Ísland verði bara fyrir fólk úr Norður-Evrópu þórgnýr einar albertsson skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Kröfuganga sænska arms Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, á þjóðhátíðardaginn sjötta júní árið 2007. Mynd/Peter Isotalo „Þetta er eina leiðin til þess að fólk okkar lifi af þegar litið er til langs tíma,“ segir í nafnlausu svari Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hreyfingin er samnorræn og starfar í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Hún segist þó vera að koma sér fyrir hér á landi. Hreyfingin vakti athygli hér á landi um síðustu mánaðamót og fjallaði Ríkisútvarpið um að hún hefði dreift blöðum á heimili fólks þar sem auglýst var eftir „frelsishetjum“. Í viðtali við RÚV um mánaðamótin kallaði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann hana nýnasistahreyfingu. Einnig var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætli að fylgjast með framgangi hreyfingarinnar. Fréttablaðið fann ekki upplýsingar á vef hreyfingarinnar um meðlimi hennar. Aðspurð hversu margir séu í Norrænu mótstöðuhreyfingunni var svarað: „Við höfum ákveðna öryggisstefnu og kjósum að svara þessari spurningu um fjölda meðlima. Við erum vaxandi samtök og munum vaxa enn meira meðan pólitíkusar munu gera okkar fólki erfiðara fyrir.“ Stefna hreyfingarinnar er ekki sett á þingkosningar. Það er þó ekki útilokað en hreyfingin segist ekki pólitískur flokkur. „Við erum breið samtök sem störfum aðallega utan þings. Framtíðin mun aðeins svara því hvort eða hvenær við munum reka kosningaherferð á Íslandi,“ segir í svarinu. Á vefsíðu hreyfingarinnar má finna stefnu hennar og gildi. Stefnt er að því að umbylta samfélaginu undir merkjum þjóðernisfélagshyggju. „Við erum borgaraleg og lögleg stjórnarandstöðuhreyfing. Norræna mótstöðuhreyfingi er ekki einhvers konar net af vinum eða hugmyndasmiðja sem heldur uppi umræðum. Við erum vel skipulögð samtök með innri valdauppbyggingu, leiðtogastöður og vel skilgreindar hugsjónir og skuldbindingar,“ segir á vefsíðunni. Þá er það einnig vilji hreyfingarinnar að stöðva innflutning á fólki til landsins og stuðla að brottflutningi meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum uppruna. Skapa á norrænt samfélag með sameiginlegum her og taka upp herskyldu. Eins og áður kom fram hefur hreyfingin verið bendluð við nýnasisma. Í grein sinni „Hugtakið nasisti“ skrifar Pär Öberg, talsmaður sænska hluta hreyfingarinnar, um að það sé ekki rétt. Sjálfir hafi nasistar í seinni heimsstyrjöld aldrei kallað sig því nafni. Þar að auki ætti að kalla hugmyndafræði Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar sínu rétta nafni, þjóðernisfélagshyggju. Hafa ber þó í huga að þjóðernisfélagshyggja myndi útleggjast á þýsku sem Nationalsozialismus, orðið sem stytt var í Nazismus á þýsku og þaðan þýtt í nasismi. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
„Þetta er eina leiðin til þess að fólk okkar lifi af þegar litið er til langs tíma,“ segir í nafnlausu svari Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hreyfingin er samnorræn og starfar í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Hún segist þó vera að koma sér fyrir hér á landi. Hreyfingin vakti athygli hér á landi um síðustu mánaðamót og fjallaði Ríkisútvarpið um að hún hefði dreift blöðum á heimili fólks þar sem auglýst var eftir „frelsishetjum“. Í viðtali við RÚV um mánaðamótin kallaði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann hana nýnasistahreyfingu. Einnig var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætli að fylgjast með framgangi hreyfingarinnar. Fréttablaðið fann ekki upplýsingar á vef hreyfingarinnar um meðlimi hennar. Aðspurð hversu margir séu í Norrænu mótstöðuhreyfingunni var svarað: „Við höfum ákveðna öryggisstefnu og kjósum að svara þessari spurningu um fjölda meðlima. Við erum vaxandi samtök og munum vaxa enn meira meðan pólitíkusar munu gera okkar fólki erfiðara fyrir.“ Stefna hreyfingarinnar er ekki sett á þingkosningar. Það er þó ekki útilokað en hreyfingin segist ekki pólitískur flokkur. „Við erum breið samtök sem störfum aðallega utan þings. Framtíðin mun aðeins svara því hvort eða hvenær við munum reka kosningaherferð á Íslandi,“ segir í svarinu. Á vefsíðu hreyfingarinnar má finna stefnu hennar og gildi. Stefnt er að því að umbylta samfélaginu undir merkjum þjóðernisfélagshyggju. „Við erum borgaraleg og lögleg stjórnarandstöðuhreyfing. Norræna mótstöðuhreyfingi er ekki einhvers konar net af vinum eða hugmyndasmiðja sem heldur uppi umræðum. Við erum vel skipulögð samtök með innri valdauppbyggingu, leiðtogastöður og vel skilgreindar hugsjónir og skuldbindingar,“ segir á vefsíðunni. Þá er það einnig vilji hreyfingarinnar að stöðva innflutning á fólki til landsins og stuðla að brottflutningi meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum uppruna. Skapa á norrænt samfélag með sameiginlegum her og taka upp herskyldu. Eins og áður kom fram hefur hreyfingin verið bendluð við nýnasisma. Í grein sinni „Hugtakið nasisti“ skrifar Pär Öberg, talsmaður sænska hluta hreyfingarinnar, um að það sé ekki rétt. Sjálfir hafi nasistar í seinni heimsstyrjöld aldrei kallað sig því nafni. Þar að auki ætti að kalla hugmyndafræði Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar sínu rétta nafni, þjóðernisfélagshyggju. Hafa ber þó í huga að þjóðernisfélagshyggja myndi útleggjast á þýsku sem Nationalsozialismus, orðið sem stytt var í Nazismus á þýsku og þaðan þýtt í nasismi.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira