Vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2016 11:11 Kári Stefánsson vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis. vísir/gva/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. Þetta gerir hann í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Ástæðuna fyrir þessu segir Kári vera að Bjarni eigi afar erfitt með að halda orð sín. Nefnir hann þar meðal annars til sögunnar undirskriftarsöfnun sína um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Þar segir hann að í upphafi hafi Bjarni talað gegn henni, síðar orðið blíðari á manninn og að hann hafi á endanum sagt í viðtölum að heilbrigðiskerfið myndi fá stærri sneið af ríkiskökunni. Í síðustu viku var samþykkt þingsályktunartillaga um fimm ára ríkisfjármálaáætlun. Að mati Kára gengur sú áætlun þvert á yfirlýstan vilja Bjarna til að hlúa að þeim sem minna mega sín og styrkja heilbrigðiskrefið. „Þegar Bjarni var gagnrýndur fyrir þetta svaraði hann því til að menn ættu ekki að hafa áhyggjur af áætluninni, það mætti alltaf breyta henni eftir kosningar,“ ritar Kári. „Þetta svar má túlka á að minnsta kosti tvo máta, annars vegar að Bjarni líti svo á að þann stuðning við velferðarkerfið sem hann treysti sér ekki til að leggja til undir þrýstingi fyrir kosningar muni hann leggja til eftir kosningar, þegar þrýstingurinn sé ekki lengur til staðar. Mér finnst ekki líklegt að hann trúi þessu sjálfur,“ segir í greininni. Hinn valmöguleikann telur forstjórinn hins vegar líklegri, þann að Bjarni viti að loknum kosningum muni hann ekki stýra landinu. Niðurlag greinarinnar er síðan orðrétt á þessa leið; „Silfur er þungur málmur og þungir málmar eru hættulegir heilanum og heilinn er það líffæri þar sem eðli manna verður til. Þegar menn tilheyra fjölskyldu þar sem börn hafa fæðst með silfurskeið í munni í tvær skynslóðir er hætta á því að þeim sé eðlilegara að vera kóngulóin sem situr í miðjum vefnum sem tengir saman viðskipti og stjórnmál en að hlúa að almúganum í landinu. Eðlið er nefnilega oftast viljanum yfirsterkara. Þess vegna hljótum við að koma Bjarna út af þingi við kosningarnar í haust og með því bjarga honum frá þeim sársauka sem hlýst af árekstri vilja og eðlis en fyrst og fremst kæmum við þannig í veg fyrir að stjórn landsins lenti aftur í höndunum á mönnum sem er ekkert að marka.“ Greinina í heild sinni má lesa hér. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. Þetta gerir hann í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Ástæðuna fyrir þessu segir Kári vera að Bjarni eigi afar erfitt með að halda orð sín. Nefnir hann þar meðal annars til sögunnar undirskriftarsöfnun sína um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Þar segir hann að í upphafi hafi Bjarni talað gegn henni, síðar orðið blíðari á manninn og að hann hafi á endanum sagt í viðtölum að heilbrigðiskerfið myndi fá stærri sneið af ríkiskökunni. Í síðustu viku var samþykkt þingsályktunartillaga um fimm ára ríkisfjármálaáætlun. Að mati Kára gengur sú áætlun þvert á yfirlýstan vilja Bjarna til að hlúa að þeim sem minna mega sín og styrkja heilbrigðiskrefið. „Þegar Bjarni var gagnrýndur fyrir þetta svaraði hann því til að menn ættu ekki að hafa áhyggjur af áætluninni, það mætti alltaf breyta henni eftir kosningar,“ ritar Kári. „Þetta svar má túlka á að minnsta kosti tvo máta, annars vegar að Bjarni líti svo á að þann stuðning við velferðarkerfið sem hann treysti sér ekki til að leggja til undir þrýstingi fyrir kosningar muni hann leggja til eftir kosningar, þegar þrýstingurinn sé ekki lengur til staðar. Mér finnst ekki líklegt að hann trúi þessu sjálfur,“ segir í greininni. Hinn valmöguleikann telur forstjórinn hins vegar líklegri, þann að Bjarni viti að loknum kosningum muni hann ekki stýra landinu. Niðurlag greinarinnar er síðan orðrétt á þessa leið; „Silfur er þungur málmur og þungir málmar eru hættulegir heilanum og heilinn er það líffæri þar sem eðli manna verður til. Þegar menn tilheyra fjölskyldu þar sem börn hafa fæðst með silfurskeið í munni í tvær skynslóðir er hætta á því að þeim sé eðlilegara að vera kóngulóin sem situr í miðjum vefnum sem tengir saman viðskipti og stjórnmál en að hlúa að almúganum í landinu. Eðlið er nefnilega oftast viljanum yfirsterkara. Þess vegna hljótum við að koma Bjarna út af þingi við kosningarnar í haust og með því bjarga honum frá þeim sársauka sem hlýst af árekstri vilja og eðlis en fyrst og fremst kæmum við þannig í veg fyrir að stjórn landsins lenti aftur í höndunum á mönnum sem er ekkert að marka.“ Greinina í heild sinni má lesa hér.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46