Sport

Gefur frá sér hundruð milljóna | Vill frekar fara í skóla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ledecky með verðlaunin sín frá Ríó.
Ledecky með verðlaunin sín frá Ríó. vísir/getty
Ólympíustjarnan Katie Ledecky hefur ekki áhuga á því að verða milljónamæringur og ætlar frekar að fara í háskóla.

Hin 19 ára gamla Ledecky vann til fimm verðlauna í sundkeppni Ólympíuleikanna og var ein af stjörnum leikanna.

Hún frestaði háskólanámi sínu um eitt ár til þess að einbeita sér að leikunum. Nú er hún orðin heimsfræg og gæti grætt vel á því. Hún ætlar ekki að gera það.

Markaðsfræðingar segja að hún gæti hæglega unnið sér inn hátt í 600 milljónir króna með auglýsingasamningum næsta árið. Það ætlar hún ekki að gera. Hún ætlar frekar að fara beint í háskóla og sem háskólaíþróttamaður má hún ekki afla sér tekna með auglýsingum.

„Þetta var ekki erfið ákvörðun. Ég hef alltaf viljað vera í háskólasundliði og fá þá reynslu. Ég held að þetta verði hrikalega gaman með góðum vinum,“ sagði Ledecky en hún ætlar í Stanford-háskólann

Þar mun hún synda með vinkonum sínum Simone Manuel og Lia Neal en þær unnu einnig til verðlauna á ÓL í Ríó.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×