttamaður ársins, hafnaði í áttunda sæti í úrslitum 200 m baksunds á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á sundi Eyglóar Óskar í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Eygló Ósk synti á 2:09.44 mínútum í úrslitasundinu sem var ekki eins hratt og í undanúrslitunum þegar hún setti Íslands- og Norðurlandamet. Afar óvænt úrslit voru í sundinu þar sem hin bandaríska Madeline Dirado bar sigur úr býtum á 2:05,99 eftir að hafa tekið fram úr „járnfrúnni“ Katinka Hosszú frá Ungverjalandi sem leiddi framan af. Hosszú synti á 2:06,05 mínútum en Hilary Caldwell vann brons á 2:07,54 mínútum. Þetta voru önnur gullverðlaun Dirado á leikunum og fjórðu í heildina. Hosszú hafði unnið þrenn gullverðlaun í Ríó og reiknuðu flestir með sigri hennar í nótt. Eygló Ósk byrjaði frábærlega og var í þriðja sæti eftir fyrsti 50 metrana. Hún gaf hinsvegar mikið eftir á síðustu 50 metrunum. Íslenska sundfólkið hefur þar með lokið keppni á leikunum en Íslands náði fjórum sætum í undanúrslitum og tveimur sætum í úrslitasundum í Ríó sem er frábær og sögulegur árangur. Eygló Ósk varð í nótt önnur íslenska konan og þriðji íslenski sundmaðurinn sem nær því að synda í úrslitum á Ólympíuleikum. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti til úrslita í 100 metra bringusundi á þessum leikum og endaði í sjötta sæti og þá komst Örn Arnarson í úrslit í 200 metra baksundi á ÓL í Sydney 2000 þar sem hann endaði í fjórða sæti. Eygló Ósk varð í fjórtánda sæti í fyrri grein sinni á leikunum sem var 100 metra baksund. Eygló Ósk og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru meðal fjórtán efstu í öllum sínum greinum.Tweets by @VisirSport Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr SH og núverandi Íþróttamaður ársins, hafnaði í áttunda sæti í úrslitum 200 m baksunds á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á sundi Eyglóar Óskar í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Eygló Ósk synti á 2:09.44 mínútum í úrslitasundinu sem var ekki eins hratt og í undanúrslitunum þegar hún setti Íslands- og Norðurlandamet. Afar óvænt úrslit voru í sundinu þar sem hin bandaríska Madeline Dirado bar sigur úr býtum á 2:05,99 eftir að hafa tekið fram úr „járnfrúnni“ Katinka Hosszú frá Ungverjalandi sem leiddi framan af. Hosszú synti á 2:06,05 mínútum en Hilary Caldwell vann brons á 2:07,54 mínútum. Þetta voru önnur gullverðlaun Dirado á leikunum og fjórðu í heildina. Hosszú hafði unnið þrenn gullverðlaun í Ríó og reiknuðu flestir með sigri hennar í nótt. Eygló Ósk byrjaði frábærlega og var í þriðja sæti eftir fyrsti 50 metrana. Hún gaf hinsvegar mikið eftir á síðustu 50 metrunum. Íslenska sundfólkið hefur þar með lokið keppni á leikunum en Íslands náði fjórum sætum í undanúrslitum og tveimur sætum í úrslitasundum í Ríó sem er frábær og sögulegur árangur. Eygló Ósk varð í nótt önnur íslenska konan og þriðji íslenski sundmaðurinn sem nær því að synda í úrslitum á Ólympíuleikum. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti til úrslita í 100 metra bringusundi á þessum leikum og endaði í sjötta sæti og þá komst Örn Arnarson í úrslit í 200 metra baksundi á ÓL í Sydney 2000 þar sem hann endaði í fjórða sæti. Eygló Ósk varð í fjórtánda sæti í fyrri grein sinni á leikunum sem var 100 metra baksund. Eygló Ósk og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru meðal fjórtán efstu í öllum sínum greinum.Tweets by @VisirSport
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Sjá meira