Vilja að hætt verði við að gera bílastæði á kríuvarpsvæði í Dyrhólaey 13. ágúst 2016 07:00 Ásókn á svæðið er mikil en 90 til 150 bílar keyra í eynna á klukkustund. mynd/Eva Íbúar og ábúendur í Dyrhólahverfi krefjast þess að Umhverfisstofnun hætti við fyrirhugaðar framkvæmdir í fuglafriðlandi eyjunnar. „Við fórum á fund í vikunni með Umhverfisstofnun og settum fram þá kröfu að stöðva strax fyrirhugaða lagningu bílastæðis yfir stærsta varpsvæði kríunnar í eynni,“ segir hún. Hún segir ástandi Dyrhólaeyjar hafa hrakað mjög með auknu aðgengi og ferðamannafjölda í eynni. Um 4.500 manns heimsæki Dyrhólaey á hverjum degi. „Í dag koma á bilinu 90-150 bílar í eyna á hverri klukkustund. Umhverfisstofnun vill fjarlægja gamla bílastæðið á Lágey og gera nýtt bílastæði fyrir 45 bíla í fuglafriðlandinu og þar á líka að vera klósettaðstaða. Fyrirhugað nýtt 45 bíla bílastæði er álíka stórt og núverandi bílastæði sem annar auðvitað ekki þeim fjölda sem kemur nú,“ segir Eva Dögg. Salernisaðstaða í eynni hefur verið lokuð í allt sumar. Því hefur saur og skeinipappír verið að finna víða um eyna. Ábúendur og íbúar segja að friðlandið sem áður var náttúruparadís, standi ekki undir nafni. Þá fara bændur á svæðinu fram á að Umhverfisstofnun bæði stöðvi framkvæmdirnar og leggi fjármagn sem til þeirra var ætlað í rannsóknir á fugla- og plöntulífi, á eðli og hegðun gesta svæðisins og þolmörkum þess. Snorri Baldursson formaður Landverndar, segir kríuna hafa flutt varp sitt á umrætt svæði fyrir tveimur árum. Varpið hafi ekki verið á umræddum stað þegar framkvæmdir voru ákveðnar og Umhverfisstofnun hljóti að taka mið af breyttum aðstæðum. „Aðstæður geta breyst mjög hratt og það verður að vera möguleiki á að bregðast við þeim, segir Snorri en eigendur gerðu ekki athugasemdir við deiliskipulag fyrir tveimur árum. Honum finnst koma til greina að takmarka fjölda gesta í eyna. „Það má fara að huga að því að takmarka umferð í eyna og það þarf að rannsaka hvað eyjan þolir marga ferðamenn á dag. Kannski er rétt að gera tálma. En svo getur fólk líka gengið og þá er hægt að nota almenningssamgöngur,“ segir Snorri.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Íbúar og ábúendur í Dyrhólahverfi krefjast þess að Umhverfisstofnun hætti við fyrirhugaðar framkvæmdir í fuglafriðlandi eyjunnar. „Við fórum á fund í vikunni með Umhverfisstofnun og settum fram þá kröfu að stöðva strax fyrirhugaða lagningu bílastæðis yfir stærsta varpsvæði kríunnar í eynni,“ segir hún. Hún segir ástandi Dyrhólaeyjar hafa hrakað mjög með auknu aðgengi og ferðamannafjölda í eynni. Um 4.500 manns heimsæki Dyrhólaey á hverjum degi. „Í dag koma á bilinu 90-150 bílar í eyna á hverri klukkustund. Umhverfisstofnun vill fjarlægja gamla bílastæðið á Lágey og gera nýtt bílastæði fyrir 45 bíla í fuglafriðlandinu og þar á líka að vera klósettaðstaða. Fyrirhugað nýtt 45 bíla bílastæði er álíka stórt og núverandi bílastæði sem annar auðvitað ekki þeim fjölda sem kemur nú,“ segir Eva Dögg. Salernisaðstaða í eynni hefur verið lokuð í allt sumar. Því hefur saur og skeinipappír verið að finna víða um eyna. Ábúendur og íbúar segja að friðlandið sem áður var náttúruparadís, standi ekki undir nafni. Þá fara bændur á svæðinu fram á að Umhverfisstofnun bæði stöðvi framkvæmdirnar og leggi fjármagn sem til þeirra var ætlað í rannsóknir á fugla- og plöntulífi, á eðli og hegðun gesta svæðisins og þolmörkum þess. Snorri Baldursson formaður Landverndar, segir kríuna hafa flutt varp sitt á umrætt svæði fyrir tveimur árum. Varpið hafi ekki verið á umræddum stað þegar framkvæmdir voru ákveðnar og Umhverfisstofnun hljóti að taka mið af breyttum aðstæðum. „Aðstæður geta breyst mjög hratt og það verður að vera möguleiki á að bregðast við þeim, segir Snorri en eigendur gerðu ekki athugasemdir við deiliskipulag fyrir tveimur árum. Honum finnst koma til greina að takmarka fjölda gesta í eyna. „Það má fara að huga að því að takmarka umferð í eyna og það þarf að rannsaka hvað eyjan þolir marga ferðamenn á dag. Kannski er rétt að gera tálma. En svo getur fólk líka gengið og þá er hægt að nota almenningssamgöngur,“ segir Snorri.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira