Lífið

Liam Gallagher: „Það er opinbert, ég er fáviti!“

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Aldrei að segja aldrei.
Aldrei að segja aldrei. Vísir/Getty
Kjaftforari Gallagher bróðurinn, Oasis söngvarinn Liam Gallagher, hefur undirritað samning við Warner Brothers um að gera sína fyrstu sólóplötu. Það er eitthvað sem hann hafði áður sagt að hann myndi aldrei gera af þeirri einföldu ástæðu að hann „sé ekki fáviti“ eins og hann orðaði það.

Liam virðist hafa einhvern húmor fyrir sjálfum sér því hann tilkynnti aðdáendum sínum tíðindin á Twitter með frekar skondnum hætti. Skilaboðin vitnuðu í viðbrögð hans hér áður fyrr þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að gefa út sólóplötu. Færsluna má sjá hér fyrir neðan.

Á eftir að koma fólki í opna skjöldu

Búist er við því að platan fái útgáfu á næsta ári en Gallagher sagði í viðtali við Q Magazine að hann væri að vinna nýja tónlist með „tveimur gaurum“ sem hann þekkti.

„Annar kann að spila nánast hvað sem er á hvað sem er,“ sagði Liam í viðtalinu. „Ekki að það séu mörg hljóðfæri sem hann þarf að spila á. Einn rafmagnsgítar. Einn kassagítar. Trommusett og 20 sentímetra hljómborð. Ég er samt ekki að fara sóló – allir ættu að vita það. Þetta eru bara 10-12 lög sem ég samdi sem eru tilbúin fyrir upptöku. Lögin eru beitt og textarnir fyndnir. Þetta mun koma fólki í opna skjöldu. Þetta er ekki eins og Pink Floyd eða Radiohead, þetta er hress tónlist.“


Tengdar fréttir

Liam Gallagher fyrirmynd Ramsay Bolton

Oasis söngvarinn er innblástur fyrir leikarann Iwan Rheon í túlkun hans á einu mesta fúlmenni Game of Thrones þáttanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.