Donald Trump segir Hillary Clinton vera fordómafulla Birta Svavarsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 23:52 Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hefur ásakað mótherja sinn, Hillary Clinton, um að vera fordómafulla. CNN og BBC fjölluðu um málið í dag. Trump hyggst nú höfða til minnihlutahópa og á framboðsfundi í Mississippi sagði hann að Clinton „sæi litaða Bandaríkjamenn aðeins sem atkvæði, ekki sem manneskjur sem ættu rétt á betri framtíð.“ Í samtali við CNN í dag skaut Trump áfram föstum skotum og sagði, „Hún er fordómafull. Hún er ekki að gera neitt til að hjálpa þessum [minnihluta]samfélögum. Þetta er allt í munninum á henni, en hún gerir svo ekki neitt. Stefna hennar er fordómafull því hún veit að hún er ekki að fara að virka.“ Þá sagði Trump að sú stefna sem Demókrataflokkurinn væri að fylgja væri ástæða þess að svo illa væri komið fyrir minnihlutahópum í Bandaríkjunum í dag. „Sjáið bara allt sem hefur gerst vegna stefnu hennar og Obama. Sjáið bara alla fátæktina, hvernig hún eykst, og hvernig ofbeldi hefur aukist.“ Fréttamaður CNN spurði þá hvort hann teldi að þetta væri allt tilkomið vegna haturs og fordóma Hillary. „Já, eða kannski er hún bara löt,“ svaraði Trump. Hillary Clinton svaraði upprunalegu ummælunum í símaviðtali á CNN. „Donald Trump hefur sýnt okkur hver hann er. Hann hefur gert hatursorðræðu að sinni ríkjandi stefnu og notað hana í kosningabaráttu sinni.“ „Þetta er maður sem hefur dregið ríkisborgararétt forsetans [Obama] í efa, hann hefur sóst eftir stuðningi frá öfgaþjóðernissinnum, hefur hótað fjöldabrottvísun múslima. Þetta er maður sem er sjálfur mjög fordómafullur í sinni stefnu.“ Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Trump vill Kalda stríðs kannanir Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. 17. ágúst 2016 07:00 Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30 Vill kanna innflytjendur gaumgæfilega Dondald Trump segir að innflytjendur í Bandaríkjunum sýni fram á stuðning við vestræn gildi. 15. ágúst 2016 21:53 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hefur ásakað mótherja sinn, Hillary Clinton, um að vera fordómafulla. CNN og BBC fjölluðu um málið í dag. Trump hyggst nú höfða til minnihlutahópa og á framboðsfundi í Mississippi sagði hann að Clinton „sæi litaða Bandaríkjamenn aðeins sem atkvæði, ekki sem manneskjur sem ættu rétt á betri framtíð.“ Í samtali við CNN í dag skaut Trump áfram föstum skotum og sagði, „Hún er fordómafull. Hún er ekki að gera neitt til að hjálpa þessum [minnihluta]samfélögum. Þetta er allt í munninum á henni, en hún gerir svo ekki neitt. Stefna hennar er fordómafull því hún veit að hún er ekki að fara að virka.“ Þá sagði Trump að sú stefna sem Demókrataflokkurinn væri að fylgja væri ástæða þess að svo illa væri komið fyrir minnihlutahópum í Bandaríkjunum í dag. „Sjáið bara allt sem hefur gerst vegna stefnu hennar og Obama. Sjáið bara alla fátæktina, hvernig hún eykst, og hvernig ofbeldi hefur aukist.“ Fréttamaður CNN spurði þá hvort hann teldi að þetta væri allt tilkomið vegna haturs og fordóma Hillary. „Já, eða kannski er hún bara löt,“ svaraði Trump. Hillary Clinton svaraði upprunalegu ummælunum í símaviðtali á CNN. „Donald Trump hefur sýnt okkur hver hann er. Hann hefur gert hatursorðræðu að sinni ríkjandi stefnu og notað hana í kosningabaráttu sinni.“ „Þetta er maður sem hefur dregið ríkisborgararétt forsetans [Obama] í efa, hann hefur sóst eftir stuðningi frá öfgaþjóðernissinnum, hefur hótað fjöldabrottvísun múslima. Þetta er maður sem er sjálfur mjög fordómafullur í sinni stefnu.“
Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Trump vill Kalda stríðs kannanir Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. 17. ágúst 2016 07:00 Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30 Vill kanna innflytjendur gaumgæfilega Dondald Trump segir að innflytjendur í Bandaríkjunum sýni fram á stuðning við vestræn gildi. 15. ágúst 2016 21:53 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26
Trump vill Kalda stríðs kannanir Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. 17. ágúst 2016 07:00
Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30
Vill kanna innflytjendur gaumgæfilega Dondald Trump segir að innflytjendur í Bandaríkjunum sýni fram á stuðning við vestræn gildi. 15. ágúst 2016 21:53