Kaepernick neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttur Stefán Árni Pálsson skrifar 28. ágúst 2016 09:00 Kaepernick í leik með 49ers. vísir/getty Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttir fyrir leik liðsins gegn Green Bay Packers en um var að ræða æfingaleik fyrir komandi tímabil Í NFL-deildinni. Leikurinn fór fram á föstudagskvöldið. Kaepernick var að mótmæla kúgun blökkumanna og annars litaðs fólks í Bandaríkjunum með því að sitja á meðan heyrðist í þjóðsöngvinum. Hann útskýrði athæfið fyrir fjölmiðlum eftir leikinn. „Ég er ekki að fara standa og þykjast vera stoltur af þjóð okkar og fánanum þegar við kúgum blökkumenn og annað litað fólk í okkar landi,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. „Fyrir mér er þetta stærra en fótbolti og það væri einfaldlega sjálfselskt af mér að horfa í hina áttina. Hér fara fram fjöldi morða á ári hverju tengdum litarháttum.“ Hann hafði ekki sagt neinu frá áætlunum hans fyrir leikinn. „Þetta er ekki eitthvað sem ég get fengið ráðleggingar frá öðrum. Ég er ekki að leita að samþykki annarra, ég verð að standa með fólki sem verður fyrir þessari kúgun.“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Kaepernick gerir þetta á undirbúningstímabilinu en hann hafði gert þetta í tvígang áður. Þá aftur á móti var hann ekki í liðinu og í borgararlegum klæðum. Því tók enginn eftir þessu. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu um atvikið eftir leikinn. Þar kom fram að þjóðsöngurinn væri mikilvægur hluti af leiknum og staður fyrir fólk til heiðra land og þjóð. Það væri samt ávallt val allra að taka þátt í athöfninni. NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttir fyrir leik liðsins gegn Green Bay Packers en um var að ræða æfingaleik fyrir komandi tímabil Í NFL-deildinni. Leikurinn fór fram á föstudagskvöldið. Kaepernick var að mótmæla kúgun blökkumanna og annars litaðs fólks í Bandaríkjunum með því að sitja á meðan heyrðist í þjóðsöngvinum. Hann útskýrði athæfið fyrir fjölmiðlum eftir leikinn. „Ég er ekki að fara standa og þykjast vera stoltur af þjóð okkar og fánanum þegar við kúgum blökkumenn og annað litað fólk í okkar landi,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. „Fyrir mér er þetta stærra en fótbolti og það væri einfaldlega sjálfselskt af mér að horfa í hina áttina. Hér fara fram fjöldi morða á ári hverju tengdum litarháttum.“ Hann hafði ekki sagt neinu frá áætlunum hans fyrir leikinn. „Þetta er ekki eitthvað sem ég get fengið ráðleggingar frá öðrum. Ég er ekki að leita að samþykki annarra, ég verð að standa með fólki sem verður fyrir þessari kúgun.“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Kaepernick gerir þetta á undirbúningstímabilinu en hann hafði gert þetta í tvígang áður. Þá aftur á móti var hann ekki í liðinu og í borgararlegum klæðum. Því tók enginn eftir þessu. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu um atvikið eftir leikinn. Þar kom fram að þjóðsöngurinn væri mikilvægur hluti af leiknum og staður fyrir fólk til heiðra land og þjóð. Það væri samt ávallt val allra að taka þátt í athöfninni.
NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira