Liam virðist hafa einhvern húmor fyrir sjálfum sér því hann tilkynnti aðdáendum sínum tíðindin á Twitter með frekar skondnum hætti. Skilaboðin vitnuðu í viðbrögð hans hér áður fyrr þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að gefa út sólóplötu. Færsluna má sjá hér fyrir neðan.
It's official I'm a cunt LG x
— Liam Gallagher (@liamgallagher) August 25, 2016
Búist er við því að platan fái útgáfu á næsta ári en Gallagher sagði í viðtali við Q Magazine að hann væri að vinna nýja tónlist með „tveimur gaurum“ sem hann þekkti.
„Annar kann að spila nánast hvað sem er á hvað sem er,“ sagði Liam í viðtalinu. „Ekki að það séu mörg hljóðfæri sem hann þarf að spila á. Einn rafmagnsgítar. Einn kassagítar. Trommusett og 20 sentímetra hljómborð. Ég er samt ekki að fara sóló – allir ættu að vita það. Þetta eru bara 10-12 lög sem ég samdi sem eru tilbúin fyrir upptöku. Lögin eru beitt og textarnir fyndnir. Þetta mun koma fólki í opna skjöldu. Þetta er ekki eins og Pink Floyd eða Radiohead, þetta er hress tónlist.“