Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2016 07:00 Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum nordicphotos/AFP Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. Viðaukinn sem um ræðir fjallar um að Bandaríkjamenn eigi rétt á að bera skotvopn og sögðu margir Trump vera að ýja að því að stuðningsmenn viðaukans og þar með byssueignar gætu komið í veg fyrir skerðingu á þeim rétti með ofbeldi. Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, hefur lengi talað fyrir því að herða þurfi reglur um byssueign. Trump lét ummælin falla á kosningafundi í Norður-Karólínu fyrr í vikunni. „Hillary vill í raun afnema annan viðaukann. Ef hún fær að velja sér hæstaréttardómara getið þið ekkert gert. En annarsviðaukafólkið gæti kannski gert eitthvað. Ég veit það ekki,“ sagði Trump. Hann vísaði þar til þess að eitt laust sæti er í hæstarétti Bandaríkjanna. Þá sagði kosningastjóri Clinton ummælin hættuleg. Sá sem hvetti til ofbeldis ætti ekki erindi í forsetaembættið. En Trump varði ummælin á Twitter: „Fjölmiðlar reyna í örvæntingu sinni að draga athyglina frá andstöðu Clinton við stjórnarskrána. Ég sagði að stuðningsmenn annars viðaukans gætu skipulagt sig og kosið einhvern annan en Clinton!“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. Viðaukinn sem um ræðir fjallar um að Bandaríkjamenn eigi rétt á að bera skotvopn og sögðu margir Trump vera að ýja að því að stuðningsmenn viðaukans og þar með byssueignar gætu komið í veg fyrir skerðingu á þeim rétti með ofbeldi. Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, hefur lengi talað fyrir því að herða þurfi reglur um byssueign. Trump lét ummælin falla á kosningafundi í Norður-Karólínu fyrr í vikunni. „Hillary vill í raun afnema annan viðaukann. Ef hún fær að velja sér hæstaréttardómara getið þið ekkert gert. En annarsviðaukafólkið gæti kannski gert eitthvað. Ég veit það ekki,“ sagði Trump. Hann vísaði þar til þess að eitt laust sæti er í hæstarétti Bandaríkjanna. Þá sagði kosningastjóri Clinton ummælin hættuleg. Sá sem hvetti til ofbeldis ætti ekki erindi í forsetaembættið. En Trump varði ummælin á Twitter: „Fjölmiðlar reyna í örvæntingu sinni að draga athyglina frá andstöðu Clinton við stjórnarskrána. Ég sagði að stuðningsmenn annars viðaukans gætu skipulagt sig og kosið einhvern annan en Clinton!“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira