Tekur þátt í fyrsta sinn í RB Classic 12. ágúst 2016 16:58 ,,Hjólreiðar eru frábær líkamsrækt og ekki skemmir fyrir að eiga góða hjólafélaga," segir Íris Hlín Vöggsdóttir, sérfræðingur í Þjónustustjórn og gæðamálum hjá RB. MYND/ERNIR Eitt skemmtilegasta götuhjólamót landsins, RB Classic 2016, verður haldið laugardaginn 27. ágúst við Þingvallavatn en RB heldur mótið í samstarfi við hjólreiðafélagið Tind og hjólaverslunina Kríu. Keppnin er opin öllu hjólreiðafólki, byrjendum jafnt sem lengra komnum, og er ræst við Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni og hjólað kringum fallegt umhverfi Þingvallavatns. Keppt verður í tveimur flokkum þar sem þátttakendur hjóla einn eða tvo hringi kringum Þingvallavatn. Styttri leiðin er 65 km en sú lengri um 127 km. Í hvorum flokki fyrir sig er keppt í nokkrum ólíkum aldursflokkum beggja kynja. Íris Hlín Vöggsdóttir, sérfræðingur í Þjónustustjórn og gæðamálum hjá RB, tekur þátt í fyrsta sinn í ár en hefur undanfarin tvö ár starfað sem sjálfboðaliði. „Það var mjög gaman að starfa sem sjálfboðaliði í keppninni. Fyrsta árið var ég ákveðin að taka þátt næst, annað árið var ég alveg ákveðin að taka þátt næst þannig að nú er víst komið að því. Stemningin er alltaf ótrúleg góð kringum þessi mót og allir ánægðir með árangur sinn, hvort sem sérstöku sæti er náð, sérstökum tíma eða einfaldlega bara að klárað að hjóla leiðina.“,,Stemningin er alltaf ótrúleg góð kringum þessi mót og allir ánægðir með árangur sinn," segir Íris Hlín.MYND/ÚR EINKASAFNIÞað eru ekki nema 3-4 ár síðan Íris Hlín hóf að stunda hjólreiðar af kappi og segist hún hafa smitast af eiginmanni sínum sem hjólar mikið. „Hjólreiðar eru frábær líkamsrækt og ekki skemmir fyrir að eiga góða hjólafélaga. Við vinkonurnar vorum að koma úr þriggja daga hjólaferð, Tour de Awesome. Í ár hjóluðum við tíu stelpur rúma 200 km um suðurlandið en ferðin er orðin að árlegum viðburði hjá okkur. Einnig hjólaði ég með Team RB í hjólakeppninni Wow Cyclothon. Það var ótrúlega skemmtileg lífsreynsla þar sem var lítið sofið, mikið hjólað og mikið hlegið.“ Í lengri keppninni verða veitt peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki auk þess sem verðlaunapeningar eru veittir fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum. Í styttri keppninni verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum. Auk þess verða glæsileg útdráttarverðlaun degin út í lok móts en Kría hjólaverslun gefur stórglæsilegt Specialized Roubaix götuhjól að andvirði 320.000 kr. Nánari upplýsingar um kepppnina og skráningu má finna á www.rbclassic.is. Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Eitt skemmtilegasta götuhjólamót landsins, RB Classic 2016, verður haldið laugardaginn 27. ágúst við Þingvallavatn en RB heldur mótið í samstarfi við hjólreiðafélagið Tind og hjólaverslunina Kríu. Keppnin er opin öllu hjólreiðafólki, byrjendum jafnt sem lengra komnum, og er ræst við Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni og hjólað kringum fallegt umhverfi Þingvallavatns. Keppt verður í tveimur flokkum þar sem þátttakendur hjóla einn eða tvo hringi kringum Þingvallavatn. Styttri leiðin er 65 km en sú lengri um 127 km. Í hvorum flokki fyrir sig er keppt í nokkrum ólíkum aldursflokkum beggja kynja. Íris Hlín Vöggsdóttir, sérfræðingur í Þjónustustjórn og gæðamálum hjá RB, tekur þátt í fyrsta sinn í ár en hefur undanfarin tvö ár starfað sem sjálfboðaliði. „Það var mjög gaman að starfa sem sjálfboðaliði í keppninni. Fyrsta árið var ég ákveðin að taka þátt næst, annað árið var ég alveg ákveðin að taka þátt næst þannig að nú er víst komið að því. Stemningin er alltaf ótrúleg góð kringum þessi mót og allir ánægðir með árangur sinn, hvort sem sérstöku sæti er náð, sérstökum tíma eða einfaldlega bara að klárað að hjóla leiðina.“,,Stemningin er alltaf ótrúleg góð kringum þessi mót og allir ánægðir með árangur sinn," segir Íris Hlín.MYND/ÚR EINKASAFNIÞað eru ekki nema 3-4 ár síðan Íris Hlín hóf að stunda hjólreiðar af kappi og segist hún hafa smitast af eiginmanni sínum sem hjólar mikið. „Hjólreiðar eru frábær líkamsrækt og ekki skemmir fyrir að eiga góða hjólafélaga. Við vinkonurnar vorum að koma úr þriggja daga hjólaferð, Tour de Awesome. Í ár hjóluðum við tíu stelpur rúma 200 km um suðurlandið en ferðin er orðin að árlegum viðburði hjá okkur. Einnig hjólaði ég með Team RB í hjólakeppninni Wow Cyclothon. Það var ótrúlega skemmtileg lífsreynsla þar sem var lítið sofið, mikið hjólað og mikið hlegið.“ Í lengri keppninni verða veitt peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki auk þess sem verðlaunapeningar eru veittir fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum. Í styttri keppninni verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum. Auk þess verða glæsileg útdráttarverðlaun degin út í lok móts en Kría hjólaverslun gefur stórglæsilegt Specialized Roubaix götuhjól að andvirði 320.000 kr. Nánari upplýsingar um kepppnina og skráningu má finna á www.rbclassic.is.
Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira