Lífið

Stöð 2 leitar að liðsstjórum fyrir Spilakvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pétur Jóhann Sigfússon er aðalmaðurinn í Spilakvöldunum.
Pétur Jóhann Sigfússon er aðalmaðurinn í Spilakvöldunum.
„Okkur vantar liðsstjóra og það eina sem þeir þurfa að hafa er brennandi áhugi á spilum og leikjum. Liðsstjórar hafa möguleika á að koma fram í sjónvarpsþættinum Spilakvöld og vinna sér inn peningaverðlaun,“ segir Pétur Jóhann stjórnandi þáttarins.

Spilakvöld sló í gegn á Stöð 2 síðasta vetur og snýr þátturinn aftur í haust. Þar etja frægir einstaklingar kappi í fjölbreyttum leikjum ásamt liðsstjórum sem leitað er nú að.

Allir eiga möguleika á að taka þátt með því að gerast liðsstjórar sem geta leitt stjörnuhlaðið lið sitt til sigurs og unnið peningaverðlaun. Sendu nafn, mynd og upplýsingar á netfangið spilakvold@stod2.is fyrir miðnætti 14. september og segðu okkur af hverju þú værir fullkominn þátttakandi í þáttinn.

Þátturinn hefur slegið í gegn í öllum þeim löndum þar sem hann hefur verið framleiddur og má helst nefna upprunalegu útgáfuna Hollywood game night þar sem Jane Lynch stjórnar og hlaut Emmy verðlaun fyrir árið 2014 og er aftur í ár fyrir þáttastjórn í Hollywood Game night.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×