Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Una Sighvatsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 12:22 vísir/getty Kynjaskiptingar á almenningsklósettum eru víðar í umræðunni en á Íslandi, því í Bandaríkjunum komst dómstóll að þeirri niðurstöðu í gær að háskólanum í Norður-Dakóta sé skylt að heimila trans-nemendum og starfsfólki að nota þau salerni sem samræmast kynvitund þeirra. Aðskilnaður kynjanna var aflagður á klósettum í Verzlunarskóla Íslands við upphaf nýs skólaárs, af tillitsemi við þá nemendur sem eru óvissir um kyn sitt, líkt og fjölmiðlar hafa fjallað um í vikunni. Breytingunni var vel tekið innan Verzló, en sömu sögu er ekki alls staðar að segja. Kynjaskipt klósett urðu að heitu deilumáli í Norður-Karólínu í upphafi árs, eftir að stærsta borg ríkisins, Charlotte, samþykkti reglugerð sem heimilaði transfólki að nota almenningssalerni í samræmi við eigin kynvitund. Ríkisstjórn Norður-Karólínu greip inn í með því að setja lög sem skylduðu fólk til þess að nota klósett í samræmi við það kyn sem skráð væri í vegabréf þeirra. Þetta var gert undir því yfirskini að tryggja öryggi kvenna gegn kynferðisbrotum á almenningssalernum og hafa þingmenn í fleiri ríkjum Bandaríkjanna boðað að samskonar frumvörp verði lögð fram. Lögin voru hins vegar einnig harðlega gagnrýnd um öll Bandaríkin fyrir að einkennast af tvíhyggju og fordómum gagnvart fólki sem ekki samsamar sig líffræðilegu kyni sem því er úthlutað við fæðingu. Baráttumenn fyrir réttindum hinsegin fólks hyggjast láta reyna á réttmæti laganna fyrir dómstólum í nóvember, en áfangasigur vannst í gær þegar alríkisdómarinn Thomas Schroeder dæmdi þremur stúdentum við Háskólann í Norður-Karólínu í vil og bannaði skólanum tímabundið að meina stúdentunum að nota klósett að eigin vali og í samræmi við eigin kynvitund. Það gerði hann með þeim rökum að miklar líkur séu á því að að klósettlögin í Norður-Karólínu stangist á við alríkislög Bandaríkjanna. Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. Breska ríkisútvarpið hefur eftir einum stúdentanna sem kærði að niðurstaðan sé honum mikill léttir en að baráttunni ljúki ekki fyrr en lögin sjálf verði afnumin með öllu. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Kynjaskiptingar á almenningsklósettum eru víðar í umræðunni en á Íslandi, því í Bandaríkjunum komst dómstóll að þeirri niðurstöðu í gær að háskólanum í Norður-Dakóta sé skylt að heimila trans-nemendum og starfsfólki að nota þau salerni sem samræmast kynvitund þeirra. Aðskilnaður kynjanna var aflagður á klósettum í Verzlunarskóla Íslands við upphaf nýs skólaárs, af tillitsemi við þá nemendur sem eru óvissir um kyn sitt, líkt og fjölmiðlar hafa fjallað um í vikunni. Breytingunni var vel tekið innan Verzló, en sömu sögu er ekki alls staðar að segja. Kynjaskipt klósett urðu að heitu deilumáli í Norður-Karólínu í upphafi árs, eftir að stærsta borg ríkisins, Charlotte, samþykkti reglugerð sem heimilaði transfólki að nota almenningssalerni í samræmi við eigin kynvitund. Ríkisstjórn Norður-Karólínu greip inn í með því að setja lög sem skylduðu fólk til þess að nota klósett í samræmi við það kyn sem skráð væri í vegabréf þeirra. Þetta var gert undir því yfirskini að tryggja öryggi kvenna gegn kynferðisbrotum á almenningssalernum og hafa þingmenn í fleiri ríkjum Bandaríkjanna boðað að samskonar frumvörp verði lögð fram. Lögin voru hins vegar einnig harðlega gagnrýnd um öll Bandaríkin fyrir að einkennast af tvíhyggju og fordómum gagnvart fólki sem ekki samsamar sig líffræðilegu kyni sem því er úthlutað við fæðingu. Baráttumenn fyrir réttindum hinsegin fólks hyggjast láta reyna á réttmæti laganna fyrir dómstólum í nóvember, en áfangasigur vannst í gær þegar alríkisdómarinn Thomas Schroeder dæmdi þremur stúdentum við Háskólann í Norður-Karólínu í vil og bannaði skólanum tímabundið að meina stúdentunum að nota klósett að eigin vali og í samræmi við eigin kynvitund. Það gerði hann með þeim rökum að miklar líkur séu á því að að klósettlögin í Norður-Karólínu stangist á við alríkislög Bandaríkjanna. Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. Breska ríkisútvarpið hefur eftir einum stúdentanna sem kærði að niðurstaðan sé honum mikill léttir en að baráttunni ljúki ekki fyrr en lögin sjálf verði afnumin með öllu.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira