Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Eygló fagnar í lauginni í gær. vísir/anton brink Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. Sigurvíman fór ekki fram hjá neinum og það var magnað að sjá svona flottan íþróttamann vera búinn að ná metnaðarfullu markmiði sínu á stærsta sviði sundsins. Nýtt Íslandsmet og sæti í úrslitum í grein þar sem samkeppnin er það mikil að ríkjandi Ólympíumeistari og heimsmethafi, Missy Franklin, komst ekki í úrslitin. Missy Franklin sýndi þó rétta íþróttaandann eftir sundið og óskaði Eygló Ósk til hamingju með árangurinn þótt hún sjálf hafi barist við tárin. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt. Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta,“ sagði Eygló eftir þetta frábærlega útfærða sund sitt. Hún hafði rétt áður fylgst með seinni riðlinum klárast þar sem ekki fleiri en fimm sundkonur máttu synda hraðar en hún. Fjórar syntu hraðar og ein á sama tíma. Eygló var þar með komin í hóp átta bestu sundkvennanna í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. „Þetta er ólýsanlegt. Það að ég hafi verið í sjötta sætti á EM,“ segir Eygló og rifjar upp Evrópumótið þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun en Eygló komst „bara“ í úrslit. Ég nota orðið bara því þessar sundstelpur okkar eru fyrir löngu komnar í heimsklassa. „Ég var nú ekki að standa mig neitt alltof vel á EM miðað við hvað ég ætlaði mér. Það að vera í sjötta sæti á EM og vera svo í sjöunda til áttunda inn á Ólympíuleikunum,“ segir Eygló og brosir. „Evrópumótið lét aðrar stelpur kannski halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig. Ég vona að ég hafi komið þeim á óvart,“ segir Eygló. Hún endaði í 14. sæti í 100 metra baksundinu en ætlaði sér meira en að komast í undanúrslitin þótt það hafi verið sögulegur árangur á þeim tíma. „Einbeitingin var á það að standa sig hér og eftir 100 metra baksundið þá viðurkenni ég það alveg að ég var orðin svolítið stressuð. Ég bætti mig ekki þar og gerði ekki það sem mig langaði að gera sem var að fara undir mínútuna,“ segir Eygló. „Þegar ég hugsa betur út í þetta þá vorum við þjálfarinn minn að einbeita okkur meira að 200 metra sundinu. Við vorum því ekki mikið að æfa sprettæfingar og eitthvað svoleiðis. Þetta var markmiðið,“ segir Eygló. Fréttablaðið var farið í prentun þegar kom að úrslitasundinu í nótt. Þetta var annað úrslitasund íslenskrar sundkonu á leikunum í Ríó sem er mögnuð staðreynd þegar enginn hafði komist í undanúrslit fyrir þessa sögulegu leika. „Ég á ekki að segja þetta en mér er eiginlega alveg sama hvað gerist á morgun (í nótt). Hvort ég verð langseinust eða hvort ég verð í fyrsta sæti. Bara að vera komin í úrslitin er draumi líkt,“ sagði Eygló að lokum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. Sigurvíman fór ekki fram hjá neinum og það var magnað að sjá svona flottan íþróttamann vera búinn að ná metnaðarfullu markmiði sínu á stærsta sviði sundsins. Nýtt Íslandsmet og sæti í úrslitum í grein þar sem samkeppnin er það mikil að ríkjandi Ólympíumeistari og heimsmethafi, Missy Franklin, komst ekki í úrslitin. Missy Franklin sýndi þó rétta íþróttaandann eftir sundið og óskaði Eygló Ósk til hamingju með árangurinn þótt hún sjálf hafi barist við tárin. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt. Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta,“ sagði Eygló eftir þetta frábærlega útfærða sund sitt. Hún hafði rétt áður fylgst með seinni riðlinum klárast þar sem ekki fleiri en fimm sundkonur máttu synda hraðar en hún. Fjórar syntu hraðar og ein á sama tíma. Eygló var þar með komin í hóp átta bestu sundkvennanna í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. „Þetta er ólýsanlegt. Það að ég hafi verið í sjötta sætti á EM,“ segir Eygló og rifjar upp Evrópumótið þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun en Eygló komst „bara“ í úrslit. Ég nota orðið bara því þessar sundstelpur okkar eru fyrir löngu komnar í heimsklassa. „Ég var nú ekki að standa mig neitt alltof vel á EM miðað við hvað ég ætlaði mér. Það að vera í sjötta sæti á EM og vera svo í sjöunda til áttunda inn á Ólympíuleikunum,“ segir Eygló og brosir. „Evrópumótið lét aðrar stelpur kannski halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig. Ég vona að ég hafi komið þeim á óvart,“ segir Eygló. Hún endaði í 14. sæti í 100 metra baksundinu en ætlaði sér meira en að komast í undanúrslitin þótt það hafi verið sögulegur árangur á þeim tíma. „Einbeitingin var á það að standa sig hér og eftir 100 metra baksundið þá viðurkenni ég það alveg að ég var orðin svolítið stressuð. Ég bætti mig ekki þar og gerði ekki það sem mig langaði að gera sem var að fara undir mínútuna,“ segir Eygló. „Þegar ég hugsa betur út í þetta þá vorum við þjálfarinn minn að einbeita okkur meira að 200 metra sundinu. Við vorum því ekki mikið að æfa sprettæfingar og eitthvað svoleiðis. Þetta var markmiðið,“ segir Eygló. Fréttablaðið var farið í prentun þegar kom að úrslitasundinu í nótt. Þetta var annað úrslitasund íslenskrar sundkonu á leikunum í Ríó sem er mögnuð staðreynd þegar enginn hafði komist í undanúrslit fyrir þessa sögulegu leika. „Ég á ekki að segja þetta en mér er eiginlega alveg sama hvað gerist á morgun (í nótt). Hvort ég verð langseinust eða hvort ég verð í fyrsta sæti. Bara að vera komin í úrslitin er draumi líkt,“ sagði Eygló að lokum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira