Íslenskir frumkvöðlar beisla heilmyndir Tinni Sveinsson skrifar 25. ágúst 2016 18:00 Drexler býr yfir heilmyndartækni þannig að notendur geta séð persónur sínar vakna til lífsins. Viðskiptahraðall Arion banka, Startup Reykjavík, fer fram í fimmta skipti nú í sumar en tíu verkefni voru valin til þátttöku. Verkefnin verða kynnt fyrir fjárfestum með viðhöfn á morgun. Íslenski tölvuleikurinn Drexler er eitt verkefnanna sem unnið hefur verið að í viðskiptahraðlinum í sumar. Drexler er tónlistardrifinn fjölnotendahlutverkaleikur (MMORPG) þar sem notendur búa sér til persónu og semja lög til að þróast í leiknum. Ein rúsínan í pylsuendanum er síðan heilmyndartækni sem leikurinn býr yfir þannig að notendur geta séð persónur sínar vakna til lífsins. „Þegar þú spilar tölvuleiki eða horfir á tónlistarmyndbönd þá er bil á milli þín og afþreyingarinnar. Við viljum brúa þetta bil,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, einn frumkvöðlanna í teyminu á bakvið Drexler. Teymið telur ellefu manns og eru meðal annars í því tónlistarmenn, grafískir hönnuðir, kvikarar og forritarar. Sigurður mætti ásamt Starra Haukssyni í viðtal í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem þeir útskýrðu verkefnið. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Leikurinn er enn á þróunarstigi og er stefnt á útgáfu í haust. Fyrsta lagið sem búið var til í Drexler er hægt að sjá hér fyrir neðan en einnig er hægt er að horfa á persónuna í myndbandinu með heilmyndagátt fyrir snjallsíma. Sigurður segir það lítið mál að smíða heilmyndagáttina en hana er til dæmis hægt að útbúa úr gömlu geisladiskahulstri. Hér er kennslumyndband um hvernig á að föndra gáttina. „Tónlistin er myndgerð með heilmyndatækni. Persónur í leiknum lifna við og spila tónlistina fyrir framan þig.“Startup Reykjavík lýkur á morgun með stórum viðburði í Hvalasafninu. Níu önnur verkefni voru valin í verkefnið og verða þau einnig kynnt fjárfestum á morgun:Platome Framleiðir næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum.Convex Litríkur og fjölskylduvænn ævintýraleikur.Strivo Veitir þjálfurum/einkaþjálfurum tækifæri til að selja þjónustu sína á nýju og áhugaverðu sniði.Lava Show Mögnuð sýning þar sem alvöru bráðið hraun rennur inn í sýningarsal og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili.Hringborð App sem er vettvangur fyrir stúdenta til að deila glósum og námsefni sín á milli.Isold Film Lána- og fjárfestingarsjóður fyrir kvikmynda og sjónvarpsgerð.FLOW Býður upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan.TotalHost Gerir Airbnb leigusölum kleift að fá greidda söluþóknun fyrir bókaðar ferðir innanlands.Moon Chocolate Framleiðir hágæða súkkulaði sem er búið til frá grunni. Leikjavísir Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Viðskiptahraðall Arion banka, Startup Reykjavík, fer fram í fimmta skipti nú í sumar en tíu verkefni voru valin til þátttöku. Verkefnin verða kynnt fyrir fjárfestum með viðhöfn á morgun. Íslenski tölvuleikurinn Drexler er eitt verkefnanna sem unnið hefur verið að í viðskiptahraðlinum í sumar. Drexler er tónlistardrifinn fjölnotendahlutverkaleikur (MMORPG) þar sem notendur búa sér til persónu og semja lög til að þróast í leiknum. Ein rúsínan í pylsuendanum er síðan heilmyndartækni sem leikurinn býr yfir þannig að notendur geta séð persónur sínar vakna til lífsins. „Þegar þú spilar tölvuleiki eða horfir á tónlistarmyndbönd þá er bil á milli þín og afþreyingarinnar. Við viljum brúa þetta bil,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, einn frumkvöðlanna í teyminu á bakvið Drexler. Teymið telur ellefu manns og eru meðal annars í því tónlistarmenn, grafískir hönnuðir, kvikarar og forritarar. Sigurður mætti ásamt Starra Haukssyni í viðtal í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem þeir útskýrðu verkefnið. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Leikurinn er enn á þróunarstigi og er stefnt á útgáfu í haust. Fyrsta lagið sem búið var til í Drexler er hægt að sjá hér fyrir neðan en einnig er hægt er að horfa á persónuna í myndbandinu með heilmyndagátt fyrir snjallsíma. Sigurður segir það lítið mál að smíða heilmyndagáttina en hana er til dæmis hægt að útbúa úr gömlu geisladiskahulstri. Hér er kennslumyndband um hvernig á að föndra gáttina. „Tónlistin er myndgerð með heilmyndatækni. Persónur í leiknum lifna við og spila tónlistina fyrir framan þig.“Startup Reykjavík lýkur á morgun með stórum viðburði í Hvalasafninu. Níu önnur verkefni voru valin í verkefnið og verða þau einnig kynnt fjárfestum á morgun:Platome Framleiðir næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum.Convex Litríkur og fjölskylduvænn ævintýraleikur.Strivo Veitir þjálfurum/einkaþjálfurum tækifæri til að selja þjónustu sína á nýju og áhugaverðu sniði.Lava Show Mögnuð sýning þar sem alvöru bráðið hraun rennur inn í sýningarsal og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili.Hringborð App sem er vettvangur fyrir stúdenta til að deila glósum og námsefni sín á milli.Isold Film Lána- og fjárfestingarsjóður fyrir kvikmynda og sjónvarpsgerð.FLOW Býður upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan.TotalHost Gerir Airbnb leigusölum kleift að fá greidda söluþóknun fyrir bókaðar ferðir innanlands.Moon Chocolate Framleiðir hágæða súkkulaði sem er búið til frá grunni.
Leikjavísir Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira