Ísland verði bara fyrir fólk úr Norður-Evrópu þórgnýr einar albertsson skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Kröfuganga sænska arms Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, á þjóðhátíðardaginn sjötta júní árið 2007. Mynd/Peter Isotalo „Þetta er eina leiðin til þess að fólk okkar lifi af þegar litið er til langs tíma,“ segir í nafnlausu svari Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hreyfingin er samnorræn og starfar í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Hún segist þó vera að koma sér fyrir hér á landi. Hreyfingin vakti athygli hér á landi um síðustu mánaðamót og fjallaði Ríkisútvarpið um að hún hefði dreift blöðum á heimili fólks þar sem auglýst var eftir „frelsishetjum“. Í viðtali við RÚV um mánaðamótin kallaði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann hana nýnasistahreyfingu. Einnig var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætli að fylgjast með framgangi hreyfingarinnar. Fréttablaðið fann ekki upplýsingar á vef hreyfingarinnar um meðlimi hennar. Aðspurð hversu margir séu í Norrænu mótstöðuhreyfingunni var svarað: „Við höfum ákveðna öryggisstefnu og kjósum að svara þessari spurningu um fjölda meðlima. Við erum vaxandi samtök og munum vaxa enn meira meðan pólitíkusar munu gera okkar fólki erfiðara fyrir.“ Stefna hreyfingarinnar er ekki sett á þingkosningar. Það er þó ekki útilokað en hreyfingin segist ekki pólitískur flokkur. „Við erum breið samtök sem störfum aðallega utan þings. Framtíðin mun aðeins svara því hvort eða hvenær við munum reka kosningaherferð á Íslandi,“ segir í svarinu. Á vefsíðu hreyfingarinnar má finna stefnu hennar og gildi. Stefnt er að því að umbylta samfélaginu undir merkjum þjóðernisfélagshyggju. „Við erum borgaraleg og lögleg stjórnarandstöðuhreyfing. Norræna mótstöðuhreyfingi er ekki einhvers konar net af vinum eða hugmyndasmiðja sem heldur uppi umræðum. Við erum vel skipulögð samtök með innri valdauppbyggingu, leiðtogastöður og vel skilgreindar hugsjónir og skuldbindingar,“ segir á vefsíðunni. Þá er það einnig vilji hreyfingarinnar að stöðva innflutning á fólki til landsins og stuðla að brottflutningi meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum uppruna. Skapa á norrænt samfélag með sameiginlegum her og taka upp herskyldu. Eins og áður kom fram hefur hreyfingin verið bendluð við nýnasisma. Í grein sinni „Hugtakið nasisti“ skrifar Pär Öberg, talsmaður sænska hluta hreyfingarinnar, um að það sé ekki rétt. Sjálfir hafi nasistar í seinni heimsstyrjöld aldrei kallað sig því nafni. Þar að auki ætti að kalla hugmyndafræði Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar sínu rétta nafni, þjóðernisfélagshyggju. Hafa ber þó í huga að þjóðernisfélagshyggja myndi útleggjast á þýsku sem Nationalsozialismus, orðið sem stytt var í Nazismus á þýsku og þaðan þýtt í nasismi. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
„Þetta er eina leiðin til þess að fólk okkar lifi af þegar litið er til langs tíma,“ segir í nafnlausu svari Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hreyfingin er samnorræn og starfar í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Hún segist þó vera að koma sér fyrir hér á landi. Hreyfingin vakti athygli hér á landi um síðustu mánaðamót og fjallaði Ríkisútvarpið um að hún hefði dreift blöðum á heimili fólks þar sem auglýst var eftir „frelsishetjum“. Í viðtali við RÚV um mánaðamótin kallaði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann hana nýnasistahreyfingu. Einnig var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætli að fylgjast með framgangi hreyfingarinnar. Fréttablaðið fann ekki upplýsingar á vef hreyfingarinnar um meðlimi hennar. Aðspurð hversu margir séu í Norrænu mótstöðuhreyfingunni var svarað: „Við höfum ákveðna öryggisstefnu og kjósum að svara þessari spurningu um fjölda meðlima. Við erum vaxandi samtök og munum vaxa enn meira meðan pólitíkusar munu gera okkar fólki erfiðara fyrir.“ Stefna hreyfingarinnar er ekki sett á þingkosningar. Það er þó ekki útilokað en hreyfingin segist ekki pólitískur flokkur. „Við erum breið samtök sem störfum aðallega utan þings. Framtíðin mun aðeins svara því hvort eða hvenær við munum reka kosningaherferð á Íslandi,“ segir í svarinu. Á vefsíðu hreyfingarinnar má finna stefnu hennar og gildi. Stefnt er að því að umbylta samfélaginu undir merkjum þjóðernisfélagshyggju. „Við erum borgaraleg og lögleg stjórnarandstöðuhreyfing. Norræna mótstöðuhreyfingi er ekki einhvers konar net af vinum eða hugmyndasmiðja sem heldur uppi umræðum. Við erum vel skipulögð samtök með innri valdauppbyggingu, leiðtogastöður og vel skilgreindar hugsjónir og skuldbindingar,“ segir á vefsíðunni. Þá er það einnig vilji hreyfingarinnar að stöðva innflutning á fólki til landsins og stuðla að brottflutningi meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum uppruna. Skapa á norrænt samfélag með sameiginlegum her og taka upp herskyldu. Eins og áður kom fram hefur hreyfingin verið bendluð við nýnasisma. Í grein sinni „Hugtakið nasisti“ skrifar Pär Öberg, talsmaður sænska hluta hreyfingarinnar, um að það sé ekki rétt. Sjálfir hafi nasistar í seinni heimsstyrjöld aldrei kallað sig því nafni. Þar að auki ætti að kalla hugmyndafræði Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar sínu rétta nafni, þjóðernisfélagshyggju. Hafa ber þó í huga að þjóðernisfélagshyggja myndi útleggjast á þýsku sem Nationalsozialismus, orðið sem stytt var í Nazismus á þýsku og þaðan þýtt í nasismi.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira