Arðbær afurð Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Miðar á leiksýningar eru víðast hvar í útlöndum tvöfalt og þrefalt dýrari en hér. Þó skortir ekki metnaðinn í íslensku leikhúsi. Fólk kann að meta þetta og fyllir leikhúsin. Bókaútgáfa er með miklum blóma. Sama gildir um tónlist. Kvikmyndir eru stóriðja, sem ber hróður okkar víða. Myndlistarlífið í Reykjavík minnir á stórborg. Fín gallerí bjóða verk eftir framúrskarandi listamenn á broti þess verðs, sem býðst í nálægum löndum. Einstaka listamenn hafa náð alþjóðlegri viðurkenningu og margfaldast í verði. Aðrir eiga eftir að gera það. Alltaf eru í gangi sýningar sem gefa tilefni til bjartsýni á framhaldið. Listir þurfa opinberan stuðning. Besti styrkurinn felst í að glæða áhuga almennings – kenna okkur öllum að njóta lista. Þetta eru tvær hliðar á sama peningi. Listalífið er verðmæti okkar allra. Það er ekki takmörkuð auðlind. Um það gilda lögmál sprotans. Ef nýgræðingurinn er vanræktur koðnar allt niður. Eftirspurn verður í samræmi við það. Sprotafyrirtæki verða að sinna rannsóknum og þróun. Sumt skilar sér í krónum, annað ekki. Það er eðli skapandi vinnu. „Ég er ekki eins og Ameríkaninn segir: Self made man. Ég er algjörlega eingetin afurð listamannalauna. Ég fékk tvisvar sinnum listamannalaun sem gerðu mér kleift að sökkva mér ofan í listina,“ sagði Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður í sjónvarpsviðtali fyrir fáum árum. Við þurfum ekki frekar vitnanna við. Ragnar er líklega sá Íslendingur sem fær mesta áheyrn í heiminum um þessar mundir. Hann sýnir verk sín í fínustu söfnum og galleríum. Virtustu fjölmiðlar heims keppast við að taka við hann viðtöl. Verk hans er að finna í áhugaverðustu einkasöfnum samtímalistar. Flest opinber samtímalistasöfn eru með nafn hans á innkaupalistum ef þau eiga ekki verk eftir hann þegar. Hann fylgir í kjölfar Halldórs Laxness og Bjarkar, stóru nafnanna í listasögu landsins. Samspil lista og annarrar atvinnustarfsemi blasir við hvarvetna. Prentarar, hönnuðir og bóksalar nærast á rithöfundum. Myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson er með tugi langskólagenginna fagmanna í vinnu. Björk nýtur liðsinnis hámenntaðra tónlistarmanna, sem fylgja henni í hljóðver og á tónleikum. Ragnar Kjartansson á sér hóp samverkamanna úr mörgum listgreinum. Listafólkið sjálft er bara toppurinn á ísjakanum. Listir eru blómleg atvinnustarfsemi – þótt það sé ekki markmiðið í sjálfu sér. Endalaust má deila um hvernig listir skuli styrktar. En engum blöðum er um það að fletta, að þær skila öllu til baka með góðri ávöxtun. Ef ekki í peningum þá lífsfyllingu. Fjárhagslega áhættan felst frekar í að skammta of naumt heldur en hinu, að veita of ríkulega styrki. Vandinn er að koma sér saman um leiðirnar. Kröftugt listalíf er vitnisburður um, að við gerum eitthvað rétt á Íslandi. Það er hvatning til frekari dáða. Við getum gert enn betur.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Miðar á leiksýningar eru víðast hvar í útlöndum tvöfalt og þrefalt dýrari en hér. Þó skortir ekki metnaðinn í íslensku leikhúsi. Fólk kann að meta þetta og fyllir leikhúsin. Bókaútgáfa er með miklum blóma. Sama gildir um tónlist. Kvikmyndir eru stóriðja, sem ber hróður okkar víða. Myndlistarlífið í Reykjavík minnir á stórborg. Fín gallerí bjóða verk eftir framúrskarandi listamenn á broti þess verðs, sem býðst í nálægum löndum. Einstaka listamenn hafa náð alþjóðlegri viðurkenningu og margfaldast í verði. Aðrir eiga eftir að gera það. Alltaf eru í gangi sýningar sem gefa tilefni til bjartsýni á framhaldið. Listir þurfa opinberan stuðning. Besti styrkurinn felst í að glæða áhuga almennings – kenna okkur öllum að njóta lista. Þetta eru tvær hliðar á sama peningi. Listalífið er verðmæti okkar allra. Það er ekki takmörkuð auðlind. Um það gilda lögmál sprotans. Ef nýgræðingurinn er vanræktur koðnar allt niður. Eftirspurn verður í samræmi við það. Sprotafyrirtæki verða að sinna rannsóknum og þróun. Sumt skilar sér í krónum, annað ekki. Það er eðli skapandi vinnu. „Ég er ekki eins og Ameríkaninn segir: Self made man. Ég er algjörlega eingetin afurð listamannalauna. Ég fékk tvisvar sinnum listamannalaun sem gerðu mér kleift að sökkva mér ofan í listina,“ sagði Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður í sjónvarpsviðtali fyrir fáum árum. Við þurfum ekki frekar vitnanna við. Ragnar er líklega sá Íslendingur sem fær mesta áheyrn í heiminum um þessar mundir. Hann sýnir verk sín í fínustu söfnum og galleríum. Virtustu fjölmiðlar heims keppast við að taka við hann viðtöl. Verk hans er að finna í áhugaverðustu einkasöfnum samtímalistar. Flest opinber samtímalistasöfn eru með nafn hans á innkaupalistum ef þau eiga ekki verk eftir hann þegar. Hann fylgir í kjölfar Halldórs Laxness og Bjarkar, stóru nafnanna í listasögu landsins. Samspil lista og annarrar atvinnustarfsemi blasir við hvarvetna. Prentarar, hönnuðir og bóksalar nærast á rithöfundum. Myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson er með tugi langskólagenginna fagmanna í vinnu. Björk nýtur liðsinnis hámenntaðra tónlistarmanna, sem fylgja henni í hljóðver og á tónleikum. Ragnar Kjartansson á sér hóp samverkamanna úr mörgum listgreinum. Listafólkið sjálft er bara toppurinn á ísjakanum. Listir eru blómleg atvinnustarfsemi – þótt það sé ekki markmiðið í sjálfu sér. Endalaust má deila um hvernig listir skuli styrktar. En engum blöðum er um það að fletta, að þær skila öllu til baka með góðri ávöxtun. Ef ekki í peningum þá lífsfyllingu. Fjárhagslega áhættan felst frekar í að skammta of naumt heldur en hinu, að veita of ríkulega styrki. Vandinn er að koma sér saman um leiðirnar. Kröftugt listalíf er vitnisburður um, að við gerum eitthvað rétt á Íslandi. Það er hvatning til frekari dáða. Við getum gert enn betur.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun