Kári Stefánsson: Erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu um stjórnmál Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. ágúst 2016 17:34 Kári gefur lítið fyrir gagnrýni frá stuðningsmönnum fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/gva/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu um stjórnmál vegna þess að „þau vekja gjarnan hjá fólki tilfinningar sem bera heilbrigða skynsemi ofurliði.“ Þetta segir Kári í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hann segir grein sína sem birtist í Morgunblaðinu í gær hafa vakið gagnrýni stuðningsmanna Bjarna sem saka hann um ósanngjarna gagnrýni og gefa í skyn að hann styðji einhvern annan stjórnmálaflokk. Í grein sinni í gær lagði Kári til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. Ástæðuna sagði Kári vera að Bjarni ætti erfitt með að halda orð sín. Í síðustu viku var samþykkt þingsályktunartillaga um fimm ára ríkisfjármálaáætlun. Að mati Kára gengur sú áætlun þvert á yfirlýstan vilja Bjarna til að hlúa að þeim sem minna mega sín og styrkja heilbrigðiskerfinu. Í stöðuuppfærslunni segir Kári að hann telji Bjarna skýran, skemmtilegan og með þægilega nærveru. Hann gagnrýni hann hins vegar fyrir það „ginnungagap“ sem sé milli skoðana hans og vilja annars vegar og gerða hins vegar þegar kemur að heilbrigðismálum. Kári segir tilefni gagnrýnarinnar vera þingsályktunartillögu sem Bjarni lagði fram og var samþykkt í vikunni sem leið til stuðnings við fimm ára áætlun um ríkisfjármál. Kári telur tillöguna ganga þvert á skoðanir Bjarna og vilja í velferðarmálum. Kári fer heldur ekki mjúkum höndum um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann bendir á grein eftir hann í Fréttablaðinu fyrir skemmstu þar sem hann gagnrýnir ríkisstjórn Jóhönnu fyrir að hafa „vanrækt heilbrigðiskerfið sem og aðra þætti velferðarkerfisins.“ „Svartnættisskömm þeirrar ríkisstjórnar á rætur sínar í því að hún var fyrsta hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu Lýðveldissins og hefði frekar átt að kasta sér á sverðsodda en að hola að innan velferðarkerfið.” Þá segir Kári það eflaust á stundum erfitt að vera stjórnmálaleiðtogi en að félagar og stuðningsmenn geti gert það auðveldara með því að hjálpa mönnum til góðra verka. „Ég held til dæmis að það væri Bjarna betra og hollara að stuðningsmenn hans hættu að væla undan því að ég benti á auðsætt gapið milli skoðana hans og vilja í velferðarmálum og fimm ára áætlunarinnar og ýttu honum frekar til þess að hrinda vilja hans í framkvæmd.” Að lokum segir Kári að sá flokkur sem sýni í verki raunverulegan stuðning við velferðarkerfið og endurreisi heilbrigðiskerfið komi til með að eiga hjarta hans. Stöðuuppfærslu Kára má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46 Vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. 27. ágúst 2016 11:11 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu um stjórnmál vegna þess að „þau vekja gjarnan hjá fólki tilfinningar sem bera heilbrigða skynsemi ofurliði.“ Þetta segir Kári í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hann segir grein sína sem birtist í Morgunblaðinu í gær hafa vakið gagnrýni stuðningsmanna Bjarna sem saka hann um ósanngjarna gagnrýni og gefa í skyn að hann styðji einhvern annan stjórnmálaflokk. Í grein sinni í gær lagði Kári til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. Ástæðuna sagði Kári vera að Bjarni ætti erfitt með að halda orð sín. Í síðustu viku var samþykkt þingsályktunartillaga um fimm ára ríkisfjármálaáætlun. Að mati Kára gengur sú áætlun þvert á yfirlýstan vilja Bjarna til að hlúa að þeim sem minna mega sín og styrkja heilbrigðiskerfinu. Í stöðuuppfærslunni segir Kári að hann telji Bjarna skýran, skemmtilegan og með þægilega nærveru. Hann gagnrýni hann hins vegar fyrir það „ginnungagap“ sem sé milli skoðana hans og vilja annars vegar og gerða hins vegar þegar kemur að heilbrigðismálum. Kári segir tilefni gagnrýnarinnar vera þingsályktunartillögu sem Bjarni lagði fram og var samþykkt í vikunni sem leið til stuðnings við fimm ára áætlun um ríkisfjármál. Kári telur tillöguna ganga þvert á skoðanir Bjarna og vilja í velferðarmálum. Kári fer heldur ekki mjúkum höndum um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann bendir á grein eftir hann í Fréttablaðinu fyrir skemmstu þar sem hann gagnrýnir ríkisstjórn Jóhönnu fyrir að hafa „vanrækt heilbrigðiskerfið sem og aðra þætti velferðarkerfisins.“ „Svartnættisskömm þeirrar ríkisstjórnar á rætur sínar í því að hún var fyrsta hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu Lýðveldissins og hefði frekar átt að kasta sér á sverðsodda en að hola að innan velferðarkerfið.” Þá segir Kári það eflaust á stundum erfitt að vera stjórnmálaleiðtogi en að félagar og stuðningsmenn geti gert það auðveldara með því að hjálpa mönnum til góðra verka. „Ég held til dæmis að það væri Bjarna betra og hollara að stuðningsmenn hans hættu að væla undan því að ég benti á auðsætt gapið milli skoðana hans og vilja í velferðarmálum og fimm ára áætlunarinnar og ýttu honum frekar til þess að hrinda vilja hans í framkvæmd.” Að lokum segir Kári að sá flokkur sem sýni í verki raunverulegan stuðning við velferðarkerfið og endurreisi heilbrigðiskerfið komi til með að eiga hjarta hans. Stöðuuppfærslu Kára má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46 Vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. 27. ágúst 2016 11:11 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46
Vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. 27. ágúst 2016 11:11